Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill ekki uppboð á viðbótarkvóta: „Inngrip“ í kvótakerfið sem myndi trufla mikilvæga vinnu

Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­flokks­formað­ur Við­reisn­ar, er mót­fall­inn því að við­bót­arkvóti verði boð­inn út, enda myndi slíkt fela í sér „inn­grip“ í kvóta­kerf­ið. Við­reisn tal­aði ein­dreg­ið fyr­ir upp­boði afla­heim­ilda og „kerf­is­breyt­ing­um“ í að­drag­anda kosn­inga.

Vill ekki uppboð á viðbótarkvóta: „Inngrip“ í kvótakerfið sem myndi trufla mikilvæga vinnu

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, vill ekki að setja viðbótarkvóta á uppboð ef gerð verður tillaga um viðbótarkvóta fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst í september. Þetta kom fram í umræðum undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 

Telur Hanna Katrín að slíkt „inngrip“ í aflahlutdeildarkerfið geti haft neikvæð áhrif á vinnu þverpólitískrar nefndar um stjórn fiskveiða. Uppboð aflaheimilda var eitt af helstu kosningaloforðum Viðreisnar í aðdraganda síðustu kosninga.

Þyrfti að hefjast handa strax

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á það í umræðunum að með því að bjóða út viðbótarkvóta og verja tekjunum til uppbyggingar heilbrigðiskerfisins gæti Viðreisn slegið tvær flugur í einu höggi og efnt kosningaloforð flokksins um uppboð aflaheimilda og eflingu heilbrigðiskerfisins að hluta.

„Ef tillaga verður gerð um viðbótarkvóta fyrir næsta fiskveiðiár sem hefst í september þarf að hefjast handa strax við að undirbúa útboð ef ekki á bara að skipta viðbótinni milli kvótaeigenda,“ sagði Oddný og innti Hönnu Katrínu eftir afstöðu sinni til málsins, hvort sem viðbótarkvótinn yrði lagður til á næsta fiskveiðiári eða á öðrum tíma kjörtímabilsins.  

Vill frekar „prófa nýjan stofn“

Hanna sagði að sér þættu markmið Oddnýjar góð og nálgunin áhugaverð. Hins vegar teldi hún að það færi betur á því að „prófa nýjan stofn ef við færum þessa leið þegar hann kemur inn í íslenska lögsögu“.

„Ég óttast að þessi inngrip í þetta aflahlutdeildarkerfi gæti haft neikvæð áhrif á þá vinnu sem er að fara í gang í þessum töluðu orðum og ég bind svo miklar væntingar við,“ sagði hún og vísaði þar til þverpólitískrar nefndar um sjávarútvegsmál sem sjávarútvegsráðherra hyggst setja á fót. 

Þá sagðist Hanna Katrín ætlast til þess að málin yrðu rædd af miklum krafti og hreinskilni. „Það liggur fyrir að verkefni okkar er að skila tillögum að því hvernig skuli staðið að breytingum á greiðslufyrirkomulagi fyrir afnot af þjóðarauðlindum okkar inn í, til og með, heilbrigðiskerfið. Ég trúi því að sú vinna skili niðurstöðum sem hafi langtímahagsmuni í huga. Ég nýt þess að vera fulltrúi Viðreisnar í nefndinni. Ég hlakka til vinnunnar. Ég mun í anda Viðreisnar halda þar á lofti sjónarmiðum um útboðsleiðina.“ 

Engin uppboðsleið í stjórnarsáttmála

Viðreisn er sá flokkur sem talaði einna harðast fyrir uppboðsleið og „kerfisbreytingum“ í sjávarútvegi fyrir síðustu þingkosningar. Eftir kosningar myndaði flokkurinn ríkisstjórn með Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokknum. Í stjórnarsáttmála  ríkisstjórnarinnar eru engin fyrirheit gefin um að veiðiheimildir verði boðnar upp á kjörtímabilinu.

Í stjórnarsáttmálanum segir: „Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna. Gæta þarf að langtímarekstraröryggi í greininni og stöðugleika í byggðum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
2
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
9
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár