Hart var tekist á um vinnubrögð atvinnuvegnanefndar undir dagskrárliðnum um fundarstjórn forseta í morgun og kom til harðra orðaskipta. Tilefnið er fundur atvinnuveganefndar þar sem löggjöfin um rammaáætlun var til umræðu. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður nefndarinnar, vakti máls á efni fundarins en þar hafi því verið haldið fram að verkefnisstjórn rammaáætlunar færi ekki að lögum. Þá hafi einungis „tíu aðilar úr orkugeiranum“ verið fengnir á fundinn, en engir fulltrúar umhverfissinna.
Ófriðarhöfðinginn
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna benti á að lögin sem til umræðu voru á fundinum heyra undir umhverfisráðherra. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að hún muni ekki leggja til neinar breytingar á rammaáætlun á þessu þingi. „Ég hef tröllatrú á þessu ferli sem Alþingi bjó til og vil að það fái að vinna sína vinnu og skila mér í hendur tillögu. Hvort ég geri breytingar á tillögunni þegar ég fæ hana í hendur get ég ekki sagt til á þessari stundu,“ sagði Sigrún. Steingrímur sagði „ófriðarhöfðingjann“ Jón Gunnarsson, formann
Athugasemdir