Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tekjur fjölda öryrkja skertar vegna rangra útreikninga: „Fólk treystir ekki Tryggingastofnun“

Ör­yrkj­ar leggja til um­bæt­ur á letj­andi kerfi. Fjöl­mörg­um gert að end­ur­greiða rík­inu vegna rangra út­reikn­inga á stað­greiðslu. Formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands seg­ir líf­eyr­is­þega ekki treysta Trygg­inga­stofn­un.

Tekjur fjölda öryrkja skertar vegna rangra útreikninga: „Fólk treystir ekki Tryggingastofnun“

Um þessar mundir fá fjölmargir lífeyrisgreiðsluþegar bréf frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem þeim er gert að endurgreiða ríkinu vegna rangra útreikninga á staðgreiðslu.

„Við höfum margsinnis gert athugasemdir við þessi vinnubrög, sem eru mjög óþægileg fyrir lífeyrisþega,“ segir Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins í samtali við Stundina. „Við myndum vilja hvetja Tryggingastofnun til að endurskoða þessi vinnubrögð. Fólki er gert að áætla tekjur sínar og við vitum það sem erum vinnandi að það er erfitt að áætla tekjur sínar nákvæmlega. Áætlunin þarf að vera ansi nákvæm, þannig ef eitthvað breytist og fólk fær eitthvað meira, þá fær það allt í bakið.“

Ellen segir að á hverju ári komi fjölmörg mál af þessu tagi inn á borð hjá bandalaginu. „Við gerum alltaf ráð fyrir því að það verði brjálað að gera hjá okkur í ágúst því þá er fólk að fá þetta allt saman í hausinn og leitar til okkar. Það er sorglegt að fólk þurfi að leita til okkar því í þessum tilvikum erum við að sinna hlutverki sem ráðgjafar Tryggingastofnunar eða félagsráðgjafar sveitarfélaga eiga að sinna, það er að segja að fara í gegnum alla pappíra með fólki og kanna hvort það sé rétt reiknað. Þetta er bara vegna þess að fólk treystir ekki Tryggingastofnun,“ segir hún. 

„Við myndum vilja hvetja Tryggingastofnun til að endurskoða þessi vinnubrögð.“

Stór prósenta af ráðstöfunartekjum

Ellen segist finna fyrir töluverðri óánægju meðal lífeyrisþega þegar þeir fá bakreikninga sem þessa í hausinn því margir átti sig ekki á því hversu mikil skerðingin verður. „Fólk þarf jafnvel að borga stórar prósentur af lífeyrnum til baka ári seinna, sem er auðvitað gríðarlega erfitt fyrir fólk sem hefur mjög litlar ráðstöfunartekjur. Ráðstöfunartekjur þessar hóps eru kannski á bilinu 150 til 170 þúsund krónur á mánuði,“ segir Ellen. 

„Um leið og maður vinnur eitthvað, þá er manni refsað“

Stundin sagði frá því í gær að Jack Hrafnkell Daníelsson, pistlahöfundur og öryrki, hefði fengið bréf frá Tryggingastofnun þar sem honum var gert að endurgreiða tæplega 55 þúsund krónur vegna rangra útreikninga á 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár