Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tekjur fjölda öryrkja skertar vegna rangra útreikninga: „Fólk treystir ekki Tryggingastofnun“

Ör­yrkj­ar leggja til um­bæt­ur á letj­andi kerfi. Fjöl­mörg­um gert að end­ur­greiða rík­inu vegna rangra út­reikn­inga á stað­greiðslu. Formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands seg­ir líf­eyr­is­þega ekki treysta Trygg­inga­stofn­un.

Tekjur fjölda öryrkja skertar vegna rangra útreikninga: „Fólk treystir ekki Tryggingastofnun“

Um þessar mundir fá fjölmargir lífeyrisgreiðsluþegar bréf frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem þeim er gert að endurgreiða ríkinu vegna rangra útreikninga á staðgreiðslu.

„Við höfum margsinnis gert athugasemdir við þessi vinnubrög, sem eru mjög óþægileg fyrir lífeyrisþega,“ segir Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins í samtali við Stundina. „Við myndum vilja hvetja Tryggingastofnun til að endurskoða þessi vinnubrögð. Fólki er gert að áætla tekjur sínar og við vitum það sem erum vinnandi að það er erfitt að áætla tekjur sínar nákvæmlega. Áætlunin þarf að vera ansi nákvæm, þannig ef eitthvað breytist og fólk fær eitthvað meira, þá fær það allt í bakið.“

Ellen segir að á hverju ári komi fjölmörg mál af þessu tagi inn á borð hjá bandalaginu. „Við gerum alltaf ráð fyrir því að það verði brjálað að gera hjá okkur í ágúst því þá er fólk að fá þetta allt saman í hausinn og leitar til okkar. Það er sorglegt að fólk þurfi að leita til okkar því í þessum tilvikum erum við að sinna hlutverki sem ráðgjafar Tryggingastofnunar eða félagsráðgjafar sveitarfélaga eiga að sinna, það er að segja að fara í gegnum alla pappíra með fólki og kanna hvort það sé rétt reiknað. Þetta er bara vegna þess að fólk treystir ekki Tryggingastofnun,“ segir hún. 

„Við myndum vilja hvetja Tryggingastofnun til að endurskoða þessi vinnubrögð.“

Stór prósenta af ráðstöfunartekjum

Ellen segist finna fyrir töluverðri óánægju meðal lífeyrisþega þegar þeir fá bakreikninga sem þessa í hausinn því margir átti sig ekki á því hversu mikil skerðingin verður. „Fólk þarf jafnvel að borga stórar prósentur af lífeyrnum til baka ári seinna, sem er auðvitað gríðarlega erfitt fyrir fólk sem hefur mjög litlar ráðstöfunartekjur. Ráðstöfunartekjur þessar hóps eru kannski á bilinu 150 til 170 þúsund krónur á mánuði,“ segir Ellen. 

„Um leið og maður vinnur eitthvað, þá er manni refsað“

Stundin sagði frá því í gær að Jack Hrafnkell Daníelsson, pistlahöfundur og öryrki, hefði fengið bréf frá Tryggingastofnun þar sem honum var gert að endurgreiða tæplega 55 þúsund krónur vegna rangra útreikninga á 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár