Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Tekjur fjölda öryrkja skertar vegna rangra útreikninga: „Fólk treystir ekki Tryggingastofnun“

Ör­yrkj­ar leggja til um­bæt­ur á letj­andi kerfi. Fjöl­mörg­um gert að end­ur­greiða rík­inu vegna rangra út­reikn­inga á stað­greiðslu. Formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands seg­ir líf­eyr­is­þega ekki treysta Trygg­inga­stofn­un.

Tekjur fjölda öryrkja skertar vegna rangra útreikninga: „Fólk treystir ekki Tryggingastofnun“

Um þessar mundir fá fjölmargir lífeyrisgreiðsluþegar bréf frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem þeim er gert að endurgreiða ríkinu vegna rangra útreikninga á staðgreiðslu.

„Við höfum margsinnis gert athugasemdir við þessi vinnubrög, sem eru mjög óþægileg fyrir lífeyrisþega,“ segir Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins í samtali við Stundina. „Við myndum vilja hvetja Tryggingastofnun til að endurskoða þessi vinnubrögð. Fólki er gert að áætla tekjur sínar og við vitum það sem erum vinnandi að það er erfitt að áætla tekjur sínar nákvæmlega. Áætlunin þarf að vera ansi nákvæm, þannig ef eitthvað breytist og fólk fær eitthvað meira, þá fær það allt í bakið.“

Ellen segir að á hverju ári komi fjölmörg mál af þessu tagi inn á borð hjá bandalaginu. „Við gerum alltaf ráð fyrir því að það verði brjálað að gera hjá okkur í ágúst því þá er fólk að fá þetta allt saman í hausinn og leitar til okkar. Það er sorglegt að fólk þurfi að leita til okkar því í þessum tilvikum erum við að sinna hlutverki sem ráðgjafar Tryggingastofnunar eða félagsráðgjafar sveitarfélaga eiga að sinna, það er að segja að fara í gegnum alla pappíra með fólki og kanna hvort það sé rétt reiknað. Þetta er bara vegna þess að fólk treystir ekki Tryggingastofnun,“ segir hún. 

„Við myndum vilja hvetja Tryggingastofnun til að endurskoða þessi vinnubrögð.“

Stór prósenta af ráðstöfunartekjum

Ellen segist finna fyrir töluverðri óánægju meðal lífeyrisþega þegar þeir fá bakreikninga sem þessa í hausinn því margir átti sig ekki á því hversu mikil skerðingin verður. „Fólk þarf jafnvel að borga stórar prósentur af lífeyrnum til baka ári seinna, sem er auðvitað gríðarlega erfitt fyrir fólk sem hefur mjög litlar ráðstöfunartekjur. Ráðstöfunartekjur þessar hóps eru kannski á bilinu 150 til 170 þúsund krónur á mánuði,“ segir Ellen. 

„Um leið og maður vinnur eitthvað, þá er manni refsað“

Stundin sagði frá því í gær að Jack Hrafnkell Daníelsson, pistlahöfundur og öryrki, hefði fengið bréf frá Tryggingastofnun þar sem honum var gert að endurgreiða tæplega 55 þúsund krónur vegna rangra útreikninga á 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár