Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Við eigum að verja landið“

Ólaf­ur Vals­son, fyrr­ver­andi eft­ir­lits­mað­ur hjá Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, reyn­ir að verja land í Öxna­dal fyr­ir um­deild­um raflín­um, en er gátt­að­ur á vinnu­brögð­um Um­hverf­is­stofn­un­ar. Land hans er hluti af stærra svæði sem er á nátt­úru­m­inja­skrá, en lít­ið geng­ur að fá það frið­lýst hjá stofn­un­inni sem hef­ur það hlut­verk.

„Við eigum að verja landið“
Gáttaður Ólafur hefur unnið sem eftirlitsaðili víða um heim en minnist þess ekki að hafa rekist á önnur eins vinnubrögð og hjá Umhverfisstofnun. Það sé engin sýn, engin stefna, engir verkferlar um hvernig skuli standa að friðlýsingarmálum.

Norður í Eyjafjarðarsýslu eru Hólahólar beint á móti Hraunshrauni í Öxnadal. Svæðið er hluti af landslagsheild sem hefur verið á náttúruminjaskrá frá 1978, þar sem þetta þykir „fjölbreytt og fagurt land með stöðuvötnum, stórum framhlaupum og sérkennilegum klettadröngum, svo sem Hraundrangur.“

Búið er að friðlýsa hluta svæðisins, það er að segja Hraunsmegin en Ólafur Valsson, landeigandinn að Hólum hefur sóst eftir því að svæðið þar verði einnig friðlýst sem fólksvangur, en málið strandar á Umhverfisstofnun. Ólafur sem hefur um árabil starfað við eftirlit og ráðgjöf með opinberum stofnunum erlendis segist hvergi hafa kynnst öðrum eins vinnubrögðum.

Sérstakt landssvæði

„Hólar í Öxnadal eru beint á móti Hrauni,“ útskýrir Ólafur. „Þetta er eitt landssvæði, Hraun í Öxnadal, hraundranginn og síðan allir hólarnir við Hraun. Þarna varð eitt stærsta berghlaup á Íslandi, sam­bærilegt við Vatnsdalshólana. Þarna hefur hrunið úr og fjallið fallið niður þar sem hraungöngin eru. 

Öll sú hlíð hefur farið þegar hraunið skreið fram og eins fjallið á móti, sem er okkar megin í hólunum. Þessi landslagsheild heitir mismunandi nöfnum sitthvorum megin við ána. Hólarnir í Hrauni eru kallaðir Hraunshraun og hinum megin eru það Hólahólar. Í náttúruminjaskrá er tekið fram að svæðið sé Hraunshraun og Hólahólar.

Fyrir nokkrum árum var hlutinn í Hrauni friðlýstur sem fólksvangur að ánni og svo stóð alltaf til að friðlýsa áfram, vegna þess að þarna er mjög merkileg jarðfræði. Þarna er gömul eldstöð, ein af þessum fjórum stóru gömlu eldstöðvum er þarna uppi í minninu á Hóladal, sem gengur upp af þessum hólum. Það er örugglega þess vegna sem þessar miklu jarðhræringar urðu til þess að þetta hrundi, því það er frekar gljúft berg þarna.“

Sáu fréttirnar fyrir tilviljun

Árið 2008 kom svo í ljós að Landsnet hafði í hyggju að leggja línu yfir jörðina. Línan, sem kallaðist Blöndulína 3, átti að liggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar og í gegnum dalinn endilangan, samhliða gamalli byggðarlínu. „Við höfðum reyndar aldrei fengið neina tilkynningu um að það stæði til að leggja þessa línu. Fyrir tilviljun sáum við fréttir af því að Skagfirðingar settu sig upp á móti þessu og þá fórum við að skoða þetta og sáum hvað var. Þá sáum við meðal annars að því væri haldið fram að línan færi ekki yfir svæði sem er á náttúruminjaskrá sem er rangt. Við skrifuðum langa greinargerð þar sem við mótmæltum línunni og bentum á að hún færi yfir svæði á náttúruminjaskrá en það var snúið út úr því af hálfu Landsnets.“

Ólafur segir að Umhverfisstofnun hafi gert mistök á þessum tímapunkti í málinu. Hún hefði átt að gera athugasemd við umhverfismatið á þeim forsendum að línan lægi yfir svæði á náttúruminjaskrá en henni hafi láðst að gera það. Hann bendir á að kortagrunnur af svæðinu sé vitlaus og það hafi kannski valdið þessum mistökum. „Það er fyrsta feilsporið, og eitt af því sem Landsnet nuddar núna framan í stofnunina – að hún hafi ekki gert athugasemdir þá og því sé undarlegt að hún geri það núna. Kannski er það að þvælast fyrir þeim.“

Landeigendur mótmæltu línunni

Fyrir er byggðalína sem fer um þetta svæði. Blöndulína 3 var hins vegar mun stærra mannvirki, 220 kw lína á stálgrindarmöstrum. Ráðgert var að línan lægi meðfram þjóðveginum og inn í dalinn, sem er mjög þröngur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
3
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.
Women in Power: “The Barriers are Breaking Down”
6
ÚttektKonur til valda

Women in Power: “The Barriers are Break­ing Down”

The Presi­dent, Prime Mini­ster, For­eign Mini­ster, Mini­ster of Justice, Mini­ster of Social Affairs and Hous­ing, Mini­ster of Indus­try, Mini­ster of Health, Spea­ker of Al­þingi, Parlia­ment­ary Ombudsm­an, Mayor of Reykja­vík, Bis­hop, Rector, Attorney Gener­al, Director of Pu­blic Prosecuti­ons, Nati­onal Comm­issi­oner of the Icelandic Police, Police Comm­issi­oner in the Capital Reg­i­on, Director of Health and Ombudsm­an for Children: In the Ye­ar of Women 2025, it became historic news that all these positi­ons are held by women.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár