Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Við eigum að verja landið“

Ólaf­ur Vals­son, fyrr­ver­andi eft­ir­lits­mað­ur hjá Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, reyn­ir að verja land í Öxna­dal fyr­ir um­deild­um raflín­um, en er gátt­að­ur á vinnu­brögð­um Um­hverf­is­stofn­un­ar. Land hans er hluti af stærra svæði sem er á nátt­úru­m­inja­skrá, en lít­ið geng­ur að fá það frið­lýst hjá stofn­un­inni sem hef­ur það hlut­verk.

„Við eigum að verja landið“
Gáttaður Ólafur hefur unnið sem eftirlitsaðili víða um heim en minnist þess ekki að hafa rekist á önnur eins vinnubrögð og hjá Umhverfisstofnun. Það sé engin sýn, engin stefna, engir verkferlar um hvernig skuli standa að friðlýsingarmálum.

Norður í Eyjafjarðarsýslu eru Hólahólar beint á móti Hraunshrauni í Öxnadal. Svæðið er hluti af landslagsheild sem hefur verið á náttúruminjaskrá frá 1978, þar sem þetta þykir „fjölbreytt og fagurt land með stöðuvötnum, stórum framhlaupum og sérkennilegum klettadröngum, svo sem Hraundrangur.“

Búið er að friðlýsa hluta svæðisins, það er að segja Hraunsmegin en Ólafur Valsson, landeigandinn að Hólum hefur sóst eftir því að svæðið þar verði einnig friðlýst sem fólksvangur, en málið strandar á Umhverfisstofnun. Ólafur sem hefur um árabil starfað við eftirlit og ráðgjöf með opinberum stofnunum erlendis segist hvergi hafa kynnst öðrum eins vinnubrögðum.

Sérstakt landssvæði

„Hólar í Öxnadal eru beint á móti Hrauni,“ útskýrir Ólafur. „Þetta er eitt landssvæði, Hraun í Öxnadal, hraundranginn og síðan allir hólarnir við Hraun. Þarna varð eitt stærsta berghlaup á Íslandi, sam­bærilegt við Vatnsdalshólana. Þarna hefur hrunið úr og fjallið fallið niður þar sem hraungöngin eru. 

Öll sú hlíð hefur farið þegar hraunið skreið fram og eins fjallið á móti, sem er okkar megin í hólunum. Þessi landslagsheild heitir mismunandi nöfnum sitthvorum megin við ána. Hólarnir í Hrauni eru kallaðir Hraunshraun og hinum megin eru það Hólahólar. Í náttúruminjaskrá er tekið fram að svæðið sé Hraunshraun og Hólahólar.

Fyrir nokkrum árum var hlutinn í Hrauni friðlýstur sem fólksvangur að ánni og svo stóð alltaf til að friðlýsa áfram, vegna þess að þarna er mjög merkileg jarðfræði. Þarna er gömul eldstöð, ein af þessum fjórum stóru gömlu eldstöðvum er þarna uppi í minninu á Hóladal, sem gengur upp af þessum hólum. Það er örugglega þess vegna sem þessar miklu jarðhræringar urðu til þess að þetta hrundi, því það er frekar gljúft berg þarna.“

Sáu fréttirnar fyrir tilviljun

Árið 2008 kom svo í ljós að Landsnet hafði í hyggju að leggja línu yfir jörðina. Línan, sem kallaðist Blöndulína 3, átti að liggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar og í gegnum dalinn endilangan, samhliða gamalli byggðarlínu. „Við höfðum reyndar aldrei fengið neina tilkynningu um að það stæði til að leggja þessa línu. Fyrir tilviljun sáum við fréttir af því að Skagfirðingar settu sig upp á móti þessu og þá fórum við að skoða þetta og sáum hvað var. Þá sáum við meðal annars að því væri haldið fram að línan færi ekki yfir svæði sem er á náttúruminjaskrá sem er rangt. Við skrifuðum langa greinargerð þar sem við mótmæltum línunni og bentum á að hún færi yfir svæði á náttúruminjaskrá en það var snúið út úr því af hálfu Landsnets.“

Ólafur segir að Umhverfisstofnun hafi gert mistök á þessum tímapunkti í málinu. Hún hefði átt að gera athugasemd við umhverfismatið á þeim forsendum að línan lægi yfir svæði á náttúruminjaskrá en henni hafi láðst að gera það. Hann bendir á að kortagrunnur af svæðinu sé vitlaus og það hafi kannski valdið þessum mistökum. „Það er fyrsta feilsporið, og eitt af því sem Landsnet nuddar núna framan í stofnunina – að hún hafi ekki gert athugasemdir þá og því sé undarlegt að hún geri það núna. Kannski er það að þvælast fyrir þeim.“

Landeigendur mótmæltu línunni

Fyrir er byggðalína sem fer um þetta svæði. Blöndulína 3 var hins vegar mun stærra mannvirki, 220 kw lína á stálgrindarmöstrum. Ráðgert var að línan lægi meðfram þjóðveginum og inn í dalinn, sem er mjög þröngur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár