Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Við eigum að verja landið“

Ólaf­ur Vals­son, fyrr­ver­andi eft­ir­lits­mað­ur hjá Eft­ir­lits­stofn­un EFTA, reyn­ir að verja land í Öxna­dal fyr­ir um­deild­um raflín­um, en er gátt­að­ur á vinnu­brögð­um Um­hverf­is­stofn­un­ar. Land hans er hluti af stærra svæði sem er á nátt­úru­m­inja­skrá, en lít­ið geng­ur að fá það frið­lýst hjá stofn­un­inni sem hef­ur það hlut­verk.

„Við eigum að verja landið“
Gáttaður Ólafur hefur unnið sem eftirlitsaðili víða um heim en minnist þess ekki að hafa rekist á önnur eins vinnubrögð og hjá Umhverfisstofnun. Það sé engin sýn, engin stefna, engir verkferlar um hvernig skuli standa að friðlýsingarmálum.

Norður í Eyjafjarðarsýslu eru Hólahólar beint á móti Hraunshrauni í Öxnadal. Svæðið er hluti af landslagsheild sem hefur verið á náttúruminjaskrá frá 1978, þar sem þetta þykir „fjölbreytt og fagurt land með stöðuvötnum, stórum framhlaupum og sérkennilegum klettadröngum, svo sem Hraundrangur.“

Búið er að friðlýsa hluta svæðisins, það er að segja Hraunsmegin en Ólafur Valsson, landeigandinn að Hólum hefur sóst eftir því að svæðið þar verði einnig friðlýst sem fólksvangur, en málið strandar á Umhverfisstofnun. Ólafur sem hefur um árabil starfað við eftirlit og ráðgjöf með opinberum stofnunum erlendis segist hvergi hafa kynnst öðrum eins vinnubrögðum.

Sérstakt landssvæði

„Hólar í Öxnadal eru beint á móti Hrauni,“ útskýrir Ólafur. „Þetta er eitt landssvæði, Hraun í Öxnadal, hraundranginn og síðan allir hólarnir við Hraun. Þarna varð eitt stærsta berghlaup á Íslandi, sam­bærilegt við Vatnsdalshólana. Þarna hefur hrunið úr og fjallið fallið niður þar sem hraungöngin eru. 

Öll sú hlíð hefur farið þegar hraunið skreið fram og eins fjallið á móti, sem er okkar megin í hólunum. Þessi landslagsheild heitir mismunandi nöfnum sitthvorum megin við ána. Hólarnir í Hrauni eru kallaðir Hraunshraun og hinum megin eru það Hólahólar. Í náttúruminjaskrá er tekið fram að svæðið sé Hraunshraun og Hólahólar.

Fyrir nokkrum árum var hlutinn í Hrauni friðlýstur sem fólksvangur að ánni og svo stóð alltaf til að friðlýsa áfram, vegna þess að þarna er mjög merkileg jarðfræði. Þarna er gömul eldstöð, ein af þessum fjórum stóru gömlu eldstöðvum er þarna uppi í minninu á Hóladal, sem gengur upp af þessum hólum. Það er örugglega þess vegna sem þessar miklu jarðhræringar urðu til þess að þetta hrundi, því það er frekar gljúft berg þarna.“

Sáu fréttirnar fyrir tilviljun

Árið 2008 kom svo í ljós að Landsnet hafði í hyggju að leggja línu yfir jörðina. Línan, sem kallaðist Blöndulína 3, átti að liggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar og í gegnum dalinn endilangan, samhliða gamalli byggðarlínu. „Við höfðum reyndar aldrei fengið neina tilkynningu um að það stæði til að leggja þessa línu. Fyrir tilviljun sáum við fréttir af því að Skagfirðingar settu sig upp á móti þessu og þá fórum við að skoða þetta og sáum hvað var. Þá sáum við meðal annars að því væri haldið fram að línan færi ekki yfir svæði sem er á náttúruminjaskrá sem er rangt. Við skrifuðum langa greinargerð þar sem við mótmæltum línunni og bentum á að hún færi yfir svæði á náttúruminjaskrá en það var snúið út úr því af hálfu Landsnets.“

Ólafur segir að Umhverfisstofnun hafi gert mistök á þessum tímapunkti í málinu. Hún hefði átt að gera athugasemd við umhverfismatið á þeim forsendum að línan lægi yfir svæði á náttúruminjaskrá en henni hafi láðst að gera það. Hann bendir á að kortagrunnur af svæðinu sé vitlaus og það hafi kannski valdið þessum mistökum. „Það er fyrsta feilsporið, og eitt af því sem Landsnet nuddar núna framan í stofnunina – að hún hafi ekki gert athugasemdir þá og því sé undarlegt að hún geri það núna. Kannski er það að þvælast fyrir þeim.“

Landeigendur mótmæltu línunni

Fyrir er byggðalína sem fer um þetta svæði. Blöndulína 3 var hins vegar mun stærra mannvirki, 220 kw lína á stálgrindarmöstrum. Ráðgert var að línan lægi meðfram þjóðveginum og inn í dalinn, sem er mjög þröngur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár