Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Veit ekkert um mál múslimans og hefur ekkert aðhafst: „Ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld“

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, ráð­herra vega­bréfa­eft­ir­lits- og lög­reglu­mála, hef­ur ekki ósk­að skýr­inga, afl­að sér upp­lýs­inga né grip­ið til neinna ráð­staf­ana vegna frétta af bresk­um rík­is­borg­ara sem var vís­að frá borði í Kefla­vík.

Veit ekkert um mál múslimans og hefur ekkert aðhafst: „Ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur ekki óskað skýringa né aðhafst með neinum hætti vegna frétta af breskum ríkisborgara sem var vísað frá borði í Keflavík þegar hann millilenti á Íslandi þann 16. febrúar á leið til Bandaríkjanna.

Maðurinn, sem er múslimi, var með lögmætt vegabréf og vegabréfaáritun en málið hefur vakið talsverða athygli bæði í Bretlandi og á Íslandi enda er enn í gildi lögbann á umdeilda forsetatilskipun Donalds Trump um að meina borgurum sjö múslimaríkja um ferðir til Bandaríkjanna. Maðurinn er velskur kennari og var á leið vestur um haf ásamt nemendum sínum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, óskaði eftir skýringum frá ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í svari sínu viðurkenndi Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra sem fer með málefni vegabréfseftirlits og lögreglunnar, að hún vissi ekkert um málið. 

„Ég hjó eftir þessum fréttum. Mér er hins vegar ekki kunnugt um hverju þetta sætir, þessi afgreiðsla, og hefði ég nú vitað af þessari fyrirspurn þá hefði ég nú kannski mögulega verið búin að grafast fyrir um það,“ sagði hún. „En dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist nein skýring á þessu og reyndar ekki verið óskað eftir því… mér sýnist nú að það sé ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld eins og þau eru en það er væntanlega verið að kanna þetta í einhverju mögulegu samstarfi við utanríkisráðuneytið en í öllu falli heyrir þetta undir bresk stjórnvöld og samskipti þeirra við bandaríska utanríkisráðuneytið í Bretlandi.“

Rósa Björk harmaði að helsti yfirmaður dómsmála á Íslandi vissi ekkert um málið og benti á að lögregla og vegabréfaeftirilitið á Íslandi hefðu komið að málinu og heyrðu undir ráðherra.

Sigríður sagði: „Eins og fram kemur er þetta nýskeð og ég verð bara að viðurkenna það að þetta mál hefur ekkert komið inn á borð dómsmálaráðuneytisins. Ég hef engar upplýsingar um þetta og íslensk stjórnvöld hafa engar upplýsingar um þessa ákörðun Bandaríkjamanna gagnvart þessum breska ríkisborgara. Ég vona að háttvirtur þingmaður virði mér það til vorkunnar að þetta er ekki beint eins og málið liggur á sviði ráðuneytisins, a.m.k. enn sem komið er.“ Þá bætti hún því við að sér þætti eðlilegt að ráðuneytið skoðaði þessi mál og það myndi ekki standa á sér að upplýsa um „tilvik sem þessi ef þau gerast tíðari á íslenskri grundu“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár