Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Veit ekkert um mál múslimans og hefur ekkert aðhafst: „Ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld“

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen, ráð­herra vega­bréfa­eft­ir­lits- og lög­reglu­mála, hef­ur ekki ósk­að skýr­inga, afl­að sér upp­lýs­inga né grip­ið til neinna ráð­staf­ana vegna frétta af bresk­um rík­is­borg­ara sem var vís­að frá borði í Kefla­vík.

Veit ekkert um mál múslimans og hefur ekkert aðhafst: „Ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur ekki óskað skýringa né aðhafst með neinum hætti vegna frétta af breskum ríkisborgara sem var vísað frá borði í Keflavík þegar hann millilenti á Íslandi þann 16. febrúar á leið til Bandaríkjanna.

Maðurinn, sem er múslimi, var með lögmætt vegabréf og vegabréfaáritun en málið hefur vakið talsverða athygli bæði í Bretlandi og á Íslandi enda er enn í gildi lögbann á umdeilda forsetatilskipun Donalds Trump um að meina borgurum sjö múslimaríkja um ferðir til Bandaríkjanna. Maðurinn er velskur kennari og var á leið vestur um haf ásamt nemendum sínum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, óskaði eftir skýringum frá ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í svari sínu viðurkenndi Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra sem fer með málefni vegabréfseftirlits og lögreglunnar, að hún vissi ekkert um málið. 

„Ég hjó eftir þessum fréttum. Mér er hins vegar ekki kunnugt um hverju þetta sætir, þessi afgreiðsla, og hefði ég nú vitað af þessari fyrirspurn þá hefði ég nú kannski mögulega verið búin að grafast fyrir um það,“ sagði hún. „En dómsmálaráðuneytinu hefur ekki borist nein skýring á þessu og reyndar ekki verið óskað eftir því… mér sýnist nú að það sé ekki endilega víst að þetta mál heyri undir íslensk stjórnvöld eins og þau eru en það er væntanlega verið að kanna þetta í einhverju mögulegu samstarfi við utanríkisráðuneytið en í öllu falli heyrir þetta undir bresk stjórnvöld og samskipti þeirra við bandaríska utanríkisráðuneytið í Bretlandi.“

Rósa Björk harmaði að helsti yfirmaður dómsmála á Íslandi vissi ekkert um málið og benti á að lögregla og vegabréfaeftirilitið á Íslandi hefðu komið að málinu og heyrðu undir ráðherra.

Sigríður sagði: „Eins og fram kemur er þetta nýskeð og ég verð bara að viðurkenna það að þetta mál hefur ekkert komið inn á borð dómsmálaráðuneytisins. Ég hef engar upplýsingar um þetta og íslensk stjórnvöld hafa engar upplýsingar um þessa ákörðun Bandaríkjamanna gagnvart þessum breska ríkisborgara. Ég vona að háttvirtur þingmaður virði mér það til vorkunnar að þetta er ekki beint eins og málið liggur á sviði ráðuneytisins, a.m.k. enn sem komið er.“ Þá bætti hún því við að sér þætti eðlilegt að ráðuneytið skoðaði þessi mál og það myndi ekki standa á sér að upplýsa um „tilvik sem þessi ef þau gerast tíðari á íslenskri grundu“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár