Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Vændi er ekki atvinnugrein“

Gunn­ar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráð­herra, leggst gegn til­lögu Am­nesty In­ternati­onal um að af­glæpa­væða vændi.

„Vændi er ekki atvinnugrein“

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur tekið afstöðu gegn tillögu sem liggur fyrir á alþjóðaþingi mannréttindasamtakanna Amnesty International. Alþjóðaþingið fer fram nú um helgina og þar verður til umræðu hvort eigi að afglæpavæða vændi, kaup, sölu, milligöngu um vændi og rekstur vændishúsa. 

Gunnar Bragi tjáir sig um málið á Facebook síðu sinni í dag. Þar segist hann vera hugsi yfir tillögunni. Sú leið sem lögð er til sé farin í Hollandi og Þýskalandi „þar sem vændisiðnaðurinn blómstar og mansal er áfram vandamál,“ segir hann og spyr: „Er það slíkt sem heimsbyggðin þarfnast?“
Þá segir hann að sænska leiðin, sem farin er hér á landi, að gera sölu á vændi löglega en kaup og milligöngu um vændissölu ólöglega, sé ekki gallalaus. „En forsendurnar eru skýrar, að banna vændiskaup en ekki að refsa þeim sem neyðast til að stunda vændi. Vændi er ekki atvinnugrein og á ekki að fá að þrífast sem slík. 

Mér finnst hryggilegt til þess að hugsa að á sama tíma og við hvetjum karla um allan heim til að leggja sitt af mörkum til ‪#‎heforshe‬ og koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og tryggja kynjajafnrétti þá skulu ein stærstu og virtustu mannréttindasamtök heims leggja þessar tillögur fram.“

Áður hafði stjórn Vinstri grænna skorað á Íslandsdeild Amnesty International að beita sér gegn samþykkt tillögunnar á þeim forsendum að norræna leiðin sé þekkt um allan heim sem sú árangursríkasta og réttlátasta í baráttunni gegn vændi og mansali. „Jafn­rétt­is­nefnd Evr­ópuþings­ins hef­ur mælst til þess að aðild­ar­lönd­in fari þessa leið eft­ir að hafa gert út­tekt á ólík­um leiðum.“

Í yfirlýsingu þeirra var bent á að lög um bann við kaupum á vændi voru samþykkt árið 2009 af fulltrúum allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins. „Lög um bann við kaup­um á vændi voru samþykkt árið 2009 af full­trú­um allra flokka á Alþingi utan eins. Laga­setn­ing­in var póli­tísk yf­ir­lýs­ing gegn kaup­um á lík­ama fólks í kyn­ferðis­leg­um til­gangi, til að draga úr eft­ir­spurn og til að tryggja rétt­ar­stöðu og þjón­ustu við vænd­is­fólk. Kann­an­ir hafa sýnt að meiri­hluti lands­manna, karla og kvenna og fólks úr öll­um flokk­um er hlynnt þeirri leið sem þar var far­in.“

Stundin birti í gær bréf frá íslenskri konu sem var í vændi og lýsti þeirri reynslu um leið og hún biðlaði til Íslandsdeildarinnar að andmæla tillögunni. 

 

Ég er hugsi yfir tillögu sem liggur fyrir alþjóðaþingi mannréttindasamtakanna Amnesty International sem fram fer í...

Posted by Gunnar Bragi Sveinsson on Saturday, August 8, 2015
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár