Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sviptur atvinnuleyfi og læknisþjónustu og sagður hafa beðið um að vera fluttur úr landi

Al­bönsk fjöl­skylda, sem flutt var með lög­reglu­fylgd af heim­ili sínu í nótt og send úr landi, bað sjálf um að vera flutt burt, sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu Út­lend­inga­stofn­un­ar. Hins veg­ar hafði fjöl­skyld­unni þeg­ar ver­ið til­kynnt um að hún yrði flutt úr landi. Fjöl­skyldufað­ir­inn hafði ver­ið svipt­ur at­vinnu­leyfi og gert að greiða há­marks­kostn­að fyr­ir lækn­is­hjálp fyr­ir lang­veik­an son, að sögn fjöl­skyldu­vin­ar.

Sviptur atvinnuleyfi og læknisþjónustu og sagður hafa beðið um að vera fluttur úr landi
Fjölskyldan flutt úr landi í nótt Lögreglumenn komu á rútu og sóttu fjölskylduna um klukkan eitt í nótt. Mynd: Kristinn Magnússon

Útlendingastofnun lýsir því yfir í dag að albönsku fjölskyldurnar, sem fluttar voru úr landi í gær með langveik börn, hafi sjálfar óskað eftir brottflutningnum. Hermann Ragnarsson, vinnuveitandi og félagi annars fjölskylduföðurins, segir að yfirlýsing stofnunarinnar gefi einfaldaða og villandi mynd af raunveruleikanum. 

Í nótt var Kastrijot Pepoj og fjölskylda hans sótt á heimili þeirra í Barmahlíð og flutt í lögreglufylgd í Leifsstöð. Þau höfðu flutt til Íslands vegna þess að Kastrijot varð fyrir skotárás og vegna veikinda þriggja ára sonar þeirra, Kevi, sem glímir við slímseigjusjúkdóm. Ósk þeirra var að verða fullgildir borgarar á Íslandi og fá læknisaðstoð fyrir Kevi.

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal Innanríkisráðherra er farinn úr landi. Ekki hefur náðst samband við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Þótt Útlendingastofnun segi að fjölskyldan hafi sjálf beðið um að vera flutt úr landi segir það aðeins hluta af sögunni. Fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri stöðu að Útlendingastofnun var búin að tilkynna um brottvísun hennar úr landi og Kastrijot hafði verið sviptur atvinnuleyfi.

Hermann, sem hjálpaði fjölskyldunni að koma undir sig fótunum á Íslandi og reyndi að sannfæra Útlendingastofnun um að leyfa Kastrijot að starfa áfram hjá honum, segir að yfirlýsing Útlendingastofnunar sé villandi. Kastrijot hafði atvinnu- og dvalarleyfi til 15. nóvember síðastliðins.

Fjölskyldan bíður lögreglu
Fjölskyldan bíður lögreglu „Ég er búin að gráta í þrjá daga,“ sagði Xhulia í nótt þar sem hún beið lögreglunnar.

„Þau hefðu ekki neitt leyfi til að vinna eða neitt. Hann var búinn að missa atvinnuleyfið og fékk því ekki framlengt. Ég gat ekkert haft hann í vinnu, þótt ég vildi það og þótt ég hefði talað við Útlendingastofnun. Ég gat ekki skilað staðgreiðslunni af honum, því kennitalan var orðin óvirk. Hann var neyddur til að fara úr landi.“

Yfirlýsing Útlendingastofnunar
Yfirlýsing Útlendingastofnunar Mbl.is birti yfirlýsingu Útlendingastofnunar fyrr í dag.

Útlendingastofnun útskýrir í yfirlýsingu sinni hvers vegna fjölskyldunni, og annarri albanskri fjölskyldu í sambærilegri aðstöðu, hefði verið synjað um hæli. „Til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd og eiga rétt á hæli að lögum og samkvæmt alþjóðasáttmálum þarf fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úrræðum í heimalandi sínu. Þetta leiðir bæði af Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum sem sett eru á grundvelli hans. Efnahagslegar aðstæður fela ekki í sér aðsteðjandi hættu, um það eru alþjóðasáttmálar og lög skýr. Því geta slíkar aðstæður ekki verið grundvöllur verndar.“

Ekki tókst að ná sambandi við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í dag eða í gærkvöldi, eða aðstoðarmann hennar, eða upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins. 

Lýsingu á brottflutningi fjölskyldunnar má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár