Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sviptur atvinnuleyfi og læknisþjónustu og sagður hafa beðið um að vera fluttur úr landi

Al­bönsk fjöl­skylda, sem flutt var með lög­reglu­fylgd af heim­ili sínu í nótt og send úr landi, bað sjálf um að vera flutt burt, sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu Út­lend­inga­stofn­un­ar. Hins veg­ar hafði fjöl­skyld­unni þeg­ar ver­ið til­kynnt um að hún yrði flutt úr landi. Fjöl­skyldufað­ir­inn hafði ver­ið svipt­ur at­vinnu­leyfi og gert að greiða há­marks­kostn­að fyr­ir lækn­is­hjálp fyr­ir lang­veik­an son, að sögn fjöl­skyldu­vin­ar.

Sviptur atvinnuleyfi og læknisþjónustu og sagður hafa beðið um að vera fluttur úr landi
Fjölskyldan flutt úr landi í nótt Lögreglumenn komu á rútu og sóttu fjölskylduna um klukkan eitt í nótt. Mynd: Kristinn Magnússon

Útlendingastofnun lýsir því yfir í dag að albönsku fjölskyldurnar, sem fluttar voru úr landi í gær með langveik börn, hafi sjálfar óskað eftir brottflutningnum. Hermann Ragnarsson, vinnuveitandi og félagi annars fjölskylduföðurins, segir að yfirlýsing stofnunarinnar gefi einfaldaða og villandi mynd af raunveruleikanum. 

Í nótt var Kastrijot Pepoj og fjölskylda hans sótt á heimili þeirra í Barmahlíð og flutt í lögreglufylgd í Leifsstöð. Þau höfðu flutt til Íslands vegna þess að Kastrijot varð fyrir skotárás og vegna veikinda þriggja ára sonar þeirra, Kevi, sem glímir við slímseigjusjúkdóm. Ósk þeirra var að verða fullgildir borgarar á Íslandi og fá læknisaðstoð fyrir Kevi.

Ólöf Nordal
Ólöf Nordal Innanríkisráðherra er farinn úr landi. Ekki hefur náðst samband við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins.

Þótt Útlendingastofnun segi að fjölskyldan hafi sjálf beðið um að vera flutt úr landi segir það aðeins hluta af sögunni. Fjölskyldan stóð frammi fyrir þeirri stöðu að Útlendingastofnun var búin að tilkynna um brottvísun hennar úr landi og Kastrijot hafði verið sviptur atvinnuleyfi.

Hermann, sem hjálpaði fjölskyldunni að koma undir sig fótunum á Íslandi og reyndi að sannfæra Útlendingastofnun um að leyfa Kastrijot að starfa áfram hjá honum, segir að yfirlýsing Útlendingastofnunar sé villandi. Kastrijot hafði atvinnu- og dvalarleyfi til 15. nóvember síðastliðins.

Fjölskyldan bíður lögreglu
Fjölskyldan bíður lögreglu „Ég er búin að gráta í þrjá daga,“ sagði Xhulia í nótt þar sem hún beið lögreglunnar.

„Þau hefðu ekki neitt leyfi til að vinna eða neitt. Hann var búinn að missa atvinnuleyfið og fékk því ekki framlengt. Ég gat ekkert haft hann í vinnu, þótt ég vildi það og þótt ég hefði talað við Útlendingastofnun. Ég gat ekki skilað staðgreiðslunni af honum, því kennitalan var orðin óvirk. Hann var neyddur til að fara úr landi.“

Yfirlýsing Útlendingastofnunar
Yfirlýsing Útlendingastofnunar Mbl.is birti yfirlýsingu Útlendingastofnunar fyrr í dag.

Útlendingastofnun útskýrir í yfirlýsingu sinni hvers vegna fjölskyldunni, og annarri albanskri fjölskyldu í sambærilegri aðstöðu, hefði verið synjað um hæli. „Til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd og eiga rétt á hæli að lögum og samkvæmt alþjóðasáttmálum þarf fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úrræðum í heimalandi sínu. Þetta leiðir bæði af Flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum sem sett eru á grundvelli hans. Efnahagslegar aðstæður fela ekki í sér aðsteðjandi hættu, um það eru alþjóðasáttmálar og lög skýr. Því geta slíkar aðstæður ekki verið grundvöllur verndar.“

Ekki tókst að ná sambandi við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í dag eða í gærkvöldi, eða aðstoðarmann hennar, eða upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins. 

Lýsingu á brottflutningi fjölskyldunnar má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár