Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Útgáfufélagið var skráð á barnsmóðurina - „Ógurlega fegin að vera laus undan þessu“

Krist­ín Þor­steins­dótt­ir, barn­s­móð­ir Ámunda Ámunda­son­ar, hef­ur ver­ið eini eig­andi Fót­spors um ára­bil. Greint var frá því um helg­ina að Vefpress­an í eigu Björns Inga Hrafns­son­ar hefði keypt út­gáfu­rétt­inn á öll­um tólf blöð­um sem gef­in eru út af Fót­spori.

Útgáfufélagið var skráð á barnsmóðurina - „Ógurlega fegin að vera laus undan þessu“
Björn Ingi Hrafnsson er helsti eigandi Vefpressunnar sem keypt hefur útgáfuréttindi á öllum tólf blöðum Fótspors.

Blaðaútgáfan Fótspor, sem gaf út 12 blöð um allt land þar til henni var lokað um helgina, hefur verið skráð sem eign barnsmóður útgáfandans frá upphafi. 

Fram hefur komið að Ámundi Ámundason útgefandi hafi selt Vefpressunni og Birni Inga Hrafnssyni útgáfuréttinn á blöðunum tólf og sagt upp ritstjórum þeirra. Ritstjórarnir fengu vikuuppsagnarfrest, þar sem þeir voru verktakar.

Ámundi hefur verið skráður eigandi 100 prósent hlutafjár á vef Fjölmiðlanefndar, en eignarhaldið hefur hins vegar verið í höndum Kristínar Ástríðar Þorsteinsdóttur, bókara hjá vinnuvélasölunni Vélafli.

Ámundi ekki skráður eigandi

Samkvæmt ársreikningi ársins 2014 er eini eigandi félagsins Fótspor ehf., útgáfufélagi blaða svo sem Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað, Kristín Ástríður Þorsteinsdóttir, en ekki Ámundi Ámundason. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum keypti Vefpressan útgáfuréttindi á öllum tólf blöðum sem félagið hefur gefið út. Kristín starfar sem bókari hjá Vélafli og er barnsmóðir Ámunda.  Hún hefur verið eini eigandi félagsins frá í það minnsta árinu 2003 en frá því ári er elsti aðgengilegi ársreikningur félagsins.

Samkvæmt heimasíðu Fótspors hóf fyrirtækið blaðaútgáfu á haustmánuðum 2008 og hefur Kristín því verið eini eigandi félagsins allan þann tíma sem fyrirtækið hefur stundað útgáfu. Í samtali við Stundina segist Kristín hafa selt félagið nýverið og sé fegin að vera laus við blöðin.

Skráður eigandi skömmu fyrir söluna

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár