Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Útgáfufélagið var skráð á barnsmóðurina - „Ógurlega fegin að vera laus undan þessu“

Krist­ín Þor­steins­dótt­ir, barn­s­móð­ir Ámunda Ámunda­son­ar, hef­ur ver­ið eini eig­andi Fót­spors um ára­bil. Greint var frá því um helg­ina að Vefpress­an í eigu Björns Inga Hrafns­son­ar hefði keypt út­gáfu­rétt­inn á öll­um tólf blöð­um sem gef­in eru út af Fót­spori.

Útgáfufélagið var skráð á barnsmóðurina - „Ógurlega fegin að vera laus undan þessu“
Björn Ingi Hrafnsson er helsti eigandi Vefpressunnar sem keypt hefur útgáfuréttindi á öllum tólf blöðum Fótspors.

Blaðaútgáfan Fótspor, sem gaf út 12 blöð um allt land þar til henni var lokað um helgina, hefur verið skráð sem eign barnsmóður útgáfandans frá upphafi. 

Fram hefur komið að Ámundi Ámundason útgefandi hafi selt Vefpressunni og Birni Inga Hrafnssyni útgáfuréttinn á blöðunum tólf og sagt upp ritstjórum þeirra. Ritstjórarnir fengu vikuuppsagnarfrest, þar sem þeir voru verktakar.

Ámundi hefur verið skráður eigandi 100 prósent hlutafjár á vef Fjölmiðlanefndar, en eignarhaldið hefur hins vegar verið í höndum Kristínar Ástríðar Þorsteinsdóttur, bókara hjá vinnuvélasölunni Vélafli.

Ámundi ekki skráður eigandi

Samkvæmt ársreikningi ársins 2014 er eini eigandi félagsins Fótspor ehf., útgáfufélagi blaða svo sem Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað, Kristín Ástríður Þorsteinsdóttir, en ekki Ámundi Ámundason. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum keypti Vefpressan útgáfuréttindi á öllum tólf blöðum sem félagið hefur gefið út. Kristín starfar sem bókari hjá Vélafli og er barnsmóðir Ámunda.  Hún hefur verið eini eigandi félagsins frá í það minnsta árinu 2003 en frá því ári er elsti aðgengilegi ársreikningur félagsins.

Samkvæmt heimasíðu Fótspors hóf fyrirtækið blaðaútgáfu á haustmánuðum 2008 og hefur Kristín því verið eini eigandi félagsins allan þann tíma sem fyrirtækið hefur stundað útgáfu. Í samtali við Stundina segist Kristín hafa selt félagið nýverið og sé fegin að vera laus við blöðin.

Skráður eigandi skömmu fyrir söluna

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár