Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Icelandair flytur störf til Tékklands

Hag­stæð­ara fyr­ir Icelanda­ir að not­ast við starfs­menn í Tékklandi en á Ís­landi.

Icelandair flytur störf til Tékklands

Um mánaðarmótin fá níu starfsmenn Icelandair Ground Services uppsagnarbréf. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum um mánaðarmótin. Icelandair Ground Services er dótturfélag Icelandair en móðurfélagið hyggst hagræða og flytja störf úr landi, nánar tiltekið til Tékklands. Störfin sem um ræðir tengjast svokölluðu hleðslueftirliti eða „Load Control“ en þeir starfsmenn gefa út hleðslufyrirmæli til hlaðdeildar sem síðan sér um að hlaða flugvélarnar. Þetta staðfestir Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri IGS, í samtali við Stundina en hann segir að öllum þeim níu starfsmönnum sem sagt verður upp um mánaðarmótin verði boðin önnur vinna innan fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þó aðeins um sumarvinnu að ræða og því alls óvíst hvort starfsmennirnir haldi störfum sínum eftir háannatímann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár