Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framsóknarmenn náðu ekki að klára „heiðarlegan fund“

Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins fund­aði um mál for­manns flokks­ins, sem leyndi hags­mun­um, var stað­inn var að ósann­ind­um í við­tali, gekk út úr því og reyndi að stöðva birt­ingu þess. For­seti Ís­lands er á leið­inni til lands­ins. Fjár­mála­ráð­herra missti af flugi frá Flórída.

Framsóknarmenn náðu ekki að klára „heiðarlegan fund“
Sigmundur Davíð kemur af fundi Stjórnarandstaðan hefur farið fram á afsögn forsætisráðherra. Hann hefur lýst því yfir að hann voni að stjórnarandstaðan guggni ekki á að lýsa vantrausti á sig. Mynd: Kristinn Magnússon

„Við áttum heiðarlegan fund en náðum ekki að klára hann,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fund þingflokks Framsóknarflokksins sem staðið hefur verið yfir í morgun, þar sem rætt var mál formanns flokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Sigmundur sagði ósatt um aðkomu sína í aflandsfélagi í viðtali sem sýnt var í heimildarmynd á RÚV í gær. Hann gekk í kjölfarið út úr viðtalinu og sagði það vera „fyrir neðan allar hellur“. Í kjölfarið reyndi hann að stöðva birtingu þess.

Náðu ekki að klára fund
Náðu ekki að klára fund Sigurður Ingi Jóhannsson sagði að þingflokkur Framsóknarflokksins myndi halda áfram að funda eftir hádegi.

„Við munum halda áfram á eftir,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvað var rætt á fundinum segir Sigurður Ingi: „Ég held að það liggi ljóst fyrir“.

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, sagði eftir fundinn að Sigmundur myndi ekki ræða við fjölmiðla fyrr en eftir þingfund í dag. Hins vegar fór Sigmundur í viðtal við Stöð tvö nokkrum mínútum síðar. 

Sigmundur Davíð boðar að hann muni svara fyrir sig á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum sem hefjast klukkan 15. 

Bjarna seinkar á leið frá Flórída

Forseti Íslands er á leiðinni til landsins úr ferðalagi erlendis, þar sem hann dvaldi á ótilgreindum stað í einkaerindum. Forseti hefur það hlutverk samkvæmt stjórnarskrá að setja saman ríkisstjórn.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra missti af flugi á leiðinni frá Flórída þar sem hann á orlofshús.

Stjórnarandstaðan hefur í morgun átt viðtöl við fjölmiðla í húsnæði Alþingis. Klukkan 12 hefst fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis vegna vanhæfis forsætisráðherra. 

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir Þingmaður Pírata í viðtali við fjölmiðla í morgun.

Svaraði fyrir sig fyrir fram

Á sama tíma hefur þingflokkur Framsóknarflokksins fundað með formanni sínum vegna viðtalsins. Sigmundur skráði ekki hagsmuni sína eins og honum bar í hagsmunaskráningu Alþingis. Félag Sigmundar og eiginkonu hans gerði kröfu upp á hálfan milljarð króna í slitabú bankana, en hann seldi eiginkonu sinni sinn hlut í félaginu daginn áður en ný lög um aflandsfélög tóku gildi.

Sigmundur hefur ekki rætt við fjölmiðla frá því viðtal hans við sænskan blaðamann og Jóhannes Kr. Kristjánsson var birt í gærkvöldi. Hann svaraði hins vegar fyrir sig fyrirfram í bloggfærslu í gær, þar sem hann gagnrýndi Ríkisútvarpið harðlega, gagnrýndi fortíð pistlahöfundar, gagnrýndi tímasetningu þáttarins, sagði Stundina okkar hafa verið gerða að „pólitískum áróðursþætti“ og sagði að „dreifing óhróðurs“ um hann væri „grundvöllur að nýrri útrás“.

Fjallað hefur verið um aflandsfélag forsætisráðherra um allan heim í dag og gærkvöldi.

Þingfundur hefst klukkan 15 í dag og hefur verið boðað til mótmæla klukkan 17. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár