Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Blaðamenn Morgunblaðsins hvattir til að veita yfirmanni sínum meðmæli: „Í hæsta máta óeðlilegt“

Guð­jón Idir, fram­kvæmda­stjóri In­ternati­onal Modern Media Institu­te, tel­ur að blaða­menn Morg­un­blaðs­ins séu sett­ir í an­kanna­lega stöðu þeg­ar með­mæl­endal­ist­um fyr­ir yf­ir­mann þeirra er ot­að að þeim.

Blaðamenn Morgunblaðsins hvattir til að veita yfirmanni sínum meðmæli: „Í hæsta máta óeðlilegt“

Starfsmönnum Morgunblaðsins hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er bent á að í móttöku Morgunblaðshússins liggi undirskriftalisti vegna forsetaframboðs Davíðs Oddssonar. Þetta hefur Stundin eftir öruggum heimildum innan af blaðinu, en Vísir greinir jafnframt frá því í dag að Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og blaðamaður á Morgunblaðinu, hafi gengið á milli fólks í Hádegismóum og safnað undirskriftum fyrir Davíð. 

Davíð er ritstjóri Morgunblaðsins og því yfirmaður blaðamanna sem fengu póstinn. Guðjón Idir, framkvæmdastjóri International Modern Media Institute, telur að blaðamenn á Morgunblaðinu séu settir í óeðlilega stöðu með því að undirskriftalistum sé otað að þeim. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur ekki áhyggjur af því. Illugi Jökulsson, gamalreyndur fjölmiðlamaður, fer hins vegar hörðum orðum um vinnubrögðin á Facebook. „Þetta er svo ruddalegt ofbeldi að ég myndi aðeins trúa einum manni á Íslandi til að standa fyrir því,“ skrifar hann. 

Davíð Oddsson er í sumarleyfi frá Morgunblaðinu og hefur lýst því yfir að ef hann nái ekki kjöri sem forseti muni hann snúa umsvifalaust aftur til fyrri starfa í Hádegismóum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár