Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Undirskriftasöfnun til höfuðs umhverfisráðherra

Drög að breytingum á starfsreglum verkefnastjórnar rammaáætlunar eru til meðferðar í umhverfisráðuneytinu. Nú hefur Landvernd hafið undirskriftasöfnun til að skora á umhverfisráðherra, Sigrúnu Magnúsdóttur, að staðfesta ekki fyrirhugaðar breytingar. Að mati Landverndar fela þær í sér að verulega verður dregið úr faglegu sjálfstæði verkefnastjórnarinnar með þeim afleiðingum að hægt sé að opna á endurupptöku virkjanahugmynda á svæðum sem Alþingi hefur þegar ákveðið að friða gagnvart orkunýtingu án þess að verkefnisstjórnin geti lagt faglegt mat á réttmæti endurupptökunnar. 

„Þarna er verið að taka af verkefnastjórninni og faghópum hennar þetta faglega mat á því hvort tilefni sé til að endurmeta virkjanaframkvæmdir á svæðum sem þegar eru komin í verndarflokk. Það þýðir að þá verður nóg fyrir orkufyrirtæki að gera lítilsháttar breytingar á virkjanahugmyndum á svæðum sem féllu í verndarflokk til að verkefnastjórnni beri að taka málið aftur upp,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, í samtali við Stundina.

Hann lítur svo á að málið hafi komið til með óeðlilegum hætti. „Aðdragandi breytingatillagnanna er verulega ámælisverður. Samkvæmt gögnum úr umhverfisráðuneyti og atvinnuvegaráðuneyti átti orkufyrirtækið Landsvirkjun frumkvæði að breytingunum, tók virkan þátt í undirbúningi tillagnanna og hafði afgerandi áhrif á niðurstöðuna. Hvorki öðrum orkufyrirtækjum, náttúruverndarhreyfingunni, ferðaþjónustunni, útivistarhópum eða öðrum sem hagsmuna eiga að gæta var hleypt að þessu ferli,“ segir í kynningu á undirskriftasöfnuninni.

Hægt er skrifa undir áskorunina á heimasíðu Landverndar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár