Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Umboðsmaður vísar kvörtunum Einars vegna rektorskjörs frá

Tel­ur rektor ekki van­hæf­an til að fjalla um rektors­kjör í há­skóla­ráði og seg­ir ráð­inu ekki skylt að greiða ferða­kostn­að vegna kynn­ing­ar á fram­boði Ein­ars sem býr er­lend­is.

Umboðsmaður vísar kvörtunum Einars vegna rektorskjörs frá

Umboðsmaður Alþingis sendi Einari Steingrímssyni og háskólaráði bréf á föstudag þar sem kvörtunum Einars vegna rektorskjör í Háskóla Íslands var vísað frá. Einar er einn þriggja aðila í framboði til rektors, ásamt Jóni Atla Benediktssyni, aðstoðarmanni rektors og Guðrúnu Nordal.

Kvörtun Einars til Umboðsmanns Alþingis var þríþætt. Í fyrsta lagi taldi hann að Kristín Ingólfsdóttir rektor væri vanhæf til að fjalla um mál tengd rektorskjöri í háskólaráði, auk þess sem hann taldi þá ákvörðun háskólaráðs að kynna ekki rektorsframbjóðendur ekki standast góða stjórnsýsluhætti. Í þriðja lagi kvartaði hann undan því að tilteknir tölvupóstar frá honum til rektors og háskólaráðs hefðu ekki verið áframsendir á alla í ráðinu.

Kristín Ingólfsdóttir
Kristín Ingólfsdóttir Einar kvartaði til Umboðsmanns Alþingis, meðal annars vegna þess að hann taldi rektor vanhæfan á þeim forsendum að han nværi yfirmaður Jóns Atla, hefði skipað hann aðstoðarrektor og hefði hagsmuna að gæta, vegna ímyndar sinnar og orðspors. Umboðsmaður komst að annarri niðurstöðu.

Rektor ekki vanhæfur

Hvað varðar meint vanhæfi rektors sagðist Einar, í bréfi til Umboðsmanns Alþingis, ekki líta svo að um venjulegt samband yfirmanns og undirmanns væri að ræða, heldur sé aðstoðarrektor einn nánasti samstarfsmaður rektors til sex ára, valinn af henni sjálfri. Til að verja ímynd sína og orðspor sé sennilegt að hún álíti þann mann æskilegastan sem arftaka sinn sem hefur um langt árabil starfað undir hennar handleiðslu. Haldi hún prófessorstarfi sínu við skólann verði hún undirmaður nýs rektors og þar af leiðandi geti það snert hennar hagsmuni að nýr rektor sé henni sammála um áherslur í starfi Háskólans.

Í svari sínu bendir Umboðsmaður á að fjallað er um hæfi starfsmanna í stjórnsýslulögum. Í athugasemdum við lögin segir að starfsmaður verði ekki vanhæfur í málum er fjalla um samstarfsmenn hans, eða undirmenn. Hins vegar geti hann orðið vanhæfur hafi hann verulega hagsmuni af úrlausn málsins, svo sem ágóða, tap eða óhagræði. Eins verði að meta hvort vensl, mjög náin vinátta eða fjandskapur sé þess eðlis að það geti haft áhrif á úrlausn málsins. „Það eitt að rektor og aðstoðarrektor séu nánir samstarfsmenn og að sá fyrrnefndi hafi ráðið hinn síðarnefnda í það starf leiðir ekki til þess að rektor sé vanhæfur,“ segir í úrskurði Umboðsmanns Alþingis.

Áður hafði Umboðsmaður óskað eftir svari háskólaráðs, sem taldi rektor ekki vanhæfan í málinu. Umboðsmaður Alþingis komst að sömu niðurstöðu og háskólaráð. „Eftir að hafa kynnt mér gögn málsins og að virtum þeim lagagrundvelli sem gildir um hæfi starfsmanna eða nefndarmanna til meðferðar máls sem reifaðar eru hér að framan tel ég mig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við það mat háskólaráðs að rektor hafi ekki verið vanhæf til meðferðar afgreiðslu háskólaráðs á erindum yðar í tilefni framboðs yðar til rektors Háskóla Íslands eða annarra þátta málsins vegna undirbúnings ráðsins fyrir væntanlegt rektorskjör,“ segir í bréfinu.

Guðrún Nordal
Guðrún Nordal Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og prófessor við Íslensku- og menningardeild HÍ.
Jón Atli
Jón Atli Aðstoðarrektor vísinda og kennslu og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands.

Háskólaráði ber ekki að greiða ferðakostnað

Einar starfar sem prófessor við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotland og býr þar. Í bréfi Umboðsmans kemur fram að Einar hafi spurt háskólaráð hvort það hygðist beita sér fyrir kynningu á umsækjendum, hvort það myndi beita sér fyrir því að reynt yrði að tímasetja vissa atburði þannig að flestir gætu komist á þá án þess að þurfa að koma oft til landsins og hvort háskólaráð hygðist greiða kostnað af ferðum yðar til landsins í þessum tilgangi.

Svar háskólaráðs hafi verið skýrt: „Hver og einn sem lýst hefur yfir framboði til rektors ber ábyrgð á því, þ.m.t. kynningu á framboði sínu og stefnumálum, ferðum því samfara og kostnaði sem af framboðinu hlýst.“

Eins og fyrr segir taldi Einar það ekki samræmast góðum stjórnsýsluháttum að háskólaráð stæði ekki að kynningu frambjóðenda fyrir kjósendum. Þá vildi hann álit Umboðsmanns Alþingis á því hvort háskólaráði bæri að greiða ferðakostnað umsækjenda.

Í svari Umboðsmanns Alþingis segir að hann fái ekki séð í lögum eða reglum að fjallað sé um rétt umsækjenda eða skyldu háskólaráðs til að standa að kynningu umsækjenda með ákveðnum hætti, eða greiða ferðakostnað vegna umsækjenda sem eru búsettir erlendis. „Ég tel mig ekki hafa forsendur til að fullyrða að af jafnræðisreglum leiði að þér eigið rétt á því að fá ferðakostnað greiddan til að koma til landsins og taka þátt í kosningunum.“

Háskólaráð hafði fjallað um málið

Að lokum segir í bréfi Umboðsmanns að hann fái ekki betur séð en að háskólaráð hafi fjallað um erindi Einars. Vísar annars vegar í fundargerð ráðsins og hins vegar til bréfs háskólans til Einars, með afriti af bókun háskólaráðs og svörum ráðsins. „Með hliðsjón af framangreindu tel ég ekki nægilegt tilefni til að fjalla frekar um þennan þátt kvörtunar yðar.“

Með vísan til þessa telur Umboðsmaður ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Telst málinu því lokið að hans hálfu. 

Kosið á morgun
Kosið á morgun Titringur hefur verið innan Háskóla Íslands vegna málsins en rektorskjörið fer fram á innra neti skólans á morgun.

Kosið á morgun 

Hér er kynning Háskóla Íslands á frambjóðendum til rektors, en rektorskjörið fer fram á morgun. Á kjörskrá eru alls 14.110, þar af 1.485 starfsmenn og 12.625 stúdentar. Hljóti enginn frambjóðenda meirihluta greiddra atkvæða verður kosið að nýju 20. apríl um þá tvo frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
3
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
4
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Háleit markmið formannanna þriggja
6
Fréttir

Há­leit markmið formann­anna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár