Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslenskar konur deila sögum af fyrsta kynferðislega ofbeldinu

Í kjöl­far um­mæla Don­alds Trump um að hann mætti áreita kon­ur vegna frægð­ar sinn­ar deildi kanadíski rit­höf­und­ur­inn Kelly Oxford reynslu sinni af fyrsta kyn­ferð­is­legu of­beld­inu sem hún varð fyr­ir. Hild­ur Lilliendahl opn­aði á um­ræð­una fyr­ir ís­lenska Twitter-not­end­ur og er þar nú að finna fjöld­ann all­an af slá­andi reynslu­sög­um.

Íslenskar konur deila sögum af fyrsta kynferðislega ofbeldinu
Hildur, Trump og Kelly Oxford Atburðarrásin hefur verið hröð, eins og oft er á gervihnattaöld.

 *TW* Rétt er að vara sterklega við sumum af þeim frásögnum sem eru hér að neðan. Þolendur kynferðisbrota eða aðrir með áfallastreituröskun ættu ekki að lesa fréttina nema að vandlega íhuguðu máli.

Íslenskar konur deila nú sögum á Twitter af fyrstu kynferðisbrotunum sem þær urðu fyrir. Í kjölfar þess að Hildur Lilliendahl benti á tíst kanadíska rithöfundarins Kelly Oxford þar sem hún hvetur konur til þess að deila reynslu sinni hafa íslenskar konur nú opnað á sínar sögur.  

Fyrir stuttu birtist myndband af Donald Trump frá 2005 þar sem hann gortar sig af því að hann geti „gripið“ konur „í píkuna“ af því hann er frægur. Í kjölfar birtingar myndbandsins sendi kanadíski rithöfundurinn Kelly Oxford frá sér skilaboð, síðasta föstudag, þar sem hún hvatti konur til þess að deila fyrsta skiptinu sem þær urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Hennar skilaboð voru á þessa leið: „Konur: Tístið til mín fyrstu árásinni ykkar. Þetta er ekki bara tölfræði. Ég skal vera fyrst: Gamall maður í strætó grípur í „píkuna“ á mér og brosir til mín, ég er 12 ára.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en seinna sama dag setti Oxford skilaboð inn á Twitter: „Ég fæ nú sendar 2 sögur um kynferðislegt ofbeldi á sekúndu. Þeir sem afneita nauðgunarmenningu, vinsamlegast lítið á tímalínuna mína núna.

Daginn eftir, þann 8. október, var íslenska Twitter-samfélagið búið að taka við sér. Hildur Lilliendahl vakti þá athygli á því sem hafði verið að gerast á síðu Oxford, og deildi stuttu seinna sinni fyrstu reynslu af ofbeldi:

Undir þessari deilingu Hildar er, þegar þetta er skrifað, kominn fjöldinn allur af frásögnum kvenna af fyrstu upplifun þeirra af kynferðislegu ofbeldi. Sumar vísa í dómsmál sem urðu til, aðrar segjast ekki muna hversu gamlar þær voru þegar misnotkunin hófst og einhverjar þeirra treysta sér ekki til þess að koma fram undir nafni. Hér má finna sumar af þeim deilingum:

Hildur Lilliendahl: „Trump er alls staðar“

Hildur segist lengi hafa fylgst með Kelly Oxford á Twitter og að það fyrsta sem hún hugsaði þegar hún sá viðbrögðin hjá henni hafi verið hvort íslenskar konur gæti verið móttækilegar fyrir svona átaki. „Tengslin við kvenhatandi forsetaframbjóðandann eru kannski helst óbein, hans athugasemdir eru ástæðan fyrir því að Kelly fór af stað en það er mikilvægt að gleyma því ekki að Trump er alls staðar. Eins og Lindy West orðaði það svo frábærlega í grein í New York Times um helgina; allar konur þekkja útgáfu af Donald Trump.“ Segir hún flestar konur hafa þekkt fleiri svona karlmenn en þær kæra sig um að muna. „Hann er táknmynd allra karlanna sem hafa í gegnum tíðina komið fram við okkur eins og við skuldum þeim eitthvað og það hvort við segjum nei eða já er algjört aukaatriði fyrir þeim.“ [thum hilhil]

„Konur hafa verið neyddar til að sjá hluti sem þær vilja ekki sjá, snerta líkama sem þær vilja ekki snerta, karlar hafa þröngvað sér kynferðislega inn í þær og upp á þær alla tíð.“

Þrátt fyrir mikinn fjölda frásagna segir Hildur það ekki koma sér beinlínis á óvart. „Ég var með efasemdir um það í upphafi að margar konur myndu taka þátt, einfaldlega vegna þess að hugsanlega hefði dregið úr eftirspurninni eftir tækifærum til að segja frá eftir mikla og opna umræðu um kynferðisbrot og kúgun af ýmsum toga undir fjölmörgum myllumerkjum og herferðum undanfarin misseri, allt frá albúminu mínu um karla sem hata konur og til samfélagsmiðlaherferðanna #þöggun, #konurtala, #égerekkitabú, #6dagsleikinn, #whenIwas, #freethenipple, #everydaysexism og svo framvegis.“

Hildur segir þær efasemdir sínar hins vegar ekki hafa átt rétt á sér. Konur hafi alla tíð þurft að þegja yfir kynferðisofbeldi og að þær séu augljóslega ekki búnar að fá nóg af því að mega tala um það. „Það er ekkert við fjölda þessara frásagna sem ætti að koma okkur á óvart. Kynferðisofbeldi í víðum skilningi er eitthvað sem ég þori að fullyrða að flestar konur þekki af eigin reynslu. Konur hafa verið neyddar til að sjá hluti sem þær vilja ekki sjá, snerta líkama sem þær vilja ekki snerta, karlar hafa þröngvað sér kynferðislega inn í þær og upp á þær alla tíð og stundum eru þær svo vanar því að það þarf sérstakt átak svo þær átti sig á því að um ofbeldi hafi verið að ræða.“ Segir hún þó ekki þar með sagt að það skilji ekki eftir sig ýmiskonar sár og ör. „Auðvitað grefur það undan sjálfsmynd konu að vera sagt beint eða óbeint frá unga aldri að hún ráði ekki líkama sínum sjálf. Það gefur auga leið.“

Sögurnar sem hafa verið sagðar segir Hildur allar vera skelfilegar og að hún sé ótrúlega stolt af konunum sem hafi staðið upp og sagt frá. „Það er ekki hægt að stöðva heimsfaraldurinn sem ofbeldi gegn konum er ef við getum ekki talað um hann. Að því sögðu er mikilvægt að árétta að þetta er vægast sagt átakanleg lesning og ég mæli ekki með að þolendur eða aðrir með áfallastreituröskun lesi þráðinn nema að vandlega íhuguðu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár