Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslenskar konur deila sögum af fyrsta kynferðislega ofbeldinu

Í kjöl­far um­mæla Don­alds Trump um að hann mætti áreita kon­ur vegna frægð­ar sinn­ar deildi kanadíski rit­höf­und­ur­inn Kelly Oxford reynslu sinni af fyrsta kyn­ferð­is­legu of­beld­inu sem hún varð fyr­ir. Hild­ur Lilliendahl opn­aði á um­ræð­una fyr­ir ís­lenska Twitter-not­end­ur og er þar nú að finna fjöld­ann all­an af slá­andi reynslu­sög­um.

Íslenskar konur deila sögum af fyrsta kynferðislega ofbeldinu
Hildur, Trump og Kelly Oxford Atburðarrásin hefur verið hröð, eins og oft er á gervihnattaöld.

 *TW* Rétt er að vara sterklega við sumum af þeim frásögnum sem eru hér að neðan. Þolendur kynferðisbrota eða aðrir með áfallastreituröskun ættu ekki að lesa fréttina nema að vandlega íhuguðu máli.

Íslenskar konur deila nú sögum á Twitter af fyrstu kynferðisbrotunum sem þær urðu fyrir. Í kjölfar þess að Hildur Lilliendahl benti á tíst kanadíska rithöfundarins Kelly Oxford þar sem hún hvetur konur til þess að deila reynslu sinni hafa íslenskar konur nú opnað á sínar sögur.  

Fyrir stuttu birtist myndband af Donald Trump frá 2005 þar sem hann gortar sig af því að hann geti „gripið“ konur „í píkuna“ af því hann er frægur. Í kjölfar birtingar myndbandsins sendi kanadíski rithöfundurinn Kelly Oxford frá sér skilaboð, síðasta föstudag, þar sem hún hvatti konur til þess að deila fyrsta skiptinu sem þær urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Hennar skilaboð voru á þessa leið: „Konur: Tístið til mín fyrstu árásinni ykkar. Þetta er ekki bara tölfræði. Ég skal vera fyrst: Gamall maður í strætó grípur í „píkuna“ á mér og brosir til mín, ég er 12 ára.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, en seinna sama dag setti Oxford skilaboð inn á Twitter: „Ég fæ nú sendar 2 sögur um kynferðislegt ofbeldi á sekúndu. Þeir sem afneita nauðgunarmenningu, vinsamlegast lítið á tímalínuna mína núna.

Daginn eftir, þann 8. október, var íslenska Twitter-samfélagið búið að taka við sér. Hildur Lilliendahl vakti þá athygli á því sem hafði verið að gerast á síðu Oxford, og deildi stuttu seinna sinni fyrstu reynslu af ofbeldi:

Undir þessari deilingu Hildar er, þegar þetta er skrifað, kominn fjöldinn allur af frásögnum kvenna af fyrstu upplifun þeirra af kynferðislegu ofbeldi. Sumar vísa í dómsmál sem urðu til, aðrar segjast ekki muna hversu gamlar þær voru þegar misnotkunin hófst og einhverjar þeirra treysta sér ekki til þess að koma fram undir nafni. Hér má finna sumar af þeim deilingum:

Hildur Lilliendahl: „Trump er alls staðar“

Hildur segist lengi hafa fylgst með Kelly Oxford á Twitter og að það fyrsta sem hún hugsaði þegar hún sá viðbrögðin hjá henni hafi verið hvort íslenskar konur gæti verið móttækilegar fyrir svona átaki. „Tengslin við kvenhatandi forsetaframbjóðandann eru kannski helst óbein, hans athugasemdir eru ástæðan fyrir því að Kelly fór af stað en það er mikilvægt að gleyma því ekki að Trump er alls staðar. Eins og Lindy West orðaði það svo frábærlega í grein í New York Times um helgina; allar konur þekkja útgáfu af Donald Trump.“ Segir hún flestar konur hafa þekkt fleiri svona karlmenn en þær kæra sig um að muna. „Hann er táknmynd allra karlanna sem hafa í gegnum tíðina komið fram við okkur eins og við skuldum þeim eitthvað og það hvort við segjum nei eða já er algjört aukaatriði fyrir þeim.“ [thum hilhil]

„Konur hafa verið neyddar til að sjá hluti sem þær vilja ekki sjá, snerta líkama sem þær vilja ekki snerta, karlar hafa þröngvað sér kynferðislega inn í þær og upp á þær alla tíð.“

Þrátt fyrir mikinn fjölda frásagna segir Hildur það ekki koma sér beinlínis á óvart. „Ég var með efasemdir um það í upphafi að margar konur myndu taka þátt, einfaldlega vegna þess að hugsanlega hefði dregið úr eftirspurninni eftir tækifærum til að segja frá eftir mikla og opna umræðu um kynferðisbrot og kúgun af ýmsum toga undir fjölmörgum myllumerkjum og herferðum undanfarin misseri, allt frá albúminu mínu um karla sem hata konur og til samfélagsmiðlaherferðanna #þöggun, #konurtala, #égerekkitabú, #6dagsleikinn, #whenIwas, #freethenipple, #everydaysexism og svo framvegis.“

Hildur segir þær efasemdir sínar hins vegar ekki hafa átt rétt á sér. Konur hafi alla tíð þurft að þegja yfir kynferðisofbeldi og að þær séu augljóslega ekki búnar að fá nóg af því að mega tala um það. „Það er ekkert við fjölda þessara frásagna sem ætti að koma okkur á óvart. Kynferðisofbeldi í víðum skilningi er eitthvað sem ég þori að fullyrða að flestar konur þekki af eigin reynslu. Konur hafa verið neyddar til að sjá hluti sem þær vilja ekki sjá, snerta líkama sem þær vilja ekki snerta, karlar hafa þröngvað sér kynferðislega inn í þær og upp á þær alla tíð og stundum eru þær svo vanar því að það þarf sérstakt átak svo þær átti sig á því að um ofbeldi hafi verið að ræða.“ Segir hún þó ekki þar með sagt að það skilji ekki eftir sig ýmiskonar sár og ör. „Auðvitað grefur það undan sjálfsmynd konu að vera sagt beint eða óbeint frá unga aldri að hún ráði ekki líkama sínum sjálf. Það gefur auga leið.“

Sögurnar sem hafa verið sagðar segir Hildur allar vera skelfilegar og að hún sé ótrúlega stolt af konunum sem hafi staðið upp og sagt frá. „Það er ekki hægt að stöðva heimsfaraldurinn sem ofbeldi gegn konum er ef við getum ekki talað um hann. Að því sögðu er mikilvægt að árétta að þetta er vægast sagt átakanleg lesning og ég mæli ekki með að þolendur eða aðrir með áfallastreituröskun lesi þráðinn nema að vandlega íhuguðu máli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár