Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hjónabandið varð betra eftir framhjáhaldið

Birna Óla­dótt­ir og Dag­bjart­ur Ein­ars­son náðu að vinna hjóna­band­ið út úr fram­hjá­haldi hans. Það tók hana tvö ár að fyr­ir­gefa. Síð­an hafa þau ver­ið ham­ingju­söm. En það hvíl­ir skuggi yf­ir. Dag­bjart­ur glím­ir við alzheimer og minni hans er að gefa eft­ir. Birna ætl­ar að verða heil­inn fyr­ir bæði.

Hjónabandið varð betra eftir framhjáhaldið
Hjónin Birna Óladóttir og Dagbjartur Einarsson hafa lifað tímana tvenna. Mynd: Eyþór Árnason

Hjónin Birna Óladóttir og Dagbjartur Einarsson í Grindavík eiga að baki langt hjónaband. Á ýmsu hefur gengið í lífi þeirra. Dagbjartur hélt framhjá konu sinni með nágrannakonu þeirra og vinkonu Birnu fyrir fjölmörgum árum. Framhjáhaldið varð stórmál og hjónabandið lék á reiðiskjálfi. Stundin heimsótti þau í Grindavík. Þau búa í fallegri íbúð í fjölbýlishúsi á staðnum þar sem þau hafa lifað og starfað öll sín fullorðinsár. 

„Hjónabandið er ljómandi gott. Það komu tímar þegar Dagbjartur hélt að grasið væri grænna hinum megin. Svo jöfnuðum við það. Sambandið hefur aldrei verið betra,“ segir Birna Óladóttir, sem á að baki rúmlega 50 ára hjónaband með Dagbjarti Einarssyni útgerðarmanni. 

Í ævisögu hjónanna, Það liggur í loftinu, eftir Jónas Jónasson segja hjónin af einlægni frá þeirri lífsreynslu sinni þegar Dagbjartur varð uppvís að framhjáhaldinu. Birna segir að hann hafi viðurkennt allt. 

„Þetta var svolítið eins og með sakamenn sem þræta fram í rauðan dauðann. Svo brotna þeir og játa allan andskotann. Eftir að hann kom heim í öfugum nærbuxunum játaði hann allt. Hann hafði þá hlaupið út undan sér áður,“ segir Birna. Dagbjartur skýtur inn í og segir að það hafi svo sem ekki verið „mikið að játa“. 

„Mér fannst það allavega mikið þegar ég fékk að heyra það,“ segir Birna og lítur brosandi á mann sinn. 

Það tók þau Birnu tíma að vinna sig út úr málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár