Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Hjónabandið varð betra eftir framhjáhaldið

Birna Óla­dótt­ir og Dag­bjart­ur Ein­ars­son náðu að vinna hjóna­band­ið út úr fram­hjá­haldi hans. Það tók hana tvö ár að fyr­ir­gefa. Síð­an hafa þau ver­ið ham­ingju­söm. En það hvíl­ir skuggi yf­ir. Dag­bjart­ur glím­ir við alzheimer og minni hans er að gefa eft­ir. Birna ætl­ar að verða heil­inn fyr­ir bæði.

Hjónabandið varð betra eftir framhjáhaldið
Hjónin Birna Óladóttir og Dagbjartur Einarsson hafa lifað tímana tvenna. Mynd: Eyþór Árnason

Hjónin Birna Óladóttir og Dagbjartur Einarsson í Grindavík eiga að baki langt hjónaband. Á ýmsu hefur gengið í lífi þeirra. Dagbjartur hélt framhjá konu sinni með nágrannakonu þeirra og vinkonu Birnu fyrir fjölmörgum árum. Framhjáhaldið varð stórmál og hjónabandið lék á reiðiskjálfi. Stundin heimsótti þau í Grindavík. Þau búa í fallegri íbúð í fjölbýlishúsi á staðnum þar sem þau hafa lifað og starfað öll sín fullorðinsár. 

„Hjónabandið er ljómandi gott. Það komu tímar þegar Dagbjartur hélt að grasið væri grænna hinum megin. Svo jöfnuðum við það. Sambandið hefur aldrei verið betra,“ segir Birna Óladóttir, sem á að baki rúmlega 50 ára hjónaband með Dagbjarti Einarssyni útgerðarmanni. 

Í ævisögu hjónanna, Það liggur í loftinu, eftir Jónas Jónasson segja hjónin af einlægni frá þeirri lífsreynslu sinni þegar Dagbjartur varð uppvís að framhjáhaldinu. Birna segir að hann hafi viðurkennt allt. 

„Þetta var svolítið eins og með sakamenn sem þræta fram í rauðan dauðann. Svo brotna þeir og játa allan andskotann. Eftir að hann kom heim í öfugum nærbuxunum játaði hann allt. Hann hafði þá hlaupið út undan sér áður,“ segir Birna. Dagbjartur skýtur inn í og segir að það hafi svo sem ekki verið „mikið að játa“. 

„Mér fannst það allavega mikið þegar ég fékk að heyra það,“ segir Birna og lítur brosandi á mann sinn. 

Það tók þau Birnu tíma að vinna sig út úr málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu