Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Tryllt og hálflömuð yfir því að hafa orðið vitni að þessum rasisma“

Snærós Sindra­dótt­ir varð vitni að því þeg­ar ís­lensk kona veitt­ist að svört­um manni í Hörpu um helg­ina. Mað­ur­inn var þar stadd­ur ásamt konu og börn­um, og hafði staldr­að við til að hlúa að dótt­ur Snærós­ar en fékk fyr­ir vik­ið yf­ir að heyra það. „HEI Bubba! Vertu ekki með kjaft. Hei Bubba skiptu þér ekki af hel­vít­ið þitt,“ kall­aði kon­an að mann­in­um.

„Tryllt og hálflömuð yfir því að hafa orðið vitni að þessum rasisma“

Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, varð fyrir heldur óheppilegri uppákomu í Hörpu um helgina, þar sem eldri kona sýndi svörtum manni rasisma fyrir að hlúa að dóttur Snærósar. Snærós greindi frá atvikinu á Facebook, þar sem hún sagðist vera tryllt og hálflömuð vegna málsins.

Í dag var ég stödd í Hörpu. Ég stillti kerru dóttur minnar efst í stiganum svo ég gæti tekið mynd af henni þremur þrepum neðar með ASÍ borðann í baksýn,“ skrifaði Snærós.

„HEI Bubba!“

Kerran var í bremsu en auðvitað kom maður, sem tók ekki eftir mér með myndavélina, til að athuga hvort allt væri í lagi og hvort stúlkan hefði nokkuð verið skilin eftir þarna á stigabrúninni.

Maðurinn var svartur, með íslenskri konu og tveimur svörtum börnum. Ég brosti vingjarnlega til hans og sagðist vera með allt under control. En í því að hann ætlar að ganga í burtu kemur íslensk kona upp stigann og gargar á hann: HEI Bubba! Vertu ekki með kjaft. Hei Bubba skiptu þér ekki af helvítið þitt.

Maðurinn tók þétt utan um börn sín og gekk í burtu og það gerði konan líka. Það tók mig tvær sekúndur að átta mig og hrópa á eftir konunni að svona hegðun væri ekki í boði. Hún ætti að skammast sín. Kerlingin yppti bara öxlum og fór að troða í sig köku.

Kerlingin yppti bara öxlum og fór að troða í sig köku.

Svo fór ég til mannsins og þakkaði honum fyrir umhyggjuna gagnvart dóttur minni og bað hann afsökunar á dónalegu konunni.

En dagurinn var ónýtur. Ég er búin að vera tryllt í skapinu síðan. Þessi forheimska kona ákvað að það væri eðlilegast í heimi að garga ókvæðisorðum að manninum á grundvelli þess að hann er svartur.

Einfalt google sýnir að Bubba er til dæmis notað um svarta menn í fangelsum sem misnota samfanga sína. Svo hafa svartir líka einfaldlega verið kallaðir Bubba út af karakter í Forrest Gump og ýta þar með undir staðalímyndir um svarta sem einhverskonar einfeldninga. Þessi kona ákvað að nota mig og samskipti mín við manninn til að drulla yfir hann fyrir framan börnin hans. Hefði hún gert það ef ég væri svört? Hefði hún þá viljað koma mér svona til aðstoðar og flæma svarta manninn burt frá mér?

Ég er tryllt og hálflömuð yfir því að hafa orðið vitni að þessum rasisma. Í einfeldni minni hélt ég að rasismi á Íslandi væri fyrst og fremst falinn og snerist um hunsun annarsvegar og yfirdrull í kommentakerfunum hinsvegar.

Afsakið að ég leggist á þetta plan en megi þessi kona fokka sér fyrir að eitra í kringum sig með ógeðslegu skoðunum sínum. Heimurinn er ekki rétti staðurinn fyrir svona pakk.

Í samtali við Stundina segir Snærós að hún sé engu nær um það hver þessi kona sé. Hún hafi aldrei séð hana áður. Hún var ein í Hörpu og ég kann engin deili á henni.

Hatursglæpir 

Snærós segist jafnframt hafa fengið símtal frá nýrri hatursglæpadeild lögreglunnar í kjölfar þess að hún skrifaði færsluna þar sem hún var spurð að því hvort það hafi verið rætt að kæra atvikið. En það hvarflaði ekki einu sinni að henni, þetta gerðist svo hratt.

Auðvitað þurfum við einhvern veginn að ná utan um þennan vanda sem rasismi er. Það er ekki í lagi að koma svona fram við fólk. Ef það keyrir einhver á bílinn þinn og lætur sig svo hverfa, eins og þessi kona gerði þegar hún stakk af um leið og ég hrópaði á eftir henni og lét sig hverfa, þá kærir þú samt. En það virðist ekki vera komið inn í þankaganginn að aðkast sem fólk verður fyrir sé líka brot.

Ég er ekki viss um að allir samkynhneigðir menn sem hafa leiðst niður Laugaveginn þegar bíll keyrir fram hjá og það er kallað: hommar, hafi velt því fyrir sér hvort þeir ættu að kæra. Þetta er eitthvað sem fólki finnst hvimleitt og ætti ekki að vera hluti af okkar daglega lífi, án þess að vita hvernig er hægt að bregðast við því.

Rasismi bílstjórans

Hún segist vonast til þess að verða aldrei vitni að svona aftur, en muni það gerast muni hún reyna að afla sér upplýsinga um viðkomandi svo hægt sé að tilkynna hann til lögreglu.

Áður hefur hún orðið vitni að rasisma á Íslandi, til dæmis þegar hún nýtti sér einu sinni þjónustu flutningafyrirtækis í bænum. Tveir menn komu á bílnum, annar svartur innflytjandi en hinn íslenskur í húð og hár.

„Hann kom bara fram við hann eins og skítinn undir skónum sínum.“

Íslenski bílstjórinn sýndi samstarfsfélaga sínum svo ofboðslega niðrandi framkomu að það gat ekki verið annað en rasismi. Hann kom bara fram við hann eins og skítinn undir skónum sínum, var endalaust að drulla yfir hann og lét sem ekkert sem hann gerði væri rétt. Það var aðeins öðruvísi að horfa á það utan frá en að lenda svona beint í þessu. Ekki það að sá maður fékk að heyra það frá mínu flutningaklani að hann væri hálfviti og hann varð eins og asni.

Kvenfyrirlitning og kynþáttaníð 

Rasismi í íslensku samfélagi er henni áhyggjuefni. Ég held að allir sem fylgjast með kommentakerfum hafi áhyggjur af rasisma.

Það kom upp mál í sumar þar sem nígerískur maður var handtekinn fyrir að grun um að hafa vísvitandi smitað konur af HIV-veirunni og þá var mjög áberandi hvernig kommentakerfin brugðust við. Viðbrögðin voru tvennskonar, annars vegar mjög mikið hatur gagnvart þessum svarta manni og hins vegar hatur gagnvart stelpunum sem höfðu verið svo heimskar að hleypa þessum villimanni upp á sig. Í umræðunni kristallaðist bæði ofboðsleg kvenfyrirlitning og ofboðslegt kynþáttaníð. Ég hef áhyggjur af því. Það er áhyggjuefni.

Það er áhyggjuefni þegar fólk leyfir sér að tala svona á netinu. Það er áhyggjuefni þegar fólk yfirfærir netumræðuna svo yfir á daglegt líf og hrópar á fjölskyldumann og börnin hans í Hörpu á 100 ára afmæli ASÍ. Það er ekki í lagi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár