Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu

Tryggvi Ólafs­son fer á hverj­um sunnu­degi í messu með syst­ur sinni, Gabrí­elu Jónu. Þau fara alltaf í nýja kirkju og ætla einnig að heim­sækja önn­ur trú­fé­lög. Eft­ir messu ræða þau svo sam­an um trú, líf og dauða yf­ir kakó og kaffi. Sam­ver­an veit­ir þeim gleði og af ólík­um ástæð­um sækja þau styrk í trúna.

Heimsækja allar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu
Tólf ár á milli systkina Þrátt fyrir aldursmuninn eiga systkinin margt sameiginlegt. Eins og það að taka trúarbrögðin mátulega alvarlega. Þau rifja það upp þegar amma þeirra giftist konu sinni í Dómkirkjunni en Tryggvi segir að fólk hafi eflaust ekki verið komið út úr skápnum á þeim tíma sem Biblían var skrifuð og því ekkert rætt um réttindi þeirra. Mynd: Heiða Helgadóttir

Síðasta hálfa árið hafa systkinin Gabríela Jóna og Tryggvi Ólafsbörn sótt messur í yfir tuttugu kirkjum á höfuðborgarsvæðinu. Gabríela, sem er 24 ára, leitaði fyrst í trúna fyrir um ári síðan þegar hún var á þriðja spori í 12 spora prógramminu þar sem treysta þarf á æðri mátt. Ekki leið á löngu þar til hún var farin að draga bróður sinn með í messur, því tilhugsunin um hvað gerist eftir dauðann var að valda hinum tólf ára gamla Tryggva hugarangri. Á hverjum sunnudegi sækja systkinin messu í nýrri kirkju og ræða síðan saman um trú, líf og dauða yfir kaffi og kakó að messu lokinni. Af mismunandi ástæðum hafa bæði systkinin fundið styrk í trúnni og vikulegar samverustundir hafa mótað einstakt samband á milli systkinanna.

Ræða forritun og trú

Systkinin eru góðir vinir og þrátt fyrir tólf ára aldursmun eiga þau ýmislegt sameiginlegt. Í framtíðinni vill Tryggvi verða tölvuleikjaframleiðandi og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár