Þrír þingmenn Framsóknarflokksins, auk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hafa tilkynnt til kjörstjórnar að þeir sækist eftir fyrsta sætinu í Norðausturkjördæmi. Áður hafði Höskuldur Þórhallson gefið út að hann ætlaði sér í fyrsta sætið, en nú hafa bæst við þingmennirnir Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir.
Líneik Anna var í þriðja sæti flokksins í kjördæminu fyrir síðustu þingkosningar og Þórunn í því fjórða. Oft hefur ákveðin friðhelgi legið yfir forystusætum formanna stjórnmálaflokka í kjördæmnuum þar sem þeir bjóða sig fram. Er það því ákveðinn skellur fyrir Sigmund Davíð að svo margir framámenn í flokknum geri áhlaup að fyrsta sætinu og sækist því eftir að leiða flokkinn í kjördæmi formannsins.
Stundin náði tali af Líneik, sem sækist eftir 1. til 3. sæti í norðausturkjördæmi. „Ég tel mikilvægt að það séu fleiri valkostir í fyrsta
Athugasemdir