Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingforseti og formenn stjórnarflokkanna ekki með í áskorun til pólska þingsins

Syst­ur­flokk­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins í íhalds­sam­tök­un­um AECR stend­ur fyr­ir laga­setn­ingu um al­gjört bann við fóst­ur­eyð­ing­um í Póllandi. Fjöldi þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins hef­ur ekki skrif­að und­ir op­ið bréf til Pól­verja þar sem laga­breyt­ing­un­um er mót­mælt.

Þingforseti og formenn stjórnarflokkanna ekki með í áskorun til pólska þingsins

Meira en helmingur Alþingismanna hafði samþykkt að leggja nafn sitt við mótmælabréf til pólska þingsins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um skilyrðislaust bann við fóstureyðingum þar í landi þegar Ásta Guðrún Helgadóttir, þingkona Pírata, afhenti sendiherra Póllands yfirlýsinguna um hádegisleytið í dag. 

Aðspurð hvernig standi á því að aðeins 34 þingmenn séu á listanum segir Ásta Guðrún að öllum þingmönnum hafi verið boðið að vera með. Hins vegar hafi ekki borist svör frá öllum. 

Í bréfi þingmannanna er pólska þingið hvatt til þess að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt kvenna auk þess sem lýst er þungum áhyggjum af fyrirhugaðri lagasetningu gegn fóstureyðingum í Póllandi. 

Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi nema Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa skrifað undir yfirlýsinguna en Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er eini ráðherrann sem lagt hefur nafn sitt við bréfið. Forseti Alþingis hefur ekki skrifað undir. 

Sá stjórnmálaflokkur í Póllandi sem stendur fyrir hinni umdeildu lagasetningu um afnám allra undanþága frá banni við fóstureyðingum er íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti. Um er að ræða systurflokk Sjálfstæðisflokksins í svokölluðum Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna (AECR). 

Á meðal þeirra sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur lag sitt við í samtökunum eru stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem þekktir eru fyrir þjóðernisofstæki og andstöðu við fóstureyðingar og lifnaðarhætti hinseginfólks. Þá er Réttlætis- og framfaraflokkurinn frá Tyrklandi aðili að samtökunum, flokkur Erdogans sem orðið hefur uppvís að grófum alræðistilburðum undanfarin ár, ekki síst eftir að gerð var misheppnuð valdaránstilraun þar í landi. 

Sjálfstæðisflokkurinn er eini hægriflokkurinn á Norðurlöndum sem tilheyrir samtökunum að færeyska Fólkaflokknum undanskildum. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var kjörinn varaformaður stjórnar AECR í fyrra og situr þar meðal annars ásamt fulltrúa Laga og réttlætis, Önnu Fotyga. Aðeins þrír óbreyttir þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum hafa skrifað undir áskorunina til pólska þingsins, en 11 þingmenn flokksins höfðu ekki tilkynnt um þátttöku sína þegar bréfið var afhent. Í þeim hópi er Guðlaugur Þór Þórðarson.

Samtökin AECR urðu til eftir að Breski íhaldsflokkurinn klauf sig úr EPP, samtökum hófsamra og borgaralegra hægriflokka vegna ágreinings um Evrópumál en Sjálfstæðisflokkurinn gekk í AECR árið 2011. Núverandi forseti samtakanna er Jan Zahradil, tékkneskur stjórnmálamaður sem til að mynda hefur barist gegn aðgerðum til að stemma stigu við útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þingflokkur AECR á Evrópuþinginu nefnist Evrópskir íhalds- og umbótasinnar (ECR). Í kjölfar síðustu kosninga til Evrópuþingsins gengu fjórir þingmenn Danska þjóðarflokksins og tveir þingmenn Finnska flokksins, sem áður hét Sannir Finnar, til liðs við þingflokkinn, en báðir flokkarnir eru þekktir fyrir þjóðernisofstæki og útlendingahatur. 

Fram kom í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í fyrra að stefna AECR félli vel að grunnstefnu flokksins. „Þar vegur auðvitað þungt áhersla samtakanna á frelsi einstaklingsins sem og gagnrýni þeirra á aukna miðstýringu innan Evrópusambandsins og þróun þess í átt að sambandsríki.“ 

Þeir sitjandi þingmenn sem ekki hafa skrifað undir áskorunina til pólska þingsins koma nær allir úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum: 

Ásmundur Friðriksson
Brynjar Níelsson
Einar K. Guðfinnsson
Eygló Harðardóttir
Frosti Sigurjónsson
Bjarni Benediktsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
Illugi Gunnarsson 
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Willum Þór Þórsson
Vilhjálmur Bjarnason
Vigdís Hauksdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir
Sigríður Á. Andersen
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Jón Gunnarsson
Höskuldur Þórhallsson
Haraldur Einarsson
Haraldur Benediktsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Kristján Þór Júlíusson
Þórunn Egilsdóttir
Þorsteinn Sæmundsson

 

Uppfært kl. 21:20

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, skrifar í athugasemd fyrir neðan fréttina:

„Ég var of sein að skrifa undir þessa áskorun þar sem ég var veðurteppt fyrir vestan en að sjálfsögðu styð ég mannréttindi pólskra kvenna og mótmæli harðlega ofbeldi stjórnvalda gegn sjálfsákvörðunarrétti þeirra!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár