Ákvörðun um að senda þrjá hælisleitendur til Ítalíu klukkan fimm í nótt hefur verið dregin tilbaka. Samkvæmt upplýsingum frá mönnunum þremur kom sú ákvörðun á elleftu stundu eða um klukkan átta í kvöld, rúmum tuttugu klukkutímum áður en handtaka átti mennina og flytja úr landi.
Stundin fjallaði um mál þeirra í dag og ræddi meðal annars við Christian Boadi en hann hefur búið á Íslandi í tæp fjögur ár, er með atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi og starfar sem aðstoðarkokkur á veitingastaðnum Lækjarbrekku. Honum, líkt og hinum tveimur hælisleitendunum, var gefinn 48 klukkustundir til þess að pakka sínum eigum saman, kveðja vini og vandamenn, hætta í vinnunni og gefa sig fram við lögreglu. Christian var eyðilagður vegna málsins og taldi ekkert annað bíða eftir sér á Ítalíu en matar- og húsnæðisleysi en hann hafði lifað á götunni á Ítalíu áður en hann kom hingað til lands fyrir tæpum fjórum árum.
En það voru fleiri en Christian og hælisleitendurnir sem voru eyðilagðir vegna málsins því þeir eiga stóran hóp af vinum, kunningjum og samstarfsfélögum hér á landi. Einn þeirra er vinnuveitandi hans Christian en sá er eigandi Lækjarbrekku og heitir Jón Tryggvi Jónsson. Christian hefur unnið hjá Lækjarbrekku frá því í ágúst á síðasta ári og hefur staðið sig með prýði sem aðstoðarkokkur.
„Þetta eru frábærar fréttir. Við vorum bara að borða kveðjukvöldverðinn þegar við fengum þetta símtal sem var eins og himnasending,“ segir Jón Tryggvi sem ætlaði ásamt starfsfólki sínu að mæta fyrir utan heimili Christian klukkan fimm í nótt og standa við bakið á honum.
„Þetta þýðir að við getum sofið í nótt. Það er samt bara hálfur slagur unninn því nú þarf að sækja um endurskoðun á ákvörðun innanríkisráðuneytisins til kærunefndar útlendingamála. Við ætlum að fylgja þessu eftir alla leið. Það er engin spurning,“ segir Jón Tryggvi.
Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun höfðu lögmenn hælisleitendanna þriggja, sem stóð til að flytja úr landi í nótt, ekki óskað eftir endurupptöku mála þeirra hjá kærunefndinni eftir að dómur Hæstaréttar lá fyrir. Taldi stofnunin sanngjarnast að láta mennina ekki líða fyrir það og hvatti lögfræðinga þeirra til þess að sækja um endurupptöku og var beiðni um flutning mannanna frestað þar til afstaða kærunefndarinnar liggur fyrir.
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.
„Þetta þýðir að við getum sofið í nótt“
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt. Voru að borða kveðjukvöldverð þegar símtal barst frá Útlendingastofnun.

Mest lesið

1
Talaði 64 prósent tímans og greip fram í yfir tuttugu sinnum
Heimildin skrifaði upp umræður Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, samskipta- og kynningarstjóra Samtakanna 78. Snorri talaði mun meira en viðmælandi sinn og þáttarstjórnandi til samans, en kvartar á sama tíma yfir þöggun sem hann er beittur.

2
Sif Sigmarsdóttir
Það dimmir af nóttu
Eitthvað annað en minnið hlýtur því að vera að bregðast þegar veröldin horfir svo gott sem aðgerðarlaus upp á annað þjóðarmorð eiga sér stað.

3
Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Alþingi verður sett á morgun. Ef varamaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur tekur sæti eins og boðað var mun hún hafa fengið yfir 3,1 milljón króna greidda í þingfararkaup á meðan námsleyfi hennar í New York stendur.

4
Borgþór Arngrímsson
Vilja fleiri kistur en færri duftker
Margir danskir kirkjugarðar eru í fjárhagskröggum. Breyttir greftrunarsiðir valda því að tekjur garðanna hafa minnkað og duga ekki fyrir rekstrinum.

5
Þjóð gegn þjóðarmorði á Austurvelli: „Út með hatrið, inn með ástina“
Mótmælafundir gegn þjóðarmorði Ísrael í Palestínu fóru fram á sjö stöðum víðs vegar um landið í dag, sá stærsti í Reykjavík. Golli, ljósmyndari Heimildarinnar, fangaði samstöðuna á Austurvelli.

6
Fjárlagafrumvarp í hnotskurn: Bein áhrif á heimili 18 milljarðar
Raforkuverð mun hækka þvert á öll heimili samkvæmt nýju fjármálafrumvarpi. Heimili landsins axla 64 prósent byrðanna af breytingum á sköttum og gjöldum gangi frumvarpið eftir.
Mest lesið í vikunni

1
Talaði 64 prósent tímans og greip fram í yfir tuttugu sinnum
Heimildin skrifaði upp umræður Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, og Þorbjargar Þorvaldsdóttur, samskipta- og kynningarstjóra Samtakanna 78. Snorri talaði mun meira en viðmælandi sinn og þáttarstjórnandi til samans, en kvartar á sama tíma yfir þöggun sem hann er beittur.

2
Fjórtán með fölsuð skilríki – Óvenjulegt mál og mansal til skoðunar
Fjórtán manns frá Asíu voru stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með fölsuð skilríki í lok ágúst. Tvö lögregluumdæmi, ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðuneyti koma að málinu, auk þess sem haft hefur verið samband við Europol.

3
Sif Sigmarsdóttir
Það dimmir af nóttu
Eitthvað annað en minnið hlýtur því að vera að bregðast þegar veröldin horfir svo gott sem aðgerðarlaus upp á annað þjóðarmorð eiga sér stað.

4
Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Alþingi verður sett á morgun. Ef varamaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur tekur sæti eins og boðað var mun hún hafa fengið yfir 3,1 milljón króna greidda í þingfararkaup á meðan námsleyfi hennar í New York stendur.

5
„Mér eru gerð upp viðhorf og ummæli“
Snorri Másson, sem hefur sætt harðri gagnrýni síðustu daga, segir að sér hafi verið gerð upp viðhorf og lagt hafi verið út af einhverju sem hann hafi aldrei sagt. Hann hafi áhyggjur af þöggun í samfélaginu.

6
Prófessor í læknisfræði hlynntur sniðgöngu ísraelskra háskóla en andvígur mótmælaaðgerð
Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði, segist hlynntur sniðgöngu á ísraelskum háskólum. Hann gagnrýnir hinsvegar mótmælaaðgerðir sem beindust að ísraleskum prófessor.
Mest lesið í mánuðinum

1
Skattakóngur á 42 ára gömlum Benz: Velgengnin kostaði hjónabandið
Sigurður Elías Guðmundsson, sem er tekjuhæstur á Suðurlandi, minnir á að mikill tími fari í farsæla uppbyggingu á rekstri og því fylgi miklar fórnir einnig. Þannig hafi reksturinn kostað hann hjónabandið.

2
Sif Sigmarsdóttir
Óskemmtileg upplifun við Leifsstöð
Skyndilega kom maður aðvífandi. Ógnandi í fasi hóf hann að berja í bílinn af afli.

3
Hátekjulistinn sýnir okkur virði kvótans
Baráttan á Alþingi um veiðigjöldin varð til þess að tekjur ríkisins hækka um nokkra milljarða á ári. Útgerðarkóngar toppa Hátekjulistann um land allt, sumir með milljarða í tekjur hver. Sex fjölskyldur eiga um helming kvótans og gróðinn streymir í óskyldar greinar og til næstu kynslóða.

4
Sendir hermenn til Washington
„Við ætlum að taka höfuðborgina okkar til baka,“ segir Bandaríkjaforseti, sem færir lögregluna í Washingtonborg undir stjórn alríkisins.

5
„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
Mannréttindadómstóll Evrópu komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki brotið á
Bryndísi Ásmundsdóttur. Hún segir skrítið að tala um tap þegar Mannréttindadómstóll Evrópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð andanum. Markmiðum um að vekja máls á brotalömum í íslensku réttarkerfi hafi náðst, ekki síst þegar sigur vannst í öðru málinu.

6
Segir leyndarmálið að giftast vel og gæta þess hverjum maður kynnist
Listdansarinn og sagnfræðingurinn Ingibjörg Björnsdóttir er einn af tekjuhærri Hafnfirðingum ársins. Hún segist lítið velta peningum fyrir sér og hefur nýlokið bráðmerkilegu sagnfræðiriti um listdanssögu á Íslandi.
Athugasemdir