Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þetta þýðir að við getum sofið í nótt“

Hæl­is­leit­end­urn­ir ekki send­ir úr landi í nótt. Voru að borða kveðju­kvöld­verð þeg­ar sím­tal barst frá Út­lend­inga­stofn­un.

„Þetta þýðir að við getum sofið í nótt“

Ákvörðun um að senda þrjá hælisleitendur til Ítalíu klukkan fimm í nótt hefur verið dregin tilbaka. Samkvæmt upplýsingum frá mönnunum þremur kom sú ákvörðun á elleftu stundu eða um klukkan átta í kvöld, rúmum tuttugu klukkutímum áður en handtaka átti mennina og flytja úr landi.
 
Stundin fjallaði um mál þeirra í dag og ræddi meðal annars við Christian Boadi en hann hefur búið á Íslandi í tæp fjögur ár, er með atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi og starfar sem aðstoðarkokkur á veitingastaðnum Lækjarbrekku. Honum, líkt og hinum tveimur hælisleitendunum, var gefinn 48 klukkustundir til þess að pakka sínum eigum saman, kveðja vini og vandamenn, hætta í vinnunni og gefa sig fram við lögreglu. Christian var eyðilagður vegna málsins og taldi ekkert annað bíða eftir sér á Ítalíu en matar- og húsnæðisleysi en hann hafði lifað á götunni á Ítalíu áður en hann kom hingað til lands fyrir tæpum fjórum árum.
 
En það voru fleiri en Christian og hælisleitendurnir sem voru eyðilagðir vegna málsins því þeir eiga stóran hóp af vinum, kunningjum og samstarfsfélögum hér á landi. Einn þeirra er vinnuveitandi hans Christian en sá er eigandi Lækjarbrekku og heitir Jón Tryggvi Jónsson. Christian hefur unnið hjá Lækjarbrekku frá því í ágúst á síðasta ári og hefur staðið sig með prýði sem aðstoðarkokkur.
 
„Þetta eru frábærar fréttir. Við vorum bara að borða kveðjukvöldverðinn þegar við fengum þetta símtal sem var eins og himnasending,“ segir Jón Tryggvi sem ætlaði ásamt starfsfólki sínu að mæta fyrir utan heimili Christian klukkan fimm í nótt og standa við bakið á honum.
 
„Þetta þýðir að við getum sofið í nótt. Það er samt bara hálfur slagur unninn því nú þarf að sækja um endurskoðun á ákvörðun innanríkisráðuneytisins til kærunefndar útlendingamála. Við ætlum að fylgja þessu eftir alla leið. Það er engin spurning,“ segir Jón Tryggvi.
 
Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun höfðu lögmenn hælisleitendanna þriggja, sem stóð til að flytja úr landi í nótt, ekki óskað eftir endurupptöku mála þeirra hjá kærunefndinni eftir að dómur Hæstaréttar lá fyrir. Taldi stofnunin sanngjarnast að láta mennina ekki líða fyrir það og hvatti lögfræðinga þeirra til þess að sækja um endurupptöku og var beiðni um flutning mannanna frestað þar til afstaða kærunefndarinnar liggur fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár