Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þetta þýðir að við getum sofið í nótt“

Hæl­is­leit­end­urn­ir ekki send­ir úr landi í nótt. Voru að borða kveðju­kvöld­verð þeg­ar sím­tal barst frá Út­lend­inga­stofn­un.

„Þetta þýðir að við getum sofið í nótt“

Ákvörðun um að senda þrjá hælisleitendur til Ítalíu klukkan fimm í nótt hefur verið dregin tilbaka. Samkvæmt upplýsingum frá mönnunum þremur kom sú ákvörðun á elleftu stundu eða um klukkan átta í kvöld, rúmum tuttugu klukkutímum áður en handtaka átti mennina og flytja úr landi.
 
Stundin fjallaði um mál þeirra í dag og ræddi meðal annars við Christian Boadi en hann hefur búið á Íslandi í tæp fjögur ár, er með atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi og starfar sem aðstoðarkokkur á veitingastaðnum Lækjarbrekku. Honum, líkt og hinum tveimur hælisleitendunum, var gefinn 48 klukkustundir til þess að pakka sínum eigum saman, kveðja vini og vandamenn, hætta í vinnunni og gefa sig fram við lögreglu. Christian var eyðilagður vegna málsins og taldi ekkert annað bíða eftir sér á Ítalíu en matar- og húsnæðisleysi en hann hafði lifað á götunni á Ítalíu áður en hann kom hingað til lands fyrir tæpum fjórum árum.
 
En það voru fleiri en Christian og hælisleitendurnir sem voru eyðilagðir vegna málsins því þeir eiga stóran hóp af vinum, kunningjum og samstarfsfélögum hér á landi. Einn þeirra er vinnuveitandi hans Christian en sá er eigandi Lækjarbrekku og heitir Jón Tryggvi Jónsson. Christian hefur unnið hjá Lækjarbrekku frá því í ágúst á síðasta ári og hefur staðið sig með prýði sem aðstoðarkokkur.
 
„Þetta eru frábærar fréttir. Við vorum bara að borða kveðjukvöldverðinn þegar við fengum þetta símtal sem var eins og himnasending,“ segir Jón Tryggvi sem ætlaði ásamt starfsfólki sínu að mæta fyrir utan heimili Christian klukkan fimm í nótt og standa við bakið á honum.
 
„Þetta þýðir að við getum sofið í nótt. Það er samt bara hálfur slagur unninn því nú þarf að sækja um endurskoðun á ákvörðun innanríkisráðuneytisins til kærunefndar útlendingamála. Við ætlum að fylgja þessu eftir alla leið. Það er engin spurning,“ segir Jón Tryggvi.
 
Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun höfðu lögmenn hælisleitendanna þriggja, sem stóð til að flytja úr landi í nótt, ekki óskað eftir endurupptöku mála þeirra hjá kærunefndinni eftir að dómur Hæstaréttar lá fyrir. Taldi stofnunin sanngjarnast að láta mennina ekki líða fyrir það og hvatti lögfræðinga þeirra til þess að sækja um endurupptöku og var beiðni um flutning mannanna frestað þar til afstaða kærunefndarinnar liggur fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár