Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þetta eru svæðin sem Jón Gunnarsson vill virkja

Ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um virkj­ana­kost­ina fimm sem eru til um­ræðu á Al­þingi í dag. Um þús­und manns hafa boð­að komu sína á mót­mæla­fund á Aust­ur­velli síð­deg­is.

Þetta eru svæðin sem Jón Gunnarsson vill virkja
Kaldakvísl Skrokkölduvirkjun myndi hafa áhrif á margar mikilvægar ferðaleiðir á hálendinu. Mynd: Sigurgeir Sigurjónsson

Landvernd umhverfisverndarsamtök hafa boðað til mótmæla á Austurvelli kl. 16:30 í dag til að mótmæla því að „leikreglur eru brotnar á Alþingi“. Þegar þetta er skrifað hafa um þúsund manns boðað komu sína. Síðdegis fer einnig fram á Alþingi framhald síðari umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem lagt er til að fimm nýir virkjanakostir verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Hart var tekist á um málið í þingsal í gær en umræður stóðu yfir til miðnættis. 

„Rammaáætlun fjallar um hvar megi virkja og hvar ekki. Alþingi ræðir nú tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa virkjanahugmyndir yfir í virkjanaflokk rammaáætlunar án þess að hugmyndirnar hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um og að öllum faglegum atriðum hafi verið sinnt,“ segir meðal annars í texta um viðburðinn. „Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlun verður gefið langt nef. Aðeins eitt ár er í að niðurstöður verkefnisstjórnar núverandi rammaáætlunar liggja fyrir, þar sem hægt yrði að taka ofangreindar virkjanahugmyndir til greina. Er ekki nær að bíða þeirrar niðurstöður í stað þess að efna til þessa ófriðar?“ spyrja aðstandendur mótmælanna.

Sjá einnig: „Það er búið að henda rammaáætlun“

 

Virkjanirnar fimm:

Stundin hefur safnað saman upplýsingum um virkjanahugmyndirnar fimm sem meiri hluti atvinnuveganefndar leggur til að verði færðar í nýtingarflokk. 

Urriðafoss
Urriðafoss Verði áform Landsvirkjunar að veruleika yrði fossinn vatnslítill eftir virkjun og nánast hverfa.

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár

Þrír virkjanakostir, af þessum fimm sem eru til umræðu á Alþingi,eru  í neðri hluta þjórsár; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Landsvirkjun áformar að reisa 82 MW virkjun í landi Hvamms við Þjórsá, 53 MW virkjun í Holtum við Þjórsá og 130 MW virkjun við Urriðafoss. 

Á vef Framtíðarlandsins segir að meðalrennsli í Þjórsá myndi minnka verulega með Hvammsvirkjun og hafa í för með sér fokhættu úr þurrum farveginum með tilheyrandi svifryksmengun og rofhættu. Eini birkiskógur svæðisins myndi opnast fyrir ágangi búfjár. 

Þá yrði inntakslónið yrði með Holtavirkjun næstum 5 km² að stærð og eyjunni Árnesi (sem Árnessýsla er kennd við) yrði að hluta til sökkt í lón. „Vatnsvegur Þjórsár yrði vatnslítill eða þurr á 8-9 km kafla sem hefði í för með sér fokhættu úr þurrum jarðveginum með tilheyrandi svifryksmengun og rokhættu. Þar að auki myndi lónið hafa áhrif á tún og beitilönd nokkurra jarða í sveitinni,“ segir á vef félagsins. 

Um Urriðafossvirkjun segir að verði áform Landsvirkjunar að veruleika yrði fossinn vatnslítill eftir virkjun og nánast hverfa. „Stór villtur laxastofn lifir í Þjórsá. Veiðimálastofnun og óháðir sérfræðingar á sviði veiðimála hafa áhyggjur af áhrifum virkjunar á vistfræði árinnar, einkum á sjógenga fiska eins og lax og silung,“ segir jafnframt á vef Framtíðarlandsins. 

Verkefnisstjórn um rammaáætlun fól faghópi árið 2013 að fara yfir skýrslu um laxfiska í Þjórsá og svör Landsvirkjunar. Faghópurinn taldi réttlætanlegt að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk, en taldi hvorki réttlætanlegt að færa Holtavirkjun né Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk. Engu að síður leggur meiri hluti atvinnuveganefndar, með Jón Gunnarsson í fararbroddi, til að allir þrír kostir verði færðir í nýtingarflokk. Máli sínu til stuðnings bendir meiri hlutinn á greinargerðir Landsvirkjunar þar sem fjallað er um mótvægisaðgerðir vegna Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar sem miða að því að vernda fiskstofna og um vöktun og viðbragðsáætlun.

Skrokkölduvirkjun í Kaldakvísl

Svæðið sem um ræðir er á Sprengisandsleið sem er með fjölfarnari hálendisleiðum landsins og hefur því áhrif á mikilvægar ferðaleiðir. Tilheyrandi 60 km háspennulína myndi gjörbreyta upplifun af svæðinu en hugmyndir eru um 35 MW vatnsaflsvirkjun á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár