Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þetta eru svæðin sem Jón Gunnarsson vill virkja

Ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um virkj­ana­kost­ina fimm sem eru til um­ræðu á Al­þingi í dag. Um þús­und manns hafa boð­að komu sína á mót­mæla­fund á Aust­ur­velli síð­deg­is.

Þetta eru svæðin sem Jón Gunnarsson vill virkja
Kaldakvísl Skrokkölduvirkjun myndi hafa áhrif á margar mikilvægar ferðaleiðir á hálendinu. Mynd: Sigurgeir Sigurjónsson

Landvernd umhverfisverndarsamtök hafa boðað til mótmæla á Austurvelli kl. 16:30 í dag til að mótmæla því að „leikreglur eru brotnar á Alþingi“. Þegar þetta er skrifað hafa um þúsund manns boðað komu sína. Síðdegis fer einnig fram á Alþingi framhald síðari umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem lagt er til að fimm nýir virkjanakostir verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Hart var tekist á um málið í þingsal í gær en umræður stóðu yfir til miðnættis. 

„Rammaáætlun fjallar um hvar megi virkja og hvar ekki. Alþingi ræðir nú tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa virkjanahugmyndir yfir í virkjanaflokk rammaáætlunar án þess að hugmyndirnar hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um og að öllum faglegum atriðum hafi verið sinnt,“ segir meðal annars í texta um viðburðinn. „Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlun verður gefið langt nef. Aðeins eitt ár er í að niðurstöður verkefnisstjórnar núverandi rammaáætlunar liggja fyrir, þar sem hægt yrði að taka ofangreindar virkjanahugmyndir til greina. Er ekki nær að bíða þeirrar niðurstöður í stað þess að efna til þessa ófriðar?“ spyrja aðstandendur mótmælanna.

Sjá einnig: „Það er búið að henda rammaáætlun“

 

Virkjanirnar fimm:

Stundin hefur safnað saman upplýsingum um virkjanahugmyndirnar fimm sem meiri hluti atvinnuveganefndar leggur til að verði færðar í nýtingarflokk. 

Urriðafoss
Urriðafoss Verði áform Landsvirkjunar að veruleika yrði fossinn vatnslítill eftir virkjun og nánast hverfa.

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár

Þrír virkjanakostir, af þessum fimm sem eru til umræðu á Alþingi,eru  í neðri hluta þjórsár; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Landsvirkjun áformar að reisa 82 MW virkjun í landi Hvamms við Þjórsá, 53 MW virkjun í Holtum við Þjórsá og 130 MW virkjun við Urriðafoss. 

Á vef Framtíðarlandsins segir að meðalrennsli í Þjórsá myndi minnka verulega með Hvammsvirkjun og hafa í för með sér fokhættu úr þurrum farveginum með tilheyrandi svifryksmengun og rofhættu. Eini birkiskógur svæðisins myndi opnast fyrir ágangi búfjár. 

Þá yrði inntakslónið yrði með Holtavirkjun næstum 5 km² að stærð og eyjunni Árnesi (sem Árnessýsla er kennd við) yrði að hluta til sökkt í lón. „Vatnsvegur Þjórsár yrði vatnslítill eða þurr á 8-9 km kafla sem hefði í för með sér fokhættu úr þurrum jarðveginum með tilheyrandi svifryksmengun og rokhættu. Þar að auki myndi lónið hafa áhrif á tún og beitilönd nokkurra jarða í sveitinni,“ segir á vef félagsins. 

Um Urriðafossvirkjun segir að verði áform Landsvirkjunar að veruleika yrði fossinn vatnslítill eftir virkjun og nánast hverfa. „Stór villtur laxastofn lifir í Þjórsá. Veiðimálastofnun og óháðir sérfræðingar á sviði veiðimála hafa áhyggjur af áhrifum virkjunar á vistfræði árinnar, einkum á sjógenga fiska eins og lax og silung,“ segir jafnframt á vef Framtíðarlandsins. 

Verkefnisstjórn um rammaáætlun fól faghópi árið 2013 að fara yfir skýrslu um laxfiska í Þjórsá og svör Landsvirkjunar. Faghópurinn taldi réttlætanlegt að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk, en taldi hvorki réttlætanlegt að færa Holtavirkjun né Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk. Engu að síður leggur meiri hluti atvinnuveganefndar, með Jón Gunnarsson í fararbroddi, til að allir þrír kostir verði færðir í nýtingarflokk. Máli sínu til stuðnings bendir meiri hlutinn á greinargerðir Landsvirkjunar þar sem fjallað er um mótvægisaðgerðir vegna Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar sem miða að því að vernda fiskstofna og um vöktun og viðbragðsáætlun.

Skrokkölduvirkjun í Kaldakvísl

Svæðið sem um ræðir er á Sprengisandsleið sem er með fjölfarnari hálendisleiðum landsins og hefur því áhrif á mikilvægar ferðaleiðir. Tilheyrandi 60 km háspennulína myndi gjörbreyta upplifun af svæðinu en hugmyndir eru um 35 MW vatnsaflsvirkjun á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár