Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Þetta eru svæðin sem Jón Gunnarsson vill virkja

Ít­ar­leg­ar upp­lýs­ing­ar um virkj­ana­kost­ina fimm sem eru til um­ræðu á Al­þingi í dag. Um þús­und manns hafa boð­að komu sína á mót­mæla­fund á Aust­ur­velli síð­deg­is.

Þetta eru svæðin sem Jón Gunnarsson vill virkja
Kaldakvísl Skrokkölduvirkjun myndi hafa áhrif á margar mikilvægar ferðaleiðir á hálendinu. Mynd: Sigurgeir Sigurjónsson

Landvernd umhverfisverndarsamtök hafa boðað til mótmæla á Austurvelli kl. 16:30 í dag til að mótmæla því að „leikreglur eru brotnar á Alþingi“. Þegar þetta er skrifað hafa um þúsund manns boðað komu sína. Síðdegis fer einnig fram á Alþingi framhald síðari umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða þar sem lagt er til að fimm nýir virkjanakostir verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Hart var tekist á um málið í þingsal í gær en umræður stóðu yfir til miðnættis. 

„Rammaáætlun fjallar um hvar megi virkja og hvar ekki. Alþingi ræðir nú tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa virkjanahugmyndir yfir í virkjanaflokk rammaáætlunar án þess að hugmyndirnar hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um og að öllum faglegum atriðum hafi verið sinnt,“ segir meðal annars í texta um viðburðinn. „Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlun verður gefið langt nef. Aðeins eitt ár er í að niðurstöður verkefnisstjórnar núverandi rammaáætlunar liggja fyrir, þar sem hægt yrði að taka ofangreindar virkjanahugmyndir til greina. Er ekki nær að bíða þeirrar niðurstöður í stað þess að efna til þessa ófriðar?“ spyrja aðstandendur mótmælanna.

Sjá einnig: „Það er búið að henda rammaáætlun“

 

Virkjanirnar fimm:

Stundin hefur safnað saman upplýsingum um virkjanahugmyndirnar fimm sem meiri hluti atvinnuveganefndar leggur til að verði færðar í nýtingarflokk. 

Urriðafoss
Urriðafoss Verði áform Landsvirkjunar að veruleika yrði fossinn vatnslítill eftir virkjun og nánast hverfa.

Virkjanir í neðri hluta Þjórsár

Þrír virkjanakostir, af þessum fimm sem eru til umræðu á Alþingi,eru  í neðri hluta þjórsár; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Landsvirkjun áformar að reisa 82 MW virkjun í landi Hvamms við Þjórsá, 53 MW virkjun í Holtum við Þjórsá og 130 MW virkjun við Urriðafoss. 

Á vef Framtíðarlandsins segir að meðalrennsli í Þjórsá myndi minnka verulega með Hvammsvirkjun og hafa í för með sér fokhættu úr þurrum farveginum með tilheyrandi svifryksmengun og rofhættu. Eini birkiskógur svæðisins myndi opnast fyrir ágangi búfjár. 

Þá yrði inntakslónið yrði með Holtavirkjun næstum 5 km² að stærð og eyjunni Árnesi (sem Árnessýsla er kennd við) yrði að hluta til sökkt í lón. „Vatnsvegur Þjórsár yrði vatnslítill eða þurr á 8-9 km kafla sem hefði í för með sér fokhættu úr þurrum jarðveginum með tilheyrandi svifryksmengun og rokhættu. Þar að auki myndi lónið hafa áhrif á tún og beitilönd nokkurra jarða í sveitinni,“ segir á vef félagsins. 

Um Urriðafossvirkjun segir að verði áform Landsvirkjunar að veruleika yrði fossinn vatnslítill eftir virkjun og nánast hverfa. „Stór villtur laxastofn lifir í Þjórsá. Veiðimálastofnun og óháðir sérfræðingar á sviði veiðimála hafa áhyggjur af áhrifum virkjunar á vistfræði árinnar, einkum á sjógenga fiska eins og lax og silung,“ segir jafnframt á vef Framtíðarlandsins. 

Verkefnisstjórn um rammaáætlun fól faghópi árið 2013 að fara yfir skýrslu um laxfiska í Þjórsá og svör Landsvirkjunar. Faghópurinn taldi réttlætanlegt að færa Hvammsvirkjun úr biðflokki í nýtingarflokk, en taldi hvorki réttlætanlegt að færa Holtavirkjun né Urriðafossvirkjun í nýtingarflokk. Engu að síður leggur meiri hluti atvinnuveganefndar, með Jón Gunnarsson í fararbroddi, til að allir þrír kostir verði færðir í nýtingarflokk. Máli sínu til stuðnings bendir meiri hlutinn á greinargerðir Landsvirkjunar þar sem fjallað er um mótvægisaðgerðir vegna Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar sem miða að því að vernda fiskstofna og um vöktun og viðbragðsáætlun.

Skrokkölduvirkjun í Kaldakvísl

Svæðið sem um ræðir er á Sprengisandsleið sem er með fjölfarnari hálendisleiðum landsins og hefur því áhrif á mikilvægar ferðaleiðir. Tilheyrandi 60 km háspennulína myndi gjörbreyta upplifun af svæðinu en hugmyndir eru um 35 MW vatnsaflsvirkjun á svæðinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár