Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Þetta er alveg út úr kú hjá Kúkú Campers“

Ís­lenska bíla­leig­an Kúkú Cam­pers hvet­ur ferða­menn til þess að lifa af land­inu og leig­ir þeim til þess veiðistang­ir og grill. Fjöl­marg­ir ferða­menn sem leigt hafa bíla af KúKú Cam­pers hafa ver­ið stöðv­að­ir við laxár vegna mis­vís­andi skila­boða á vef­síðu fyr­ir­tæk­is­ins en þar seg­ir með­al ann­ars að lög­legt sé að borða eins mik­ið af ann­ars manns landi og mað­ur get­ur í 24 klukku­tíma.

„Þetta er alveg út úr kú hjá Kúkú Campers“
Mæta með stöngina í laxár hér á landi Leiðsögu- og veiðimaðurinn Karl Lúðvíksson er ósáttur við misvísandi skilaboð KúKú Campers til ferðamanna sem heimsækja landið. Mynd: Úr einkasafni

„Þessi skilaboð sem þeir eru að senda út eru alveg fáránleg,“ segir Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður í Langá, en þar á hann við upplýsingar sem finna má á vefsíðu fyrirtækisins KúKú Campers sem sérhæfir sig í leigu á breyttum sendiferðabílum hér á landi.

Sendiferðabílarnir eru þannig útbúnir að ferðamenn geta gist í bílunum hvar sem þeir stoppa og hvetur fyrirtækið ferðamenninna til þess að upplifa Ísland á aðeins öðruvísi hátt en flest önnur ferðaþjónustufyrirtæki og bílaleigur hér á landi.

Á vefsíðu KúKú Campers má meðal annars finna upplýsingar um hin ýmsu kort af Íslandi sem fyrirtækið selur ferðamönnum.

Kortin eru átta talsins og eru jafn ólík og þau eru mörg en þar er til að mynda kort fyrir kynlíf utandyra og kort fyrir þá sem vilja lifa eins og náttúrubarn í íslenskri víðáttu. Fyrirtækið skorar á þá sem kaupa „The Natural Life Map“ að lifa af landinu í heila viku og segir á vefsíðu KúKú Campers að lög á Íslandi leyfa hverjum sem er að borða hvað sem er af landi hvers sem er.

Ferðamennirnir mjög hissa

„Þú mátt ekki taka neitt með frá landi annars manns en þú mátt borða eins mikið og þú vilt í tuttugu og fjóra klukkutíma,“ segir á vefsíðu fyrirtækisins, sem einnig leigir út útigrill og veiðistangir.

„You can eat as you want for 24 hours“
„You can eat as you want for 24 hours“ Misvísandi upplýsingar á vefsíðu fyrirtækisins hvetja ferðamenn til þess að lifa á landinu. Fyrirtækið segir lög í gildi á Íslandi sem heimila hverjum sem er að borða hvað sem er af landi hvers sem er í 24 klukkutíma.

„Ég lenti í því í fyrra að ég kom að fólki með veiðistangir upp við á. Ég kynnti mig sem staðarhaldara í Langá og lét þau vita að þau væru að veiða í ánni í óleyfi og reyndi að útskýra fyrir þeim að á Íslandi væri það ekki þannig að þú færir að næsta vatni eða á og veiðir. Þú mátt gera það í sjó en það gildir eignarréttur um vötn og ár. Fólk var yfirleitt mjög hissa því það hafði upplýsingar um annað, en var gífurlega þakklátt fyrir að hafa fengið réttar upplýsingar,“ segir Karl Lúðvíksson, en allir þeir sem hann stöðvaði við ólöglega veiði í fyrra höfðu leigt „húsbíl“ af KúKú Campers.

„Þetta eru ekki rétt skilaboð til ferðamanna“

„Síðasta parið sem ég greip var að veiða á stað við Langá sem heitir Bugurinn, en þá var ég að fylgja eldri manni frá Kanada sem kom hingað til lands til þess að veiða íslenskan lax. Ég lét þau vita að þetta væri ekki það sem við gerum hér á landi en ákvað, eins og ég hef reynt að temja mér í þessu, að vera kurteis og útskýra fyrir þeim hvernig landið liggur í þessum málum. Ég dró þau með mér að Kattarfossbrún við Langá þar sem er að finna ótrúlega fallegt landslag og ég og þessi eldri maður frá Kanada sýndum þeim hvernig við berum okkur að þegar við erum að veiða. Þeim fannst það svakalega gaman. Þau sögðu mér að þetta væru upplýsingarnar frá bílaleigunni sem hafði meira að segja leigt þeim veiðistangir til verksins. Þau tóku áskorun KúKú Campers og leituðu að ám á Íslandi. Þetta eru ekki rétt skilaboð til ferðamanna,“ segir Karl sem vill taka það fram að allir þeir ferðamenn sem hann stöðvaði voru afskaplega kurteisir og miður sín yfir því að hafa verið að gera eitthvað ólöglegt hér á landi: „Já, þau voru hreinlega í rusli yfir því.“

„Þú mátt ekki taka neitt með frá landi annars manns en þú mátt borða eins mikið og þú vilt af því í tuttugu og fjóra klukkutíma.“

En ekki eru þó allir jafn kurteisir segir Karl en hann veit dæmi þess að ferðamenn hafi haldið því fram að þeir væru í rétti og jafnvel neitað að fara.

Enginn svarar hjá KúKú Campers

„Já það hefur næstum því komið til handalögmála út af þessu rugli. Ég vil taka það fram að ég legg mikið upp úr því að útskýra fyrir fólki, vera kurteis og rólegur, því þau vita ekki betur og ég veit að flestir kollegar mínir reyna að gera slíkt hið sama.“

Stundin reyndi ítrekað að ná sambandi við eigendur og framkvæmdastjóra KúKú Campers en hafði ekki erindi sem erfiði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
4
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
6
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.
„Enginn sem tekur við af mér“
7
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.
Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
8
Þekking

Risa­hell­ir fund­inn á tungl­inu: Verð­ur hann fyrsti ból­stað­ur okk­ar?

Það var til marks um stórt skref í þró­un­ar­sögu manns­ins þeg­ar fyrstu hóp­ar manna hættu að leita sér næt­urstað­ar á víða­vangi held­ur sett­ust að í hell­um. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þró­un­ar­ferli manns­ins að setj­ast að á öðr­um hnetti en okk­ar heimaplán­etu og þá ein­mitt í helli — á tungl­inu. Langt er síð­an vís­inda­menn átt­uðu...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
1
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
„Ég var bara niðurlægð“
4
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
7
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár