Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Handteknar í flugvél: „Þeir voru að leika sér að því að meiða mig“

Ragn­heið­ur Freyja Krist­ín­ar­dótt­ir og Jór­unn Edda Helga­dótt­ir voru hand­tekn­ar um borð í Kötlu, flug­vél Icelanda­ir, sem var á leið til Stokk­hólms í morg­un. Þær báðu flug­far­þega um borð í vél­inni að sýna sam­stöðu með Eze Oka­for, flótta­manni frá Níg­er­íu, sem var flutt­ur úr landi með valdi.

Handteknar í flugvél: „Þeir voru að leika sér að því að meiða mig“
Handteknar með harðræði að þeirra sögn Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir.

Tvær konur voru handteknar um borð í Kötlu, flugvél Icelandair, sem var á leið til Stokkhólms í morgun en um borð var Eze Okafor, nígerískur flóttamaður sem sótt hafði um hæli hér á landi. Konurnar tvær heita Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir en blaðamaður Stundarinnar hitti þær í Reykjanesbæ en þeim var sleppt úr haldi lögreglunnar rétt fyrir klukkan sex í dag.

Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda áttu pantað flug til Stokkhólms í morgun en þegar um borð var komið stóðu þær upp og sögðu frá sögu Eze Okafor sem sat aftast í flugvélinni ásamt lögreglumönnum sem höfðu umsjón með brottvísun hans úr landi. Þær báðu flugfarþega að sýna samstöðu með því sem þær kölluðu brot á mannréttindum Eze með því að standa upp en flugstjóri flugvélarinnar neitaði að taka á loft fyrr en allir farþegar höfðu sest niður.

„Ég er handjárnuð mjög harkalega og járnunum rykkt saman til þess að þrengja þau eins mikið og hægt var“

„Við stóðum upp þegar allir farþegar voru komnir um borð og létum flugfarþega vita af þeim mannréttindabrotum sem ættu sér stað með brottvísun Eze úr landi. Við vorum einu sinni beðnar um að setjast niður og eftir það tók flugfreyjan strax þá ákvörðun um að vísa okkur úr flugvélinni,“ segir Ragnheiður Freyja en myndskeiðið sem birtist í dag var tekið upp af henni. Þar sést hvar starfsmenn flugvallarins ásamt flugfreyju halda Jórunni Eddu niðri. Ragnheiður stóð sem fastast og sagði frá sögu Eze og ítrekað bað flugfarþega að sýna samstöðu með því að standa upp.

Ásaka lögregluna um mikið harðræði

Skömmu síðar fylltist flugvélin af lögreglumönnum en samkvæmt vitnum var mikill viðbúnar á Keflavíkurflugvelli vegna mótmælanna. Ragnheiður segir tvo lögreglumenn hafa byrjað á því að hlaupa um borð í vélina og að þeir hafi strax handtekið hana.

Skarst á hendi
Skarst á hendi Ragnheiður Freyja skarst á hendi þegar hún var handtekin af lögreglunni.

„Síðan fylgja þrír eða fjórir sem fara með Jórunni út að landgangi sem hafði verið keyrt upp að flugvélinni. Úti á plani stóðu fjölmargir lögreglubílar og örugglega fimmtán lögreglumenn. Ég var tekin úr sætinu og mér skellt niður með andlitið við stigann og hendurnar reiddar aftur mjög harkalega. Ég er handjárnuð mjög harkalega og járnunum rykkt saman til þess að þrengja þau eins mikið og hægt var,“ segir Jórunn sem segist marin á öxl og upphandlegg eftir handtökuna.

„ ...einn heyrist biðja lögreglumann að flytja mig bakvið bíl því ég væri í „cameru“ eins og hann orðaði það“

Sama var gert við Ragnheiði en að hennar sögn voru þær síðan rifnar upp á handjárnunum en þar sem þau höfðu verið þrengd svo mikið þá skarst hún á hendi líkt og þær ljósmyndir sýna sem teknar voru stuttu eftir að þær voru leystar úr haldi lögreglunnar á Suðurnesjum.

Fluttur úr landi með valdi
Fluttur úr landi með valdi Eze Okafor var sendur nauðugur með flugi til Svíþjóðar í morgun eftir rúmlega fjögurra ára vist á Íslandi.

Hvetja flugfarþega að birta myndskeið

„Þegar það er búið að taka mig niður stigann, sem var gert mjög harkalega, þá er ég sett í mjög erfiða sitjandi stöðu. Þeir voru að leika sér að því að meiða mig. Lögreglumennirnir héldu höndunum á okkur upp og fyrir aftan bak en þá er eins og þeir hafi tekið eftir því að einhverjir flugfarþegar um borð hafi verið að taka þetta allt upp því einn heyrist biðja lögreglumann að flytja mig bakvið bíl því ég væri í „cameru“ eins og hann orðaði það,“ segir Jórunn sem hvetur þá flugfarþega sem voru um borð og náðu handtökunni á myndskeið að birta þær á veraldarvefnum.

„Við vorum síðan fluttar í sitt hvoru lagi á lögreglustöðina í Keflavík. Við biðjum ítrekað um að okkur séu lesin réttindi okkar en það var ekki gert. Við báðum ítrekað um að fá að hringja í lögmenn okkar en fengum það ekki. Við báðum ítrekað um að fá að hringja í vandamann og láta vita af okkur en fengum það ekki. Við vildum fá að hitta lækni vegna þeirra áverka sem við urðum fyrir á meðan á handtökunni stóð en fengum það ekki. Þá voru réttindi okkar ekki lesin upp fyrir okkar, eins og gera á samkvæmt lögum, fyrr en klukkutíma eftir handtöku. Það leið síðan einn og hálfur klukkutími, eftir að hafa bankað á hurðina á fangaklefanum fjölmörgum sinnum, að við fengum að fara á klósettið. Þeir sögðu við okkur báðar að við ættum að banka á klefahurðina ef við þyrftum vatn eða þyrftum að komast á klósettið en það var eins og þeir heyrðu ekki í okkur fyrsta einn og hálfa klukkutímann,“ segir Ragnheiður.

 

 

Núna erum við á leiðinni á Landspítalann til þess að verða okkur úti um áverkavottorð.

Þær segja báðar að lögreglan á Suðurnesjum hafi ekki haft samband við þá lögmenn sem þær báðu um fyrr en allt of seint. Þeir hafi þá ekki verið til taks og því hafi þeim verið ráðstafað lögmönnum sem þær þekktu ekki.

„Við nýttum þjónustu þeirra sem réttargæslumenn á meðan á yfirheyrslum stóð en við vorum í haldi lögreglunnar í tæpa sjö klukkutíma,“ segja þær Ragnheiður Freyja og Jórunn Edda.

Núna erum við á leiðinni á Landspítalann til þess að verða okkur úti um áverkavottorð.

Lögreglan ræðir málið ekki

Þær vildu ekki ræða aðgerðir sínar í smáatriðum en áætla að hitta lögfræðing á morgun vegna þeirra saka sem á þær voru bornar í dag af lögreglunni á Suðurnesjum. Þær segjast fyrst og fremst hafa áhyggjur af afdrifum Eze sem nú er lentur í Svíþjóð.

Stundin hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum vegna þeirra ásakana sem á embættið eru bornar af þeim Ragnheiði Freyju og Jórunni Eddu er varðar handtökuna og það harðræði sem þær segjast hafa orðið fyrir. Þá vildi Stundin einnig vita hvaða lög þær hafi brotið með háttsemi sinni. Lögreglan á Suðurnesjum varðist allra fregna af málinu og sagði það í rannsókn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár