Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Áttræð kona berst við Bílastæðasjóð: „Þau mega selja bílinn minn“

82 ára kona fékk 20 þús­und króna sekt fyr­ir að leggja í bíla­stæði fyr­ir hreyfi­haml­að fólk. Er ör­yrki en átti eft­ir að end­ur­nýja stæð­iskort­ið.

Áttræð kona berst við Bílastæðasjóð: „Þau mega selja bílinn minn“
„Þetta er hótunarbréf“ Ásbjörg Helgadóttir líkir innheimtubréfi Bílastæðasjóðs Reykjavíkur við hótunarbréf. Þar kemur meðal annars fram að ef hún borgar ekki sektina megi setja bílinn hennar á nauðungaruppboð. Mynd: Kristinn Magnússon

Ásbjörg Helgadóttir er í uppnámi eftir að hafa fengið, að hennar mati, harðort innheimtubréf frá Bílastæðasjóði þar sem henni er gert að greiða tuttugu þúsund krónur í sekt fyrir að hafa lagt í bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk. Ásbjörg er 82 ára gömul og er bæði öryrki og ellilífeyrisþegi. „Ég er búin að fá tvö bréf. Fyrst fékk ég bréf um að ég hefði verið sektuð um tíu þúsund krónur fyrir að leggja, að mér skildist, öfugt í stæði fatlaðra. Ég þóttist nú vera með fatlaðra merki, en á víst eftir að endurnýja það. Mér finnst ég nú tiltölulega nýbúin að endurnýja það,“ segir Ásbjörg. Þess má geta að stæðiskort fyrir hreyfihamlaða eru gefin út í tiltekinn tíma, að hámarki fimm ár en ekki skemur en tvö ár. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár