Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í Ameríku í nóvember. Að venju fór hún að mestu leyti fram hjá flestum Íslendingum, að því undanskildu að hér var haldinn svartur fössari, eða Black Friday. Gárungarnir fussuðu og sveiuðu yfir því og sögðust ekki skilja af hverju Íslendingar þurfi alltaf að apa upp eftir ósiðum Ameríkana, enda Black Friday ekki merkilegri en svo að hann markar upphaf jólaverslunar, degi eftir þakkargjörðina. Á þessum degi bjóða verslunarkeðjur viðskiptavinum sínum að kaupa vörur með allt að 75% afslætti og oft myndast langar raðir fyrir utan búðir og mikill múgæsingur getur myndast þegar það er loks hleypt inn. Íslenskir verslunareigendur buðu líka upp á afslátt á þessum degi, reyndar ekki nema 20% afslátt, jafnvel þótt við höldum ekki upp á þakkargjörðarhátíðina.
Þakkargjörðarhátíðin er reyndar merkileg fyrir þær sakir að hún er haldin til þess að þakka frumbyggjum Ameríku fyrir aðstoðina sem vestrænir pílagrímar fengu þegar þeir voru …
Athugasemdir