Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Það er líf eftir þetta líf“

Ör­laga­sög­ur frá því snjóflóð­ið féll á Flat­eyri. Fyr­ir­boð­ar og hrika­leg lífs­reynsla.

„Það er líf eftir þetta líf“
Frá Flateyri Ekkert samfélag á síðari tímum á Íslandi hefur fengið annað eins högg. Mynd: Ólöf Brynjarsdóttir

Það var í senn tímabært og nauðsynlegt verk að skrifa um snjóflóðið sem skall á Flateyri árið 1995 með þeim skelfilegu afleiðingum að 20 manns fórust. Flóðið kostaði ekki aðeins fjölda mannslífa. Höggið á samfélagið var slíkt að það hefur ekki náð sér síðan. Fjöldi manns flutti í burtu og kom sér fyrir á stöðum þar sem sárar minningarnar voru ekki eins yfirþyrmandi. Á meðal hinna brottfluttu var Sóley Eiríksdóttir, sem var grafin upp úr rústum heimilis síns. Hún var 11 ára og þurfti að sjá á bak systur sinni, Svönu, sem fórst í flóðinu ásamt Halldóri Ólafssyni, vini sínum.

 

Í bókinni tekst sérstaklega vel að lýsa aðdraganda snjóflóðsins, atburðinum sjálfum, og leitinni að fólki í rústunum. Þarna er margt fólk að segja sögu sína úr hörmungunum í fyrsta sinn. Lykillinn að því er að Sóley deilir reynslu og sorg með fólkinu. Henni er því treyst fyrir sögunni.

Fjölskyldugata

Ótal margar persónur koma við sögu. Hugsanlega er flókið fyrir þann sem ekki þekkir til að komast inn í málið. Það er því þarft að Sóley er óspör á að kynna fólk til leiks og skilgreina það út frá sjálfri sér. Sjálf bjó hún við Unnarstíg sem var eins konar fjölskyldugata. Þrír bræður bjuggu við götuna, þeirra á meðal faðir Sóleyjar. Tveir misstu börn sín þegar húsin splundruðust þessa örlaganótt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár