„Það er líf eftir þetta líf“

Ör­laga­sög­ur frá því snjóflóð­ið féll á Flat­eyri. Fyr­ir­boð­ar og hrika­leg lífs­reynsla.

„Það er líf eftir þetta líf“
Frá Flateyri Ekkert samfélag á síðari tímum á Íslandi hefur fengið annað eins högg. Mynd: Ólöf Brynjarsdóttir

Það var í senn tímabært og nauðsynlegt verk að skrifa um snjóflóðið sem skall á Flateyri árið 1995 með þeim skelfilegu afleiðingum að 20 manns fórust. Flóðið kostaði ekki aðeins fjölda mannslífa. Höggið á samfélagið var slíkt að það hefur ekki náð sér síðan. Fjöldi manns flutti í burtu og kom sér fyrir á stöðum þar sem sárar minningarnar voru ekki eins yfirþyrmandi. Á meðal hinna brottfluttu var Sóley Eiríksdóttir, sem var grafin upp úr rústum heimilis síns. Hún var 11 ára og þurfti að sjá á bak systur sinni, Svönu, sem fórst í flóðinu ásamt Halldóri Ólafssyni, vini sínum.

 

Í bókinni tekst sérstaklega vel að lýsa aðdraganda snjóflóðsins, atburðinum sjálfum, og leitinni að fólki í rústunum. Þarna er margt fólk að segja sögu sína úr hörmungunum í fyrsta sinn. Lykillinn að því er að Sóley deilir reynslu og sorg með fólkinu. Henni er því treyst fyrir sögunni.

Fjölskyldugata

Ótal margar persónur koma við sögu. Hugsanlega er flókið fyrir þann sem ekki þekkir til að komast inn í málið. Það er því þarft að Sóley er óspör á að kynna fólk til leiks og skilgreina það út frá sjálfri sér. Sjálf bjó hún við Unnarstíg sem var eins konar fjölskyldugata. Þrír bræður bjuggu við götuna, þeirra á meðal faðir Sóleyjar. Tveir misstu börn sín þegar húsin splundruðust þessa örlaganótt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu