„Mín upplifun af þessum fundi var í raun skelfileg. Þar kom fram að ég þyrfti í raun að fyrirgera mínum rétt sem föður Eyjólfs til þess að norska ríkið mögulega samþykki að vista hann hér á landi. Mér var sagt að það væri eini kosturinn í stöðunni og það eina sem ég gæti gert til þess að auka líkurnar á því að hann fengi fóstur hér á Íslandi,“ segir Sigurjón Elías Atlason, faðir hins fimm ára gamla Eyjólfs, sem norska barnaverndin vill fá í sína vörslu. Eyjólfur verður að óbreyttu sendur úr landi eftir tvær vikur, en norska barnaverndin hefur fundið fósturfjölskyldu þar í landi fyrir hann.
Sigurjón hefur farið fram á forsjá yfir drengnum í kjölfar þess að norsk barnaverndaryfirvöld úrskurðuðu að móðirin skyldi svipt forsjá og móðurömmunni ekki heimilað að taka við forsjánu.
Fundurinn sem Sigurjón Elías vitnar til er fundur sem bæði móður- og föðurfjölskylda Eyjólfs átti …
Athugasemdir