Rúmlega þúsund tonna kvóti Þórsbergs að verðmæti þrír milljarðar króna er á leiðinni suður í Garð, ef áform ganga eftir. Heimildir Stundarinnar herma að samningar séu á lokastigi um að Nesfiskur í Garði kaupi fiskiskipið Kóp BA, stærstu eign Þórsbergs á Tálknafirði. Ef kaupin ganga eftir standa eftir fiskvinnsluhús og vélar, verðlitlar eignir í landi. Eigendur Þórsbergs hafa undanfarið átt í viðræðum við Odda á Patreksfirði og fleiri aðila um kaup á fyrirtækinu. Heimildir Stundarinnar herma að slitnað hafi upp úr þeim viðræðum en þess í stað verði skip og kvóti seldur suður í Garð. Sömu heimildir herma að kaupverðið, rúmir þrír milljarðar, sé að hluta greitt með smábátakvóta og peningum.
Þórsberg hefur átt í vandræðum undanfarin ár vegna tapreksturs. Eigendur
Athugasemdir