Tveir sýrlenskir hælisleitendur, sem hafa verið hér á landi í sjö og átta mánuði, verða sendir úr landi til Búlgaríu á þriðjudag. Búlgörsk yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Amnesty International, fyrir slæma meðferð á flóttamönnum og fyrir að taka illa á hatursglæpum sem færast sífellt í aukana í landinu. Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur nú sótt um dvalarleyfi fyrir annan þeirra, að því er fram kemur í frétt Fréttatímans í dag.
Ahmad Aldzasem Ibrahim kom til landsins í júní á síðasta ári og hefur því verið hér á landi í sjö mánuði. Hann vinnur á veitingastaðnum Ali Baba og segist ekki þurfa á annarri framfærslu að halda. Það eina sem hann vilji er leyfi til að vera áfram hér á landi. „Ég borga skatta og fæ laun. Leyfið mér bara að vera hérna,“ segir hann.
Wajden S. Rmmo kom til landsins í maí á síðasta ári, en hann. „Ég veit að fólk hefur fengið hæli hér á landi eða dvalarleyfi sem kemur ekki frá stríðshrjáðum löndum. Landið okkar er í rúst. Hvers vegna vill enginn hjálpa okkur?“ spyr Wajden.
Stundin ræddi við Ahmad og Wajden, með aðstoð túlks, fyrr í dag.
Athugasemdir