Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sýrlenskir hælisleitendur sendir aftur til Búlgaríu: „Þá drep ég mig“

Sýr­lensku hæl­is­leit­end­urn­ir Ahmad Aldza­sem Ibra­him og Wajd­en S. Rmmo verða send­ir til Búlgaríu á þriðju­dag. Mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal hafa gagn­rýnt búl­görsk yf­ir­völd fyr­ir harð­ræði gagn­vart hæl­is­leit­end­um. „Hvers vegna vill eng­inn hjálpa okk­ur?“

Sýrlenskir hælisleitendur sendir aftur til Búlgaríu: „Þá drep ég mig“

Tveir sýrlenskir hælisleitendur, sem hafa verið hér á landi í sjö og átta mánuði, verða sendir úr landi til Búlgaríu á þriðjudag. Búlgörsk yfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af Amnesty International, fyrir slæma meðferð á flóttamönnum og fyrir að taka illa á hatursglæpum sem færast sífellt í aukana í landinu. Helga Vala Helgadóttir lögmaður hefur nú sótt um dvalarleyfi fyrir annan þeirra, að því er fram kemur í frétt Fréttatímans í dag.  

Ahmad Aldzasem Ibrahim kom til landsins í júní á síðasta ári og hefur því verið hér á landi í sjö mánuði. Hann vinnur á veitingastaðnum Ali Baba og segist ekki þurfa á annarri framfærslu að halda. Það eina sem hann vilji er leyfi til að vera áfram hér á landi. „Ég borga skatta og fæ laun. Leyfið mér bara að vera hérna,“ segir hann. 

Wajden S. Rmmo kom til landsins í maí á síðasta ári, en hann. „Ég veit að fólk hefur fengið hæli hér á landi eða dvalarleyfi sem kemur ekki frá stríðshrjáðum löndum. Landið okkar er í rúst. Hvers vegna vill enginn hjálpa okkur?“ spyr Wajden. 

Stundin ræddi við Ahmad og Wajden, með aðstoð túlks, fyrr í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár