Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Svona á að skrifa um lífið, svona á skrifa um dauðann

Árni Berg­mann var blaða­mað­ur á Þjóð­vilj­an­um í þrjá ára­tugi og rit­stjóri í fjór­tán ár. Hann hef­ur nú sent frá sér sjálfsævi­sögu sem er auð­vit­að líka viss ald­ar­speg­ill þar sem Árni fylgd­ist með stjórn­mál­um og hrær­ing­um í Evr­ópu á dög­um Kalda stríðs­ins. Bók Árna er vel skrif­uð yf­ir­veg­uð og í henni er til­finn­inga­leg­ur hápunkt­ur.

Svona á að skrifa um lífið, svona á skrifa um dauðann
Yfirveguð sjálfsævisaga Bók Árna er yfirveguð; hann er ekki að gera upp sakir við neinn.

Eitt á ég samt: Endurminningar

Árni Bergmann

Mál og menning

399 blaðsíður

**** (fjórar stjörnur)

 

Sá sem heyrir af því að ritstjóri Þjóðviljans til margra ára á dögum Kalda stríðsins hafi gefið út sjálfsævisögu gæti í fyrstu haldið að slík bók væri full af stórpólitískum frásögnum og jafnvel tíðindum um hvernig reynt var að hanna atburðarrásina í umræðunni á þessum pólaríseruðu tímum  í heimssögunni þar sem skýr markalína var á milli vinstri og hægri manna.  Sjálfstæðisflokkurinn og íslenskir hægri menn áttu jú sitt Morgunblaðið sem miðlaði þeirra sýn og róttæku vinstri mennirnir - ekki kratarnir - áttu sinn Þjóðvilja. 

Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson, hefur gefið út slíkar bækur þar sem hann greinir meðal annars frá því hvernig heilu forsíður Morgunblaðsins voru samdar og staðfestar af háttsettum mönnum í Sjálfstæðisflokknum og Styrmir sjálfur var sem ungur blaðamaður gerður út af örkinni til að fá upplýsingar um stjórnmálastarf íslenskra sósíalista sem hann síðan notaði í fréttaskrifum sínum auk þess að senda upplýsingarnar til ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jólabækur

Kraftur Jóns Kalmans
GagnrýniJólabækur

Kraft­ur Jóns Kalm­ans

Saga Ástu eft­ir Jón Kalm­an Stef­áns­son Út­gáfa: Bene­dikt­Ein­kunn: 4 stjörn­ur af 5 Jón Kalm­an Stef­áns­son er rit­höf­und­ur sem marg­ir hafa sterk­ar skoð­an­ir á. Sum­um finn­ast bæk­ur hans frá­bær­ar, nán­ast full­komn­ar, á með­an aðr­ir eiga erfitt með há­fleyg­an og ljóð­ræn­an stíl­inn. Ég þekki fólk sem elsk­ar bæk­ur Jóns Kalm­ans. En ég þekki líka fólk sem get­ur ekki les­ið hann út af...
Hvernig skrifa rithöfundarnir?: „Manneskja sem er skelfingu lostin gagnvart orðunum“
MenningJólabækur

Hvernig skrifa rit­höf­und­arn­ir?: „Mann­eskja sem er skelf­ingu lost­in gagn­vart orð­un­um“

Jóla­bóka­flóð­ið hef­ur ver­ið sagt sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri þar sem svo marg­ar bæk­ur koma út, eða um 35 til 40 pró­sent allra bóka sem gefn­ar eru út á hverju ári. Stund­in fékk fimm rit­höf­unda, sem all­ir gefa út skáld­verk fyr­ir þessi jól, til að lýsa því hvernig þeir skrifa bæk­ur sín­ar og bað þá vin­sam­leg­ast líka að fara út fyr­ir efn­ið.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár