Eitt á ég samt: Endurminningar
Árni Bergmann
Mál og menning
399 blaðsíður
**** (fjórar stjörnur)
Sá sem heyrir af því að ritstjóri Þjóðviljans til margra ára á dögum Kalda stríðsins hafi gefið út sjálfsævisögu gæti í fyrstu haldið að slík bók væri full af stórpólitískum frásögnum og jafnvel tíðindum um hvernig reynt var að hanna atburðarrásina í umræðunni á þessum pólaríseruðu tímum í heimssögunni þar sem skýr markalína var á milli vinstri og hægri manna. Sjálfstæðisflokkurinn og íslenskir hægri menn áttu jú sitt Morgunblaðið sem miðlaði þeirra sýn og róttæku vinstri mennirnir - ekki kratarnir - áttu sinn Þjóðvilja.
Fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson, hefur gefið út slíkar bækur þar sem hann greinir meðal annars frá því hvernig heilu forsíður Morgunblaðsins voru samdar og staðfestar af háttsettum mönnum í Sjálfstæðisflokknum og Styrmir sjálfur var sem ungur blaðamaður gerður út af örkinni til að fá upplýsingar um stjórnmálastarf íslenskra sósíalista sem hann síðan notaði í fréttaskrifum sínum auk þess að senda upplýsingarnar til ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Athugasemdir