Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stundin komin út: Íslenska byltingin

Í dag var fimmta tölu­blaði Stund­ar­inn­ar dreift um land­ið. For­síðu­efn­ið fjall­ar um bylt­ing­una sem hef­ur orð­ið í af­stöðu fólks til stjórn­mála­flokka. Stund­in greindi hvaða fólk Ís­lend­ing­ar myndu missa úr sinni þjón­ustu, hvaða fólk kæmi í stað­inn og hverju það vill breyta.

Stundin komin út: Íslenska byltingin

Fimmta tölublað Stundarinnar kom út í dag. Forsíðuefnið er úttekt á byltingunni sem hefur orðið í afstöðu fólks til stjórnmálaflokka frá því að Alþingiskosningar voru haldnar fyrir tveimur árum þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur náðu tæpum meirihluta. Það varð gríðarlegt hrun í pólitísku trausti við hrunið og þar með fór þetta fasta flokksfylgi mjög mikið á flakk og afar margir hafa ekki fundið sér aftur neinn heimaflokk,“ segir lektor við stjórnmálafræðideild. Kannanir markaðsrannsóknarfyrirtækisins MMR hafa undanfarið sýnt að hinn nýi flokkur Pírata myndi fá þriðjungsfylgi. Í kosningunum núna færu 20 nýir píratar inn á Alþingi. Stundin greindi hvaða fólk Íslendingar myndu missa úr sinni þjónustu, hvaða fólk kæmi í staðinn og hverju það vill breyta.

AA er félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt, áfengisbölið. Þar er ekkert yfirvald, engar reglur eða úrræði til að taka á málum. Stemningunni á sumum fundum er lýst sem kjötmarkaði þar sem eldri menn leita í nýliðastelpur. Dæmi eru um að konur mæti ofbeldismönnum í AA og sú krafa gerð til þeirra að þær fyrirgefi ofbeldið á þeim forsendum að þeir séu edrú. Það hefur endað illa. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ræddi við hátt í fimmtán konur um reynslu þeirra af AA samtökunum.

Ítarleg umfjöllun er um þá stærstu í ferðamannaþjónustunni, túristakóngana sem græða milljarða á því að selja flug, gistingu, ferðir, laxveiði og lundabangsa. Mikilvægt er að styrkja innviði ferðaþjónustunnar svo Ísland geti tekið á móti fleiri ferðamönnum, auk þess sem formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg segir umhverfið í miðbænum orðið fjandsamlegt orðum rekstri. Þá fjalla rithöfundarnir Jón Kalman, Auður Jónsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Hermann Stefánsson og Kristján Sigurjónsson.

Ljósmyndaþátturinn fjallar um dag í lífi þeirra Trausta Breiðfjörð og Huldu Jónsdóttur sem hafa lifað hátt í hundrað ár. Þau eru Strandamenn, sem tóku við Sauðavita og enduðu í Reykjavík. Jón Bjarki Magnússon skrifar um líf ömmu sinnar og afa. Kristinn Magnússon tók myndirnar.

Níels Ársælsson varð skipstjóri á togara rúmlega tvítugur. Skipherra varðskips lét manna fallbyssu og beindi að skipi hans. Síðan hefur hann barist við kerfið. Sviðsett brottkast vakti landsathygli. Sjö árum eftir gjaldþrot var enga vægð að fá og hann settur í fangelsi vegna vörslugjalda.

Helga Aðalsteinsdóttir kennari er með góðkynja heilaæxli sem þarf að fjarlægja og veldur því að hún er óvinnufær vegna síþreytu. Hún átti að fara í aðgerð í apríl þegar verkfall skall á. Helga kæmist til vinnu fljótlega eftir aðgerð en allt stendur fast.

Ósk Gunnlaugsdóttir hefur glímt við áfallastreituröskun frá því að henni var nauðgað, þegar hún var sautján ára, af þjóðþekktum manni. Hún fann fyrir miklum létti þegar hún sagði sögu sína í tengslum við netherferðina #þöggun og #konurtala á Beauty tips.

Þetta er brot af því sem birtist í blaðinu. Þar eru fleiri fréttir, úttektir, uppskriftir, innlit og viðtöl. Fjallað er um ferðir, íslenska staði sem þú verður að sjá áður en þú deyrð og Ólaf Jónasson leikmyndahönnuð sem er einn eigenda vitajarðarinnar Keflavíkur á Vestfjörðum þar sem Galtarviti stendur. Hann eyðir flestum sínum fríum í einangruninni í Keflavík þar sem hann hlustar á álfa og huldufólk. Listafólkið streymir í kyrrðina til hans rétt eins og göngumenn sem þreyttir fá að hvíla lúin bein.

Á meðal pistlahöfunda eru Jón Ólafsson heimspekingur, Jóhannes Björn samfélagsrýnir, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur, Stefán Snævar, Sigurður Sigurðsson, Sölvi Tryggvason, Óttar Guðmundsson geðlæknir, Þórunn Hrefna og Börkur Gunnarsson borgarfulltrúi.

Blaðið er 80 síður og fæst í flestum verslunum. Hægt er að kaupa áskrift hér: https://stundin.is/askrift/

Áskrifendur geta lesið blaðið í heild sinni hér: http://stundin.is/utgafa/2015/05/

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár