Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stundin komin út: Íslenska byltingin

Í dag var fimmta tölu­blaði Stund­ar­inn­ar dreift um land­ið. For­síðu­efn­ið fjall­ar um bylt­ing­una sem hef­ur orð­ið í af­stöðu fólks til stjórn­mála­flokka. Stund­in greindi hvaða fólk Ís­lend­ing­ar myndu missa úr sinni þjón­ustu, hvaða fólk kæmi í stað­inn og hverju það vill breyta.

Stundin komin út: Íslenska byltingin

Fimmta tölublað Stundarinnar kom út í dag. Forsíðuefnið er úttekt á byltingunni sem hefur orðið í afstöðu fólks til stjórnmálaflokka frá því að Alþingiskosningar voru haldnar fyrir tveimur árum þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur náðu tæpum meirihluta. Það varð gríðarlegt hrun í pólitísku trausti við hrunið og þar með fór þetta fasta flokksfylgi mjög mikið á flakk og afar margir hafa ekki fundið sér aftur neinn heimaflokk,“ segir lektor við stjórnmálafræðideild. Kannanir markaðsrannsóknarfyrirtækisins MMR hafa undanfarið sýnt að hinn nýi flokkur Pírata myndi fá þriðjungsfylgi. Í kosningunum núna færu 20 nýir píratar inn á Alþingi. Stundin greindi hvaða fólk Íslendingar myndu missa úr sinni þjónustu, hvaða fólk kæmi í staðinn og hverju það vill breyta.

AA er félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt, áfengisbölið. Þar er ekkert yfirvald, engar reglur eða úrræði til að taka á málum. Stemningunni á sumum fundum er lýst sem kjötmarkaði þar sem eldri menn leita í nýliðastelpur. Dæmi eru um að konur mæti ofbeldismönnum í AA og sú krafa gerð til þeirra að þær fyrirgefi ofbeldið á þeim forsendum að þeir séu edrú. Það hefur endað illa. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ræddi við hátt í fimmtán konur um reynslu þeirra af AA samtökunum.

Ítarleg umfjöllun er um þá stærstu í ferðamannaþjónustunni, túristakóngana sem græða milljarða á því að selja flug, gistingu, ferðir, laxveiði og lundabangsa. Mikilvægt er að styrkja innviði ferðaþjónustunnar svo Ísland geti tekið á móti fleiri ferðamönnum, auk þess sem formaður Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg segir umhverfið í miðbænum orðið fjandsamlegt orðum rekstri. Þá fjalla rithöfundarnir Jón Kalman, Auður Jónsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Hermann Stefánsson og Kristján Sigurjónsson.

Ljósmyndaþátturinn fjallar um dag í lífi þeirra Trausta Breiðfjörð og Huldu Jónsdóttur sem hafa lifað hátt í hundrað ár. Þau eru Strandamenn, sem tóku við Sauðavita og enduðu í Reykjavík. Jón Bjarki Magnússon skrifar um líf ömmu sinnar og afa. Kristinn Magnússon tók myndirnar.

Níels Ársælsson varð skipstjóri á togara rúmlega tvítugur. Skipherra varðskips lét manna fallbyssu og beindi að skipi hans. Síðan hefur hann barist við kerfið. Sviðsett brottkast vakti landsathygli. Sjö árum eftir gjaldþrot var enga vægð að fá og hann settur í fangelsi vegna vörslugjalda.

Helga Aðalsteinsdóttir kennari er með góðkynja heilaæxli sem þarf að fjarlægja og veldur því að hún er óvinnufær vegna síþreytu. Hún átti að fara í aðgerð í apríl þegar verkfall skall á. Helga kæmist til vinnu fljótlega eftir aðgerð en allt stendur fast.

Ósk Gunnlaugsdóttir hefur glímt við áfallastreituröskun frá því að henni var nauðgað, þegar hún var sautján ára, af þjóðþekktum manni. Hún fann fyrir miklum létti þegar hún sagði sögu sína í tengslum við netherferðina #þöggun og #konurtala á Beauty tips.

Þetta er brot af því sem birtist í blaðinu. Þar eru fleiri fréttir, úttektir, uppskriftir, innlit og viðtöl. Fjallað er um ferðir, íslenska staði sem þú verður að sjá áður en þú deyrð og Ólaf Jónasson leikmyndahönnuð sem er einn eigenda vitajarðarinnar Keflavíkur á Vestfjörðum þar sem Galtarviti stendur. Hann eyðir flestum sínum fríum í einangruninni í Keflavík þar sem hann hlustar á álfa og huldufólk. Listafólkið streymir í kyrrðina til hans rétt eins og göngumenn sem þreyttir fá að hvíla lúin bein.

Á meðal pistlahöfunda eru Jón Ólafsson heimspekingur, Jóhannes Björn samfélagsrýnir, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur, Stefán Snævar, Sigurður Sigurðsson, Sölvi Tryggvason, Óttar Guðmundsson geðlæknir, Þórunn Hrefna og Börkur Gunnarsson borgarfulltrúi.

Blaðið er 80 síður og fæst í flestum verslunum. Hægt er að kaupa áskrift hér: https://stundin.is/askrift/

Áskrifendur geta lesið blaðið í heild sinni hér: http://stundin.is/utgafa/2015/05/

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár