Studdi „skattatillögur í nafni lýðheilsu“ í gær – kallar slíkt „pyntingastefnu“ í dag

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýn­ir Pírata og Vinstri græn fyr­ir „skatta­til­lög­ur í nafni lýð­heilsu“. Í gær stóð hann að nefndaráliti þar sem lagt er til að tób­aks­gjald hækki um­tals­vert, m.a. í nafni lýð­heilsu­sjón­ar­miða.

Studdi „skattatillögur í nafni lýðheilsu“ í gær – kallar slíkt „pyntingastefnu“ í dag

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir yfir eindreginni andstöðu við neyslustýringu og skattahækkanir á forsendum lýðheilsusjónarmiða í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook í dag. Gagnrýnir hann þar þingmenn Pírata og Vinstri grænna fyrir „skattatillögur í nafni lýðheilsu“. 

Í gær lagði Brynjar hins vegar sjálfur til, sem framsögumaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að tóbaksgjald yrði hækkað, meðal annars á forsendum lýðheilsusjónarmiða. Í nefndaráliti sem hann stendur að auk sex annarra þingmanna, er lögð til umtalsverð hækkun á tóbaksgjaldi og sérstaklega tekið fram að stjórnvöld hafi um langa hríð „unnið að því markmiði að draga úr heilsutjóni og dauðsföll­um af völdum tóbaks með því m.a. að hvetja til minni tóbaksneyslu almennings“ auk þess sem meðal annars „lýðheilsu“-rök standi til þess „að misræmi gjalds miðað við hvert gramm tóbaks verði leiðrétt“. 

Í dag kallar Brynjar neyslustýringu sem þessa „pyntingastefnu“. Í stöðuuppfærslu á Facebook segist Brynjar ekki vilja gera lítið úr fíknivanda og bætir við: „Sumir glíma við matarfíkn og/eða sykurfíkn, aðrir áfengis og jafnvel spilafíkn og svo framvegis. Einu hugmyndir stjórnmálamanna í glímunni við fíkn einstakra manna er að banna öllum neyslan eða háttsemina eða að skattleggja alla til dauðs. Þótt sumir borði of mikið af sykri og öðru óhollu, spili rassinn úr buxunum í fjárhættuspilum eða staupi meira en góðu hófi gegnir, er kannski óþarfi að banna hófsemdarmönnum í þessum efnum alla gleði eða okra á þeim til að draga úr henni.“ Þá skrifar hann: „Gæti kannski verið til bóta að menn bæru almennt meiri ábyrgð á sjálfum sér í stað þess að stjórnmálamenn kvelji alla aðra. Ég get heldur ekki séð að þessi pyntingastefna beri nokkurn árangur. Mér datt þetta svona í hug þegar ég sá skattatillögur vinstri manna í dag í nafni lýðheilsu. Hið frjálslynda umbótafl Pírata gaf Vg lítið eftir í ofátinu af hlaðborði nýrra tekjustofna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár