Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Studdi „skattatillögur í nafni lýðheilsu“ í gær – kallar slíkt „pyntingastefnu“ í dag

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýn­ir Pírata og Vinstri græn fyr­ir „skatta­til­lög­ur í nafni lýð­heilsu“. Í gær stóð hann að nefndaráliti þar sem lagt er til að tób­aks­gjald hækki um­tals­vert, m.a. í nafni lýð­heilsu­sjón­ar­miða.

Studdi „skattatillögur í nafni lýðheilsu“ í gær – kallar slíkt „pyntingastefnu“ í dag

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir yfir eindreginni andstöðu við neyslustýringu og skattahækkanir á forsendum lýðheilsusjónarmiða í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook í dag. Gagnrýnir hann þar þingmenn Pírata og Vinstri grænna fyrir „skattatillögur í nafni lýðheilsu“. 

Í gær lagði Brynjar hins vegar sjálfur til, sem framsögumaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, að tóbaksgjald yrði hækkað, meðal annars á forsendum lýðheilsusjónarmiða. Í nefndaráliti sem hann stendur að auk sex annarra þingmanna, er lögð til umtalsverð hækkun á tóbaksgjaldi og sérstaklega tekið fram að stjórnvöld hafi um langa hríð „unnið að því markmiði að draga úr heilsutjóni og dauðsföll­um af völdum tóbaks með því m.a. að hvetja til minni tóbaksneyslu almennings“ auk þess sem meðal annars „lýðheilsu“-rök standi til þess „að misræmi gjalds miðað við hvert gramm tóbaks verði leiðrétt“. 

Í dag kallar Brynjar neyslustýringu sem þessa „pyntingastefnu“. Í stöðuuppfærslu á Facebook segist Brynjar ekki vilja gera lítið úr fíknivanda og bætir við: „Sumir glíma við matarfíkn og/eða sykurfíkn, aðrir áfengis og jafnvel spilafíkn og svo framvegis. Einu hugmyndir stjórnmálamanna í glímunni við fíkn einstakra manna er að banna öllum neyslan eða háttsemina eða að skattleggja alla til dauðs. Þótt sumir borði of mikið af sykri og öðru óhollu, spili rassinn úr buxunum í fjárhættuspilum eða staupi meira en góðu hófi gegnir, er kannski óþarfi að banna hófsemdarmönnum í þessum efnum alla gleði eða okra á þeim til að draga úr henni.“ Þá skrifar hann: „Gæti kannski verið til bóta að menn bæru almennt meiri ábyrgð á sjálfum sér í stað þess að stjórnmálamenn kvelji alla aðra. Ég get heldur ekki séð að þessi pyntingastefna beri nokkurn árangur. Mér datt þetta svona í hug þegar ég sá skattatillögur vinstri manna í dag í nafni lýðheilsu. Hið frjálslynda umbótafl Pírata gaf Vg lítið eftir í ofátinu af hlaðborði nýrra tekjustofna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
4
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár