Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Stjórnarliðar gagnrýna Mikael Torfason vegna ummæla hans um fátækt á Íslandi

„Ég held að hægt er að segja að minnsta kosti í gær sáum við rit­höf­und segja hluti ein­hliða.“

Stjórnarliðar gagnrýna Mikael Torfason vegna ummæla hans um fátækt á Íslandi

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis, og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, beina spjótum sínum að Mikael Torfasyni fjölmiðlamanni vegna málflutnings hans um fátækt í Silfrinu í gær sem vakið hefur mikla athygli. 

„Við búum bara ekki í sanngjörnu samfélagi þegar 370 þúsund krónur eru byrjunarlaun hjúkrunarfræðings, þegar fólk á að lifa á örorku, sem er 129 og 180 þúsund á mánuð. Þegar við leggjumst á koddann í kvöld, þá eigum við að skammast okkar,“ sagði Mikael í þættinum.

Pawel birtir skopstælingu á orðum Mikaels á Facebook og varar við því að „vel meinandi fólk“ grípi til harkalegra aðgerða til að vinna bug á vandamálum. „Þegar við leggjumst á koddann í kvöld þá skulum við muna það að munaðarleysingjahæli í Kína eru full af stúlkubörnum og dauðasveitir stjórnvalda drepa fíkla í Fillippseyjum vegna þess að vel meinandi fólki tókst að sannfæra heimsbyggðina að fólksfjölgun og dóp væru ógnir af þeirri stærðargráðu að engin vettlingartök myndu duga,“ skrifar Pawel.

Á meðal þeirra sem gera athugasemd hjá Pawel er Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar og þingkona Bjartrar framtíðar, sem skrifar: „Takk fyrir þetta Mikki gerði það frekar erfitt fyrir mig að liggja á koddann.“

Nichole gagnrýnir Mikael fyrir einhliða umræðu um fátækt. „Ég vann með fjölskyldu sem hann var að lýsa í Fellahverfi í 9 ár... og já ég held að hægt er að segja að minnst kosti í gær sáum við rithöfundur segja hluti einhliða,“ skrifar hún á Facebook. 

Þegar Nichole er beðin um að útskýra ummæli sín skrifar hún: „Einhliða að það eru til fleiri vandamál tengd fátækt og ábyrgar aðilar og úrlausnum sem við þurfum að ræða... ekki spurning að ríkisstjórn þarf að gera meira enn margir hindrunar eru til staða á sveitafélagstigi og samstarfi þar á milli. Þverfaglegt samstarf milli heilbrigðis, félags og menntunarkerfum eru lykil atriði í að vinna með fátæki.. í dag mörg af þessum kerfum tala ekki saman. Sérstaklega hvað varðar fólk sem eru skráð örykjar.“

Í sömu umræðum fullyrðir Nichole að hún sé hvorki að gera lítið úr málflutningi Mikaels né stöðu fólksins. „Ég er bara að segja að ég þekkja hversu flókin staða það er að landa í ástæðum sem hann lýsti og að það kallar á margvíslega samstarf í þágu einstæklingum. Og það er vandinn.... við þurfum að horfa á fátækt út frá einstæklingum og aðstæðu þeirra.“

Uppfært kl. 16:54

Pawel Bartoszek tjáir sig um fréttina og fullyrðir að athugasemd sín hafi í raun ekkert haft með fátækt á Íslandi og umræðu um hana að gera. Hann hafi einungis notað orðalag Mikaels til að „hefja umræðu um aðra hluti“.

„Ég sagði nákvæmlega ekki neitt um Mikael Torfason. Ekki neitt. Annað en að ég notaði hluta orðalagi hans til að hefja umræðu um aðra hluti sem ég held að sé nauðsynlegt sé að fólk á Vestrulöndum horfist stundum í augu við. Hefur ekkert með fátækt á Íslandi að gera og umræðu um hana. Núll,“ skrifar Pawel. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár