Hver sem er getur fengið tækifæri til að gerast uppistandari fyrir framan fullan sal af fólki á tilraunauppistandskvöldum sem Rökkvi Vésteinsson, 37 ára vefforritari og grínisti, hefur staðið fyrir undanfarin tvö ár.
„Ísland vantaði alltaf þetta byrjunarstig fyrir uppistandara. Það vantaði alltaf þetta grunnstig þar sem þú þarft ekki að vera frægur fyrir. Það er það sem ég hef reynt að byggja upp á seinustu tveimur árum sem ég hef verið með tilraunauppistandið og núna er þetta til. Hver sem er getur byrjað á frekar auðveldan hátt að koma fram. Það sem byrjaði smátt fer nú fram fyrir eiginlega alltaf fullum sal og 30-40 manns hafa komið fram og eru að koma fram,“ segir Rökkvi á kaffihúsi í Hafnarfirði, þangað sem blaðamaður dró hann því hann nennti ekki á kaffihús niður í bæ.
„Ef allir sem vilja fá tækifæri fáum við meiri hæfileika. Nú þegar eru nokkrir mjög góðir sem …
Athugasemdir