Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vægi samræmdra prófa aukið án faglegrar umræðu

Ragn­ar Þór Pét­urs­son kenn­ari tel­ur Mennta­mála­ráðu­neyt­ið hafa laum­að í gegn stórri eðl­is­breyt­ingu á vægi sam­ræmdra prófa án þess að fag­leg um­ræða hafi orð­ið um mál­ið. Nú mega fram­halds­skól­ar gera sam­ræmd próf að for­sendu inn­töku.

Vægi samræmdra prófa aukið án faglegrar umræðu
Ragnar Þór Pétursson Telur stjórnvöld hafa gert stóra stefnubreytingu á vægi samræmdra prófa án faglegrar umræðu og hefur áhyggjur af afleiðingunum.

Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, telur stjórnvöld hafa gert stóra stefnubreytingu á vægi samræmdra prófa án faglegrar umræðu og þvert á yfirlýsingar. Nú geti framhaldsskólar gert samræmd próf að forsendu inntöku. 

Í pistli sem birtist á Stundinni í gærkvöldi rekur Ragnar Þór eðlisbreytingarnar. Lengi hafi íslenskir nemendur mátt senda með ýmis gögn þegar þeir sækja um framhaldsskóla; persónulegar upplýsingar, meðmælabréf og annað. Fyrir örfáum mánuðum hafi hins vegar borist tilkynning frá Menntamálaráðuneytinu um að búið væri að breyta orðalagi í reglunum um þetta atriði. Hér eftir gætu nemendur hakað við þann möguleika að framhaldsskólaumsókn fylgdu einkunnir þeirra úr samræmdum prófum. „Þetta vakti strax furðu og illar grunsemdir,“ skrifar Ragnar. „Kannski voru það þessar efasemdir sem urðu til þess að yfirvöld ákváðu að taka það sérstaklega fram að hér væri ekki um neina stefnubreytingu að ræða. Aðeins væri verið að skerpa á hlutunum, skýra þá betur.“

„Það eru aum yfirvöld sem gera stefnubreytingar í kyrrþey og þræta jafnvel fyrir þær.“ 

Á forsíðu Morgunblaðsins í gær sagði síðan að framhaldsskólum væri nú í sjálfsvald sett hvort þeir nýta sér einkunnir úr samræmdum prófum í 9. bekk til þess að greina á milli væntanlegra nýnema. „Samkvæmt upplýsingum sem Menntamálastofnun hefur hyggjast þeir skólar sem munu kalla eftir gögnum um samræmdu prófin nýta þau til að velja á milli nemenda sem hafa sömu eða sambærilega einkunn úr lokaprófi grunnskóla,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Ragnar Þór segir að um mikla stefnubreytingu sé að ræða og segir hana „glæpsamlega“.  

„Það er ekki aðeins svo að þetta gerist án faglegrar umræðu, þetta gerist þvert á yfirlýsingar sem gáfu í skyn að engar svona breytingar væru í farvatninu. Það er vesælt menntakerfi sem misvitrir embættis- og stjórnmálamenn geta ráðskast með að eigin vild án þess svo mikið sem að þurfa að taka umræðu um hugmyndir sínar. Það eru aum yfirvöld sem gera stefnubreytingar í kyrrþey og þræta jafnvel fyrir þær,“ skrifar hann. 

Óttast afleiðingarnar

Ragnar hefur áhyggjur af því hvaða afleiðingar þessar breytingar muni hafa fyrir skólastarfið. „Þótt ekki væri annað mun þetta hertaka kennslu í 7. og 8. bekk sem mun hér eftir miða að því að toppa á þessum prófum í 9. bekk. Námskráin verður svelt og að henni þrengt til að sinna aðeins þeim þrönga hluta náms sem þessi próf megna að mæla með sæmilegu viti. Nemendur verða enn frekar sviknir um list- og verknám. Meiri tími fer í andlaust stagl og tafs og minni í sköpun, samvinnu og hina frjóu þætti náms. Áhrifin á skólastarf eiga svo eftir að koma í ljós. Nemandi sem leggur mikið á sig til að toppa á samræmdum prófum í 9. bekk mun lítinn hvata hafa til að bæta sig eftir það – alveg eins og nemandi sem stendur höllum fæti í 9. bekk mun engan möguleika eiga á skólavist í ákveðnum skólum þótt hann stórbæti sig eftir það,“ skrifar hann meðal annars.

Pistilinn má lesa hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár