Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vægi samræmdra prófa aukið án faglegrar umræðu

Ragn­ar Þór Pét­urs­son kenn­ari tel­ur Mennta­mála­ráðu­neyt­ið hafa laum­að í gegn stórri eðl­is­breyt­ingu á vægi sam­ræmdra prófa án þess að fag­leg um­ræða hafi orð­ið um mál­ið. Nú mega fram­halds­skól­ar gera sam­ræmd próf að for­sendu inn­töku.

Vægi samræmdra prófa aukið án faglegrar umræðu
Ragnar Þór Pétursson Telur stjórnvöld hafa gert stóra stefnubreytingu á vægi samræmdra prófa án faglegrar umræðu og hefur áhyggjur af afleiðingunum.

Ragnar Þór Pétursson, kennari í Norðlingaskóla, telur stjórnvöld hafa gert stóra stefnubreytingu á vægi samræmdra prófa án faglegrar umræðu og þvert á yfirlýsingar. Nú geti framhaldsskólar gert samræmd próf að forsendu inntöku. 

Í pistli sem birtist á Stundinni í gærkvöldi rekur Ragnar Þór eðlisbreytingarnar. Lengi hafi íslenskir nemendur mátt senda með ýmis gögn þegar þeir sækja um framhaldsskóla; persónulegar upplýsingar, meðmælabréf og annað. Fyrir örfáum mánuðum hafi hins vegar borist tilkynning frá Menntamálaráðuneytinu um að búið væri að breyta orðalagi í reglunum um þetta atriði. Hér eftir gætu nemendur hakað við þann möguleika að framhaldsskólaumsókn fylgdu einkunnir þeirra úr samræmdum prófum. „Þetta vakti strax furðu og illar grunsemdir,“ skrifar Ragnar. „Kannski voru það þessar efasemdir sem urðu til þess að yfirvöld ákváðu að taka það sérstaklega fram að hér væri ekki um neina stefnubreytingu að ræða. Aðeins væri verið að skerpa á hlutunum, skýra þá betur.“

„Það eru aum yfirvöld sem gera stefnubreytingar í kyrrþey og þræta jafnvel fyrir þær.“ 

Á forsíðu Morgunblaðsins í gær sagði síðan að framhaldsskólum væri nú í sjálfsvald sett hvort þeir nýta sér einkunnir úr samræmdum prófum í 9. bekk til þess að greina á milli væntanlegra nýnema. „Samkvæmt upplýsingum sem Menntamálastofnun hefur hyggjast þeir skólar sem munu kalla eftir gögnum um samræmdu prófin nýta þau til að velja á milli nemenda sem hafa sömu eða sambærilega einkunn úr lokaprófi grunnskóla,“ segir í frétt Morgunblaðsins. Ragnar Þór segir að um mikla stefnubreytingu sé að ræða og segir hana „glæpsamlega“.  

„Það er ekki aðeins svo að þetta gerist án faglegrar umræðu, þetta gerist þvert á yfirlýsingar sem gáfu í skyn að engar svona breytingar væru í farvatninu. Það er vesælt menntakerfi sem misvitrir embættis- og stjórnmálamenn geta ráðskast með að eigin vild án þess svo mikið sem að þurfa að taka umræðu um hugmyndir sínar. Það eru aum yfirvöld sem gera stefnubreytingar í kyrrþey og þræta jafnvel fyrir þær,“ skrifar hann. 

Óttast afleiðingarnar

Ragnar hefur áhyggjur af því hvaða afleiðingar þessar breytingar muni hafa fyrir skólastarfið. „Þótt ekki væri annað mun þetta hertaka kennslu í 7. og 8. bekk sem mun hér eftir miða að því að toppa á þessum prófum í 9. bekk. Námskráin verður svelt og að henni þrengt til að sinna aðeins þeim þrönga hluta náms sem þessi próf megna að mæla með sæmilegu viti. Nemendur verða enn frekar sviknir um list- og verknám. Meiri tími fer í andlaust stagl og tafs og minni í sköpun, samvinnu og hina frjóu þætti náms. Áhrifin á skólastarf eiga svo eftir að koma í ljós. Nemandi sem leggur mikið á sig til að toppa á samræmdum prófum í 9. bekk mun lítinn hvata hafa til að bæta sig eftir það – alveg eins og nemandi sem stendur höllum fæti í 9. bekk mun engan möguleika eiga á skólavist í ákveðnum skólum þótt hann stórbæti sig eftir það,“ skrifar hann meðal annars.

Pistilinn má lesa hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár