Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Aðgerðir yfirvofandi vegna ástandsins í íslensku efnahagslífi

Hús­næð­isverð hækk­ar á met­hraða og spár segja að næsta haust muni hús­næð­isverð ná sögu­legu há­marki. Már Guð­muns­son seðla­banka­sjóri seg­ir að svo­köll­uð þjóð­hags­var­úð­ar­tæki verði virkj­uð.

Aðgerðir yfirvofandi vegna ástandsins í íslensku efnahagslífi
Hækkun húsnæðisverðs Svipar til þensluáranna fyrir hrun. Mynd: Shutterstock

Húsnæðisverð er á fljúgandi ferð og hefur ekki hækkað jafn ört síðan á árunum fyrir hrun. Á seinustu tólf mánuðum hefur húsnæðisverð hækkað um 17,8 prósent en ekki hefur mælst jafn mikil hækkun síðan á fyrri hluta ársins 2006. Nú er raunverð húsnæðis aðeins 4,5 prósentum lægra en þegar það mældist þegar það var hæst en spár segja að húsnæðisverð muni ná sögulegu hámarki næsta haust.

Már Guðmunsson seðlabankastjóri hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu og sagt að á næstunni gætu þjóðhagsvarúðartæki verið virkjuð. Þetta kemur fram hjá Greiningardeild Íslandsbanka

Í ræðu sinni í Seðlabankanum á fimmtudag sagði Már Guðmunsson meðal annars: „Því er ekki að leyna að vaxandi áhyggjur eru af aðstæðum á fasteignamarkaði og til þess kann að koma á næstunni að tiltæk þjóðhagsvarúðartæki verði virkjuð til að draga úr áhættu sem tengist þeim.“ Greiningardeild Íslandsbanka bendir á að Már gæti átt við lög um fasteignalán nr. 118/2016  sem ganga í gildi á morgun, 1. apríl. Lögin kveða meðal annars á um heimild Fjármálaeftirlitsins til að koma á veðsetningarhlutfall og/eða þaki á heildarfjárhæð fasteignaláns eða greiðslubyrði eftir tekjum neytenda. 

Bætt staða heimilana

Greiningardeild Íslandsbanka segir húsnæðismarkaðnum nú svipa mikið til áranna fyrir hrun. Þar segir að bætt staða heimilanna spili stóran þátt í hækkun húsnæðisverðs. Bætt eiginfjárstaða húsnæðiseigenda hefur stutt við aukna eftirspurn eftir húsnæði en húsnæðislán lífeyrissjóðanna til heimilana hafa margfaldast á undanförnum þremur árum. 

Kaupmáttaraukning seinustu missera hefur jafnframt haft mikil áhrif. Á seinasta ári jókst kaupmáttur um 9,5 prósent og hefur jafn mikil kaupmáttaraukning ekki mælst síðan á árunum 2004 og 2007. Húsnæðisverð hefur hækkað töluvert umfram kaupmátt og verður því sífellt erfiðara að kaupa sína fyrstu fasteign. 

Eins og fyrir hrun

Uppgangur á atvinnumarkaðnum hefur einnig áhrif. Á seinasta ári fjölgaði erlendum starfsmönnum mikið, en rúmlega 10 prósent vinnuafls eru erlendir ríkisborgarar og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Á seinasta ári fluttu margir til landsins og voru aðfluttir umfram brottflutta rúmlega 4 þúsund manns. Aðeins hafa eins margir flutt til landsins á árunum 2006 og 2007. Greiningardeild Íslandsbanka telur að áhrif aðflutts vinnuafls á húsnæðismarkaðinn séu töluvert meiri en bein áhrif ferðaþjónustunnar vegna íbúða í útleigu til ferðamanna. Vöxtur í ferðaþjónustu hefur þó haft töluverð áhrif en á seinsta ári fjölgaði íbúðum sem eru í útleigu öllum stundum um 509 íbúðir milli ára.

Misskipting eykst

Mikill skortur er á húsnæði og talið er að byggja þurfi í minnsta lagi 8 þúsund íbúðir fyrir árslok 2019 til að ná jafnvægi á markaði. Stundin hefur undanfarið fjallað um áhrif hækkunar húsnæðisverð á stöðu ungs fólks og þau misskiptingaráhrif sem fylgja í kjölfarið. Ungt fólk á nú erfiðara með að flytja úr foreldrahúsum og komast almennt ekki inn á síhækkandi markaðinn. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Húsnæðismál

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Löngu lækkunarskeiði í raunverði íbúða lokið
FréttirHúsnæðismál

Löngu lækk­un­ar­skeiði í raun­verði íbúða lok­ið

Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un kynnti ný­ver­ið nýtt fast­eigna­mat fyr­ir ár­ið 2025. Heild­armat á íbúð­um lands­ins allt hækk­aði um 3,2 pró­sent. Mun þetta vera í fyrsta sinn síð­an ár­ið 2010 að verð­þró­un íbúð­ar­hús­næð­is mæl­ist lægri en verð­bólga, sem mæl­ist rúm­lega sex pró­sent. Ým­is­legt bend­ir þó til þess að þessu lækk­un­ar­skeiði sé nú lok­ið og raun­verð­ið muni mæl­ast hærra en verð­bólga á næstu miss­er­um.
Draga upp dökka mynd af stöðu húsnæðismála í landinu
ViðskiptiHúsnæðismál

Draga upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála í land­inu

Ný mán­að­ar­skýrsla Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar dreg­ur upp dökka mynd af stöðu hús­næð­is­mála hér á land. Fram­boð á íbúð­um hef­ur minnk­að, eft­ir­spurn auk­ist sem hef­ur leitt af sér mikl­ar verð­hækk­an­ir. Þá hef­ur upp­bygg­ing á í nýju hús­næði dregst sam­an. Fjölgi áform­uð­um fram­kvæmd­um ekki á þessu ári mun fram­boð nýrra íbúða að­eins mæta þriðj­ungi af væntri hús­næð­is­þörf fyr­ir ár­ið 2026.
Framboð á íbúðum fyrir meðaltekjufólk snarminnkar
FréttirHúsnæðismál

Fram­boð á íbúð­um fyr­ir með­al­tekju­fólk snar­minnk­ar

Í nýrri mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar kem­ur fram að þrátt fyr­ir auk­ið heild­ar­fram­boð á íbúð­um í borg­inni hef­ur íbúð­um sem fólk með með­al­tekj­ur gefst kost­ur á að kaupa hef­ur fækk­að mik­ið. Íbúð­ir með greiðslu­byrði und­ir 250.000 krón­um á óverð­tryggðu láni hef­ur fækk­að um helm­ing á þessu ári og að­eins að finna um 50 íbúð­ir til sölu sem falla und­ir við­mið HMS.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár