Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Skýrsla meirihluta fjárlaganefndar“ var ekki afgreidd úr fjárlaganefnd: Guðlaugur og Vigdís borguðu sjálf

Full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í fjár­laga­nefnd seg­ir að verklag­ið hafi ver­ið óform­legt og Al­þingi ekki greitt kostn­að­inn vegna þess að heim­ild hafi vant­að. Samt er skýrsl­an kennd við fjár­laga­nefnd Al­þing­is. „Þetta er ekki þingskjal, þetta er óyf­ir­les­ið, þarna eru staf­setn­ing­ar­vill­ur, eng­in nöfn und­ir en samt er þetta kennt við meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar án þess að gef­ið sé upp hvaða meiri­hluti það er. Ég vil ekki láta bendla mig við þetta,“ seg­ir Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við Stund­ina.

„Skýrsla meirihluta fjárlaganefndar“ var ekki afgreidd úr fjárlaganefnd: Guðlaugur og Vigdís borguðu sjálf

Skýrsla um endurreisn íslenska bankakerfisins á síðasta kjörtímabili sem kynnt var í gær og kennd er við „meirihluta fjárlaganefndar Alþingis“ var aldrei rædd í fjárlaganefnd.

Þetta staðfesta tveir nefndarmenn, þau Haraldur Benediktsson úr Sjálfstæðisflokknum og Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og annar varaformaður nefndarinnar, í samtali við Stundina.

Umrædd skýrsla virðist vera óprófarkalesin og byggir að miklu leyti á úrklippum, eða skjáskotum, af gögnum sem þegar eru komin fram. Þá er orðalag skjalsins afar frábrugðið því sem tíðkast í þingskjölum. 

„Þetta er ekki þingskjal, þetta er óyfirlesið, þarna eru stafsetningarvillur, engin nöfn undir en samt er þetta kennt við meirihluta fjárlaganefndar án þess að gefið sé upp hvaða meirihluti það er. Ég vil ekki láta bendla mig við þetta. Við kvörtum auðvitað til forseta Alþingis því þarna er verið að misnota nafn nefndarinnar,“ segir Oddný í samtali við Stundina. 

Stundin sendi fulltrúum stjórnarflokkanna í fjárlaganefnd fyrirspurn seint í gærkvöldi og spurði hvort þeir stæðu að skýrslunni ásamt Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, formanni og varaformanni nefndarinnar. Enginn svaraði. 

Stundin hringdi því í Harald Benediktsson og Pál Jóhann Pálsson, sem sitja í nefndinni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Þegar Haraldur er spurður hvort hann og meirihluti fjárlaganefndar standi að skýrslunni ásamt formanni og varaformanni segir hann: „Þau unnu þessa skýrslu og við erum í meirihlutanum.“ En eru þau öll sammála niðurstöðum skýrslunnar? „Já, já,“ svarar Haraldur.

Aðspurður hvort skýrslan hafi verið afgreidd út úr fjárlaganefnd segir Haraldur: „Nei, nei, hún hefur ekki komið til umræðu í nefndinni, það er á morgun.“

Páll Jóhann Pálsson úr Framsóknarflokknum segir að meirihluti nefndarinnar hafi falið Vigdísi Hauksdóttur að ljúka málinu enda styttist í að kjörtímabilinu ljúki.

„Það er margt óhefðbundið á þinginu, en meirihlutinn fól Vigdísi að halda áfram með verkið. Svo þurfti að leggja lokahönd á þetta núna,“ segir Páll. „Langmest er þetta samantekt á gögnum sem verið er að safna saman á einn stað til að fólk átti sig á samhenginu.“

Í frásögn Kjarnans af blaðamannafundinum sem Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór héldu í gær kemur fram að „nefnd­ar­menn­irnir sem hafi staðið að gerð skýrsl­unnar hafi sjálfir unnið hana að hluta ásamt starfs­mönnum nefnd­ar­inn­ar. Auk þess hafi utan­að­kom­andi sér­fræð­ingar komið að gerð skýrsl­unnar en ekki var greint frá því hverjir þeir væru. Heild­ar­kostn­aður við gerð hennar er 90 þús­und krónur og greiddu Vig­dís og Guð­laugur Þór þann kostnað úr eigin vasa.“

Stundin sendi Vigdísi og Guðlaugi fyrirspurn í gær þar sem eftirfarandi spurninga er spurt:

1. Hvers vegna hefur skýrslan ykkar ekki birst á vef Alþingis? 
2. Af hverju greidduði kostnaðinn sjálf? 
3. Er skýrslan unnin á vegum fjárlaganefndar?
4. Hvers vegna eru ekki nöfn meirihluta nefndarmanna við hana? 
5. Samþykkti meirihluti nefndarinnar skýrsluna? 
6. Hvaða utan­að­kom­andi sér­fræð­ingar komu að gerð hennar?
7. Var skýrslan prófarkalesin í samræmi við það sem tíðkast þegar þingnefndir skila af sér skýrslum? 

Engin svör hafa borist frá Vigdísi og Guðlaugi.

Páll Jóhann Pálsson
Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins

Páll Jóhann Pálsson segir að verklagið hafi verið óformlegt. Alþingi hafi ekki greitt kostnaðinn vegna þess að ekki hafi verið heimild til þess. Hins vegar hafi formaður og varaformaður nefndarinnar verið tilbúin að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf. Hið óformlega verklag skýrist meðal annars af því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé þegar búin að skoða málið. „En þetta er tekið saman til að átta sig betur á þessu. Hjálpa fólki að ná utan um hvað í rauninni gerðist og hvað má læra af þessu,“ segir Páll. 

Að sögn Oddnýjar Harðardóttur hafði Vigdís hvatt til þess að umrætt mál yrði tekið upp fyrir nokkru síðan. „Hún talaði um „einkavæðinguna hina síðari“. Við bentum á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefði þegar afgreitt málið með skýrslu, rannsakað það og skoðað, og þess vegna fannst okkur óeðlilegt að fjárlaganefnd tæki það einnig upp. Síðan heyrum við ekkert meira af þessu, nema bara að Vigdís segir í fjölmiðlum að von sé á bombum en okkur fannst það ekki koma okkur við. Svo birtist þetta skyndilega í nafni meirihluta fjárlaganefndar,“ segir Oddný í samtali við Stundina. 

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, furðar sig á vinnubrögðum þeirra löggiltu skjalaþýðenda sem sagðir eru hafa komið að skýrslunni. Hann skrifar á Facebook:

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar, furðar sig einnig á vinnubrögðum þýðenda en jafnframt á umbroti skýrslunnar:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
5
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár