Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leitin að Birnu: Skór fundust og myndband sýnir hlaupandi menn á Laugavegi

Svart­ir skór af teg­und­inni Dr. Martens fund­ust nærri Hafn­ar­fjarð­ar­höfn. Birna Brjáns­dótt­ir var klædd í sams kon­ar skó þeg­ar hún hvarf. Stund­in hef­ur und­ir hönd­um mynd­skeið sem sýn­ir grun­sam­leg­ar manna­ferð­ir fyr­ir ut­an Lauga­veg 23 á sama tíma og rauða bif­reið­in sem lög­regl­an leit­ar að keyr­ir fram­hjá.

Leitin að Birnu: Skór fundust og myndband sýnir hlaupandi menn á Laugavegi
Birna Brjánsdóttir Birna var klædd í svarta Dr. Martens skó þegar hún hvarf.

Almennur borgari fann skó af gerðinni Dr. Martens nærri Hafnarfjarðarhöfn fyrir miðnætti í gær. Lögreglan leitaði á svæðinu og bað sjálfboðaliða að halda sig fjarri.

Lögreglan segir nú að skórnir séu í eigu Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Fram hafði komið að Birna var klædd í svarta Dr. Martens skó þegar hún hvarf. Lögreglan lokaði svæði í kringum Hafnarfjarðarhöfn vegna leitarinnar.

Lögreglan sagði frá því fyrr í dag að mögulegt væri að skónum hefði verið komið fyrir. Þéttur snjór hafi verið undir sólanum, en snjólaust var nóttina þegar Birna hvarf.

Ljósmyndir af skónum hafa birst á samfélagsmiðlum, meðal annars á Facebook-síðu sem var sett upp sérstaklega vegna leitarinnar. Þær hafa nú verið fjarlægðar og hefur maðurinn, sem fann skóinn, farið fram á að myndin af skónum verði fjarlægð. Hún hefur birst á helstu vefmiðlum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan og björgunarsveitir hafa leitað að Birnu undanfarna daga ásamt fjölda sjálboðaliða, vina og ættingja hennar. Eina vísbendingin sem yfirvöld hafa unnið með er sú staðreynd að sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags en stuttu síðar slökknaði á símanum. Í fyrstu var talið að síminn hefði orðið batteríslaus en lögreglan sagði á blaðamannafundi í dag að einhver hafi slökkt á honum handvirkt.

Grunsamlegar mannaferðir á myndbandi

Þá barst Stundinni myndskeið í gærkvöldi sem tekið er úr öryggismyndavél í versluninni Macland. Verslunin er á Laugavegi 23 en það var á Laugavegi 31 þar sem hún hverfur sjónum um klukkan 05:25 samkvæmt þeim upptökum sem lögreglan hefur skoðað úr öryggismyndavélum á og við Laugaveginn. Í umræddu myndskeiði sem Stundin birtir með fréttinni sést rauða bifreiðin sem lögreglan hefur leitað að frá því á laugardaginn. Bifreið sem lögreglan telur vera rauða Kia Rio.

Það sem vekur athygli í myndskeiðinu er að rétt áður en rauða bifreiðin keyrir fram hjá Macland þá sést maður í hvítum skóm hlaupa upp Laugaveginn. Stuttu eftir að rauða bifreiðin keyrir fram hjá Macland sést annar maður hlaupa niður Laugaveginn. Haft var samband við lögregluna vegna þessa myndskeiðs en Stundin fékk þau svör að ekki væri hægt að tjá sig um málið að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eru þessar mannaferðir álitnar „grunsamlegar.“

Uppfært 19.01.2017: Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn telur ekki að aðilarnir sem sjást hlaupa á myndbandinu eða ganga öðrum myndböndum sem birt hafa verið tengist hvarfi Birnu. 

Hvarf Birnu er rannsakað út frá því að hún hafi horfið í Reykjavík eða Hafnarfirði, allt eftir því hvort hún hafi verið aðskilin frá síma sínum eða ekki. Hún sást á öryggismyndavélum á Laugavegi, en virðist ekki hafa farið lengra en Laugaveg 31. Leitað er að ökumanni á Rauðum Kia Rio sem ók á Laugaveginum sömu mínútu, eða klukkan 05:25.

Samkvæmt mati lögreglu sem birtist í Kastljósinu í kvöld er talið ólíklegt, vegna tímaraðar, að Birna hafi farið inn í bílinn.

Hér sést Birna Brjánsdóttir á göngu á Laugaveginum mínúturnar áður en hún hvarf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
5
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
8
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
2
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
6
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu