Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skiptast á dópi og dóti á Facebook: „Er með slatta af lambafillet“

Á Face­book-síð­unni Dóp fyr­ir dót er fíkni­efn­um skipt fyr­ir ýms­ar vör­ur eins og úlp­ur frá 66° norð­ur. Lík­legt er að margt aug­lýst í hópn­um sé þýfi. „Get nálg­ast hvað sem er nán­ast úr Krón­unni, Nettó og eitt­hvað af smærri hlut­um úr Ikea,“ skrif­ar einn not­andi.

Skiptast á dópi og dóti á Facebook: „Er með slatta af lambafillet“

Á Facebook má finna fjölmarga hópa, bæði lokaða og opna, sem virka eins og nokkurs konar sölutorg fyrir flest öll fíkniefni. Einn hópur er þó örlítið frábrugðinn öðrum og kallast hann Dóp fyrir dót. Á þeirri síðu skiptast notendur á ótrúlegustu vörum fyrir fíkniefni. Í fljótu bragði virðast föt frá Adidas vera meðal vinsælustu varanna sem skipt er á fyrir fíkniefni. Úlpur frá 66° norður eru líka vinsælar en þess má geta að slíkar úlpur eru algengt þýfi.

Út frá lýsingum í auglýsingum innan hópsins má telja líklegt að margt þar sé þýfi. Ekki er hægt að segja annað en Dóp fyrir dót sé mjög virkur hópur, notendur eru vel ríflega 2.000 manns og fjölmargar auglýsingar birtast dag hvern. „Er með 150 mg tramol 1 og hálft spjald eftir, svo verð ég með sobril 15 mg 10 stk og stesolit 2 mg 10 stk og imovan 7,5 mg 10 stk seinna í dag. Er með slatta af lambafillet, læri og skelhreinsaðan humar 1 kg frosinn. Get nálgast hvað sem er nánast úr Krónunni, Nettó og eitthvað af smærri hlutum úr Ikea,“ skrifar notandi undir nafninu Alltaf Vakandi Vokuson.

Margir notendur taka skýrt fram að varan þeir sé ekki þýfi. Einn sem auglýsir borðtölvu tekur fram að hann hafi kvittanir.

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af nokkrum vel völdum auglýsingum á Dóp fyrir dót.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár