Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skiptast á dópi og dóti á Facebook: „Er með slatta af lambafillet“

Á Face­book-síð­unni Dóp fyr­ir dót er fíkni­efn­um skipt fyr­ir ýms­ar vör­ur eins og úlp­ur frá 66° norð­ur. Lík­legt er að margt aug­lýst í hópn­um sé þýfi. „Get nálg­ast hvað sem er nán­ast úr Krón­unni, Nettó og eitt­hvað af smærri hlut­um úr Ikea,“ skrif­ar einn not­andi.

Skiptast á dópi og dóti á Facebook: „Er með slatta af lambafillet“

Á Facebook má finna fjölmarga hópa, bæði lokaða og opna, sem virka eins og nokkurs konar sölutorg fyrir flest öll fíkniefni. Einn hópur er þó örlítið frábrugðinn öðrum og kallast hann Dóp fyrir dót. Á þeirri síðu skiptast notendur á ótrúlegustu vörum fyrir fíkniefni. Í fljótu bragði virðast föt frá Adidas vera meðal vinsælustu varanna sem skipt er á fyrir fíkniefni. Úlpur frá 66° norður eru líka vinsælar en þess má geta að slíkar úlpur eru algengt þýfi.

Út frá lýsingum í auglýsingum innan hópsins má telja líklegt að margt þar sé þýfi. Ekki er hægt að segja annað en Dóp fyrir dót sé mjög virkur hópur, notendur eru vel ríflega 2.000 manns og fjölmargar auglýsingar birtast dag hvern. „Er með 150 mg tramol 1 og hálft spjald eftir, svo verð ég með sobril 15 mg 10 stk og stesolit 2 mg 10 stk og imovan 7,5 mg 10 stk seinna í dag. Er með slatta af lambafillet, læri og skelhreinsaðan humar 1 kg frosinn. Get nálgast hvað sem er nánast úr Krónunni, Nettó og eitthvað af smærri hlutum úr Ikea,“ skrifar notandi undir nafninu Alltaf Vakandi Vokuson.

Margir notendur taka skýrt fram að varan þeir sé ekki þýfi. Einn sem auglýsir borðtölvu tekur fram að hann hafi kvittanir.

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af nokkrum vel völdum auglýsingum á Dóp fyrir dót.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár