Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Skiptast á dópi og dóti á Facebook: „Er með slatta af lambafillet“

Á Face­book-síð­unni Dóp fyr­ir dót er fíkni­efn­um skipt fyr­ir ýms­ar vör­ur eins og úlp­ur frá 66° norð­ur. Lík­legt er að margt aug­lýst í hópn­um sé þýfi. „Get nálg­ast hvað sem er nán­ast úr Krón­unni, Nettó og eitt­hvað af smærri hlut­um úr Ikea,“ skrif­ar einn not­andi.

Skiptast á dópi og dóti á Facebook: „Er með slatta af lambafillet“

Á Facebook má finna fjölmarga hópa, bæði lokaða og opna, sem virka eins og nokkurs konar sölutorg fyrir flest öll fíkniefni. Einn hópur er þó örlítið frábrugðinn öðrum og kallast hann Dóp fyrir dót. Á þeirri síðu skiptast notendur á ótrúlegustu vörum fyrir fíkniefni. Í fljótu bragði virðast föt frá Adidas vera meðal vinsælustu varanna sem skipt er á fyrir fíkniefni. Úlpur frá 66° norður eru líka vinsælar en þess má geta að slíkar úlpur eru algengt þýfi.

Út frá lýsingum í auglýsingum innan hópsins má telja líklegt að margt þar sé þýfi. Ekki er hægt að segja annað en Dóp fyrir dót sé mjög virkur hópur, notendur eru vel ríflega 2.000 manns og fjölmargar auglýsingar birtast dag hvern. „Er með 150 mg tramol 1 og hálft spjald eftir, svo verð ég með sobril 15 mg 10 stk og stesolit 2 mg 10 stk og imovan 7,5 mg 10 stk seinna í dag. Er með slatta af lambafillet, læri og skelhreinsaðan humar 1 kg frosinn. Get nálgast hvað sem er nánast úr Krónunni, Nettó og eitthvað af smærri hlutum úr Ikea,“ skrifar notandi undir nafninu Alltaf Vakandi Vokuson.

Margir notendur taka skýrt fram að varan þeir sé ekki þýfi. Einn sem auglýsir borðtölvu tekur fram að hann hafi kvittanir.

Hér fyrir neðan má sjá skjáskot af nokkrum vel völdum auglýsingum á Dóp fyrir dót.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár