Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Skil vel að fólk sé óþolinmótt og pirrað“

Við­skipta­vin­ir LÍN hafa ekki getað nálg­ast upp­lýs­ing­ar um stöðu sinna mála í gegn­um sitt svæði hjá lána­sjóðn­um frá því í lok sum­ars, vegna tafa og hnökra á inn­leið­ingu nýs upp­lýs­inga­kerf­is. Fram­kvæmda­stjóri LÍN seg­ir taf­irn­ar bæði hafa vald­ið álagi á starfs­fólk og töf­um á upp­lýs­inga­gjöf til við­skipta­vina. Hins veg­ar séu all­ar upp­lýs­ing­ar að­gengi­leg­ar í gegn­um tölvu­póst eða síma.

„Skil vel að fólk sé óþolinmótt og pirrað“
Mitt svæði LÍN Þegar notendur skrá sig inn á sitt svæði hjá LÍN í dag, 8. nóvember, blasa þessi rúmlega tveggja vikna gömlu skilaboð við. Mynd: Hólmfríður Sigurðardóttir

„Enn eru tafir á því að hægt sé að birta upplýsingar um stöðu lána, en allt bendir til þess að það takist fyrir næstu mánaðarmót. Enn og aftur er beðist velvirðingar á þeirri miklu töf sem hefur orðið á birtingu þessara upplýsinga.“

Þessi 18 daga gömlu skilaboð, frá 21. október, blasa við viðskiptavinum LÍN í dag, þegar þeir skrá sig inn á mitt svæði lánasjóðsins. Ljóst er að ekki hefur tekist að birta upplýsingar um stöðu lána fyrir mánaðamótin, eins og vonast var til. Truflun hefur verið á upplýsingagjöf LÍN til viðskiptavina í nokkra mánuði, með tilheyrandi óþægindum. „Þetta skýrst af því að við erum að taka nýtt upplýsingakerfi í gagnið,“ útskýrir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. „Við byrjuðum að afgreiða námslán út úr nýju kerfi fyrir þetta haust og greiðum nú út námslán samkvæmt nýju kerfi. Gamla kerfið var komið til ára sinna og því var nauðsynlegt að skipta því alfarið út. Þetta er hins vegar ekki kerfi sem þú skiptir út öllu í einu. Þú tekur þetta eins og þú sért að borða fíl, einn bita í einu. Við höfum svo sérhæft kerfi og það þurfti að sérsmíða mikið í kringum það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár