Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Skil vel að fólk sé óþolinmótt og pirrað“

Við­skipta­vin­ir LÍN hafa ekki getað nálg­ast upp­lýs­ing­ar um stöðu sinna mála í gegn­um sitt svæði hjá lána­sjóðn­um frá því í lok sum­ars, vegna tafa og hnökra á inn­leið­ingu nýs upp­lýs­inga­kerf­is. Fram­kvæmda­stjóri LÍN seg­ir taf­irn­ar bæði hafa vald­ið álagi á starfs­fólk og töf­um á upp­lýs­inga­gjöf til við­skipta­vina. Hins veg­ar séu all­ar upp­lýs­ing­ar að­gengi­leg­ar í gegn­um tölvu­póst eða síma.

„Skil vel að fólk sé óþolinmótt og pirrað“
Mitt svæði LÍN Þegar notendur skrá sig inn á sitt svæði hjá LÍN í dag, 8. nóvember, blasa þessi rúmlega tveggja vikna gömlu skilaboð við. Mynd: Hólmfríður Sigurðardóttir

„Enn eru tafir á því að hægt sé að birta upplýsingar um stöðu lána, en allt bendir til þess að það takist fyrir næstu mánaðarmót. Enn og aftur er beðist velvirðingar á þeirri miklu töf sem hefur orðið á birtingu þessara upplýsinga.“

Þessi 18 daga gömlu skilaboð, frá 21. október, blasa við viðskiptavinum LÍN í dag, þegar þeir skrá sig inn á mitt svæði lánasjóðsins. Ljóst er að ekki hefur tekist að birta upplýsingar um stöðu lána fyrir mánaðamótin, eins og vonast var til. Truflun hefur verið á upplýsingagjöf LÍN til viðskiptavina í nokkra mánuði, með tilheyrandi óþægindum. „Þetta skýrst af því að við erum að taka nýtt upplýsingakerfi í gagnið,“ útskýrir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. „Við byrjuðum að afgreiða námslán út úr nýju kerfi fyrir þetta haust og greiðum nú út námslán samkvæmt nýju kerfi. Gamla kerfið var komið til ára sinna og því var nauðsynlegt að skipta því alfarið út. Þetta er hins vegar ekki kerfi sem þú skiptir út öllu í einu. Þú tekur þetta eins og þú sért að borða fíl, einn bita í einu. Við höfum svo sérhæft kerfi og það þurfti að sérsmíða mikið í kringum það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Aðalsteinn Kjartansson
2
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
5
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
5
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár