Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Skil vel að fólk sé óþolinmótt og pirrað“

Við­skipta­vin­ir LÍN hafa ekki getað nálg­ast upp­lýs­ing­ar um stöðu sinna mála í gegn­um sitt svæði hjá lána­sjóðn­um frá því í lok sum­ars, vegna tafa og hnökra á inn­leið­ingu nýs upp­lýs­inga­kerf­is. Fram­kvæmda­stjóri LÍN seg­ir taf­irn­ar bæði hafa vald­ið álagi á starfs­fólk og töf­um á upp­lýs­inga­gjöf til við­skipta­vina. Hins veg­ar séu all­ar upp­lýs­ing­ar að­gengi­leg­ar í gegn­um tölvu­póst eða síma.

„Skil vel að fólk sé óþolinmótt og pirrað“
Mitt svæði LÍN Þegar notendur skrá sig inn á sitt svæði hjá LÍN í dag, 8. nóvember, blasa þessi rúmlega tveggja vikna gömlu skilaboð við. Mynd: Hólmfríður Sigurðardóttir

„Enn eru tafir á því að hægt sé að birta upplýsingar um stöðu lána, en allt bendir til þess að það takist fyrir næstu mánaðarmót. Enn og aftur er beðist velvirðingar á þeirri miklu töf sem hefur orðið á birtingu þessara upplýsinga.“

Þessi 18 daga gömlu skilaboð, frá 21. október, blasa við viðskiptavinum LÍN í dag, þegar þeir skrá sig inn á mitt svæði lánasjóðsins. Ljóst er að ekki hefur tekist að birta upplýsingar um stöðu lána fyrir mánaðamótin, eins og vonast var til. Truflun hefur verið á upplýsingagjöf LÍN til viðskiptavina í nokkra mánuði, með tilheyrandi óþægindum. „Þetta skýrst af því að við erum að taka nýtt upplýsingakerfi í gagnið,“ útskýrir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. „Við byrjuðum að afgreiða námslán út úr nýju kerfi fyrir þetta haust og greiðum nú út námslán samkvæmt nýju kerfi. Gamla kerfið var komið til ára sinna og því var nauðsynlegt að skipta því alfarið út. Þetta er hins vegar ekki kerfi sem þú skiptir út öllu í einu. Þú tekur þetta eins og þú sért að borða fíl, einn bita í einu. Við höfum svo sérhæft kerfi og það þurfti að sérsmíða mikið í kringum það.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu