Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sólheimasafn „bókstaflega að hruni komið, það er fúið og lekur, það er vond lykt í því“

Bóka­safn­ið í Sól­heim­um er at­hvarf barna og eldra fólks í hverf­inu. Hús­ið er lát­ið grotna nið­ur og starfs­mað­ur safns­ins seg­ir sárt að sjá ástand­ið. Í rign­ing­ar­veðr­inu um dag­inn fruss­að­ist vatn inn yf­ir af­greiðslu­borð­inu. Bæk­ur hafa skemmst vegna ástands­ins.

Sólheimasafn „bókstaflega að hruni komið, það er fúið og lekur, það er vond lykt í því“

Sólheimasafnið er falið á milli tveggja blokka í Sólheimum. Bókasafnið er athvarf gamla fólksins og barnanna í hverfinu, griðarstaður þar sem allir geta komið og fengið skjól, fræðslu og afþreyingu. Safnið er engu að síður í niðurníðslu, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ástandið er svo slæmt að starfsmönnum þykir nóg um.

„Þetta er Borgarbókasafnið í Sólheimum, vinnustaðurinn minn en jafnframt bókasafnið í hverfinu mínu. Mér þykir voðalega vænt um þetta litla heimilislega hverfissafn sem á sér langa sögu. Þess vegna er svo sárt að sjá ástandið á húsinu, það er bókstaflega að hruni komið, það er fúið og lekur, það er vond lykt í því og hefur ekki verið málað í alltof mörg ár. Borgin reynir að slökkva elda með því að fylla í göt hér og þar, en það dugir ekki til,“ skrifaði Einar Björn Magnússon, starfsmaður bókasafnsins, á Facebook.

Fatan stendur á gólfinu 

Þykir vænt um safnið
Þykir vænt um safnið Einar notar Sólheimasafn sjálfur með fjölskyldu sinni.

Stundin náði tali af Einari sem sagði að starfsmenn hefðu barist fyrir úrbótum í mörg ár og væru komnir að þolmörkum. „Við erum alveg búin að fá nóg. Ég finn það sjálfur hvað ég er orðinn þreyttur á þessu þegar það frussast yfir starfsfólk vatn þegar það stendur í afgreiðslunni.

Í rigningarveðrinu um daginn þurftum við að breiða yfir peningakassana og færa okkur frá því vatnið frussaðist inn,“ útskýrir Einar en núna stendur fata undir mesta lekanum og handklæði hefur verið breitt á gólfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár