Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sólheimasafn „bókstaflega að hruni komið, það er fúið og lekur, það er vond lykt í því“

Bóka­safn­ið í Sól­heim­um er at­hvarf barna og eldra fólks í hverf­inu. Hús­ið er lát­ið grotna nið­ur og starfs­mað­ur safns­ins seg­ir sárt að sjá ástand­ið. Í rign­ing­ar­veðr­inu um dag­inn fruss­að­ist vatn inn yf­ir af­greiðslu­borð­inu. Bæk­ur hafa skemmst vegna ástands­ins.

Sólheimasafn „bókstaflega að hruni komið, það er fúið og lekur, það er vond lykt í því“

Sólheimasafnið er falið á milli tveggja blokka í Sólheimum. Bókasafnið er athvarf gamla fólksins og barnanna í hverfinu, griðarstaður þar sem allir geta komið og fengið skjól, fræðslu og afþreyingu. Safnið er engu að síður í niðurníðslu, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ástandið er svo slæmt að starfsmönnum þykir nóg um.

„Þetta er Borgarbókasafnið í Sólheimum, vinnustaðurinn minn en jafnframt bókasafnið í hverfinu mínu. Mér þykir voðalega vænt um þetta litla heimilislega hverfissafn sem á sér langa sögu. Þess vegna er svo sárt að sjá ástandið á húsinu, það er bókstaflega að hruni komið, það er fúið og lekur, það er vond lykt í því og hefur ekki verið málað í alltof mörg ár. Borgin reynir að slökkva elda með því að fylla í göt hér og þar, en það dugir ekki til,“ skrifaði Einar Björn Magnússon, starfsmaður bókasafnsins, á Facebook.

Fatan stendur á gólfinu 

Þykir vænt um safnið
Þykir vænt um safnið Einar notar Sólheimasafn sjálfur með fjölskyldu sinni.

Stundin náði tali af Einari sem sagði að starfsmenn hefðu barist fyrir úrbótum í mörg ár og væru komnir að þolmörkum. „Við erum alveg búin að fá nóg. Ég finn það sjálfur hvað ég er orðinn þreyttur á þessu þegar það frussast yfir starfsfólk vatn þegar það stendur í afgreiðslunni.

Í rigningarveðrinu um daginn þurftum við að breiða yfir peningakassana og færa okkur frá því vatnið frussaðist inn,“ útskýrir Einar en núna stendur fata undir mesta lekanum og handklæði hefur verið breitt á gólfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár