Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skallaði móður barnsmóður sinnar á áætluðum fæðingardegi

Ekki fékkst dæmt nálg­un­ar­bann á mann sem keyrði á bíl móð­ur barn­s­móð­ur hans og skall­aði hana síð­an. Hann seg­ir bens­ín­gjöf­ina hafa fests og að hon­um hafi skrik­að fót­ur og óvart skall­að tengda­móð­ur sína fyrr­ver­andi.

Skallaði móður barnsmóður sinnar á áætluðum fæðingardegi
Segir meinta árás vera óhöpp Maðurinn segir bensíngjöf hafa verið fasta niðri með þeim afleiðingum að hann keyrði á bíl móður barnsmóður hans. Honum hafi síðan skrikað fótur þegar hann steig út úr bílnum, með þeim afleiðingum að hann skallaði hana óvart. Mynd: Shutterstock

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga gegn ungum manni, en farið var fram á nálgunarbann á hann gagnvart barnsmóður hans. Fyrir er á honum nálgunarbann gagnvart móður barnsmóður hans. DV fjallaði á dögunum mikið um árás hans á Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu, í Ármúlanum. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir líkamsárás og hótanir.

Í dómsúrskurði er vísað til atviks sem er sagt að hafi átt sér stað þann 14. apríl síðastliðinn. Er sagt að þá hafi hann gengið berserksgang á heimili barnsmóður sinnar og veist í kjölfarið að móður hennar. Barnsmóðir hans bar þá barn hans undir belti og var settur fæðingardagur þennan sama dag. Hún fæddi barnið síðastliðinn föstudag en í málsgögnum kemur fram að þá hafi þurft að fjarlægja manninn af Landsspítalanum að ósk starfsfólks.

Fjölskyldu- og velferðarnefnd telur að börn konunnar séu í háska vegna framgöngu mannsins og telur að hún hafi búið við langvarandi heimilisofbeldi. Konan segir sjálf að maðurinn hafi ekki lagt á hana hendur en hann hafi verið ógnandi og hún hafi verið hrædd, svo mjög að á hún hafi flúið heimilið eftir árás á móður hennar. 

Þrátt fyrir að það sé mat nefndarinnar að líkur séu á því að maðurinn muni beita barnsmóður sína ofbeldi þá mat dómarinn, Jón Höskuldsson, það sem svo að nálgunarbann væri ekki nauðsynlegt.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár