Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skallaði móður barnsmóður sinnar á áætluðum fæðingardegi

Ekki fékkst dæmt nálg­un­ar­bann á mann sem keyrði á bíl móð­ur barn­s­móð­ur hans og skall­aði hana síð­an. Hann seg­ir bens­ín­gjöf­ina hafa fests og að hon­um hafi skrik­að fót­ur og óvart skall­að tengda­móð­ur sína fyrr­ver­andi.

Skallaði móður barnsmóður sinnar á áætluðum fæðingardegi
Segir meinta árás vera óhöpp Maðurinn segir bensíngjöf hafa verið fasta niðri með þeim afleiðingum að hann keyrði á bíl móður barnsmóður hans. Honum hafi síðan skrikað fótur þegar hann steig út úr bílnum, með þeim afleiðingum að hann skallaði hana óvart. Mynd: Shutterstock

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga gegn ungum manni, en farið var fram á nálgunarbann á hann gagnvart barnsmóður hans. Fyrir er á honum nálgunarbann gagnvart móður barnsmóður hans. DV fjallaði á dögunum mikið um árás hans á Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu, í Ármúlanum. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir líkamsárás og hótanir.

Í dómsúrskurði er vísað til atviks sem er sagt að hafi átt sér stað þann 14. apríl síðastliðinn. Er sagt að þá hafi hann gengið berserksgang á heimili barnsmóður sinnar og veist í kjölfarið að móður hennar. Barnsmóðir hans bar þá barn hans undir belti og var settur fæðingardagur þennan sama dag. Hún fæddi barnið síðastliðinn föstudag en í málsgögnum kemur fram að þá hafi þurft að fjarlægja manninn af Landsspítalanum að ósk starfsfólks.

Fjölskyldu- og velferðarnefnd telur að börn konunnar séu í háska vegna framgöngu mannsins og telur að hún hafi búið við langvarandi heimilisofbeldi. Konan segir sjálf að maðurinn hafi ekki lagt á hana hendur en hann hafi verið ógnandi og hún hafi verið hrædd, svo mjög að á hún hafi flúið heimilið eftir árás á móður hennar. 

Þrátt fyrir að það sé mat nefndarinnar að líkur séu á því að maðurinn muni beita barnsmóður sína ofbeldi þá mat dómarinn, Jón Höskuldsson, það sem svo að nálgunarbann væri ekki nauðsynlegt.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár