Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skallaði móður barnsmóður sinnar á áætluðum fæðingardegi

Ekki fékkst dæmt nálg­un­ar­bann á mann sem keyrði á bíl móð­ur barn­s­móð­ur hans og skall­aði hana síð­an. Hann seg­ir bens­ín­gjöf­ina hafa fests og að hon­um hafi skrik­að fót­ur og óvart skall­að tengda­móð­ur sína fyrr­ver­andi.

Skallaði móður barnsmóður sinnar á áætluðum fæðingardegi
Segir meinta árás vera óhöpp Maðurinn segir bensíngjöf hafa verið fasta niðri með þeim afleiðingum að hann keyrði á bíl móður barnsmóður hans. Honum hafi síðan skrikað fótur þegar hann steig út úr bílnum, með þeim afleiðingum að hann skallaði hana óvart. Mynd: Shutterstock

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag í máli fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga gegn ungum manni, en farið var fram á nálgunarbann á hann gagnvart barnsmóður hans. Fyrir er á honum nálgunarbann gagnvart móður barnsmóður hans. DV fjallaði á dögunum mikið um árás hans á Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu, í Ármúlanum. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir líkamsárás og hótanir.

Í dómsúrskurði er vísað til atviks sem er sagt að hafi átt sér stað þann 14. apríl síðastliðinn. Er sagt að þá hafi hann gengið berserksgang á heimili barnsmóður sinnar og veist í kjölfarið að móður hennar. Barnsmóðir hans bar þá barn hans undir belti og var settur fæðingardagur þennan sama dag. Hún fæddi barnið síðastliðinn föstudag en í málsgögnum kemur fram að þá hafi þurft að fjarlægja manninn af Landsspítalanum að ósk starfsfólks.

Fjölskyldu- og velferðarnefnd telur að börn konunnar séu í háska vegna framgöngu mannsins og telur að hún hafi búið við langvarandi heimilisofbeldi. Konan segir sjálf að maðurinn hafi ekki lagt á hana hendur en hann hafi verið ógnandi og hún hafi verið hrædd, svo mjög að á hún hafi flúið heimilið eftir árás á móður hennar. 

Þrátt fyrir að það sé mat nefndarinnar að líkur séu á því að maðurinn muni beita barnsmóður sína ofbeldi þá mat dómarinn, Jón Höskuldsson, það sem svo að nálgunarbann væri ekki nauðsynlegt.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár