Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Siv fékk 13 milljónir frá ráðuneyti Eyglóar án samnings um þjónustukaup

„Rík­is­end­ur­skoð­un gagn­rýn­ir það verklag sem er ekki í sam­ræmi við lög um op­in­ber inn­kaup eða góða starfs­hætti,“ seg­ir í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um kaup ráðu­neyta á sér­fræði­þjón­ustu.

Siv fékk 13 milljónir frá ráðuneyti Eyglóar án samnings um þjónustukaup

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingkona Framsóknarflokksins til margra ára, fékk samtals 13 milljóna greiðslur frá velferðarráðuneytinu án þess að gerður væri samningur um þjónustukaup á árunum 2014 og 2015.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu sem send var Alþingi í gær. Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklagið og segir það ekki í samræmi við lög um opinber innkaup eða góða starfshætti. Ótal aðrar athugasemdir eru gerðar við þjónustukaup ráðuneyta á undanförnum árum í skýrslunni og mun Stundin fjalla áfram um málið.

Fram kemur að á tímabilinu 2013 til 2015, meðan Eygló Harðardóttir var félags- og húsnæðismálaráðherra, hafi velferðarráðuneytið verið það ráðuneyti sem varði mestum fjármunum til kaupa á því sem kallað er „önnur sérfræðiþjónusta“.

Hluti þeirra viðskipta hafi verið viðvarandi verkefna á vegum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun kannaði greiðslur til Sivjar Friðleifsdóttur, fyrrum ráðherra, eftir að Eygló Harðardóttir skipaði hana sem formann Velferðarvaktarinnar, samráðs- og samstarfsvettvangs og álitsgjafa á sviði velferðarmála.

„Hún fékk greiddar 6 m.kr. 2014 og 7 m.kr. 2015 án þess að gerður væri samningur um þau þjónustukaup. Ríkisendurskoðun gagnrýnir það verklag sem er ekki í samræmi við lög um opinber innkaup eða góða starfshætti,“ segir í skýrslunni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár