Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Siv fékk 13 milljónir frá ráðuneyti Eyglóar án samnings um þjónustukaup

„Rík­is­end­ur­skoð­un gagn­rýn­ir það verklag sem er ekki í sam­ræmi við lög um op­in­ber inn­kaup eða góða starfs­hætti,“ seg­ir í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um kaup ráðu­neyta á sér­fræði­þjón­ustu.

Siv fékk 13 milljónir frá ráðuneyti Eyglóar án samnings um þjónustukaup

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingkona Framsóknarflokksins til margra ára, fékk samtals 13 milljóna greiðslur frá velferðarráðuneytinu án þess að gerður væri samningur um þjónustukaup á árunum 2014 og 2015.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu sem send var Alþingi í gær. Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklagið og segir það ekki í samræmi við lög um opinber innkaup eða góða starfshætti. Ótal aðrar athugasemdir eru gerðar við þjónustukaup ráðuneyta á undanförnum árum í skýrslunni og mun Stundin fjalla áfram um málið.

Fram kemur að á tímabilinu 2013 til 2015, meðan Eygló Harðardóttir var félags- og húsnæðismálaráðherra, hafi velferðarráðuneytið verið það ráðuneyti sem varði mestum fjármunum til kaupa á því sem kallað er „önnur sérfræðiþjónusta“.

Hluti þeirra viðskipta hafi verið viðvarandi verkefna á vegum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun kannaði greiðslur til Sivjar Friðleifsdóttur, fyrrum ráðherra, eftir að Eygló Harðardóttir skipaði hana sem formann Velferðarvaktarinnar, samráðs- og samstarfsvettvangs og álitsgjafa á sviði velferðarmála.

„Hún fékk greiddar 6 m.kr. 2014 og 7 m.kr. 2015 án þess að gerður væri samningur um þau þjónustukaup. Ríkisendurskoðun gagnrýnir það verklag sem er ekki í samræmi við lög um opinber innkaup eða góða starfshætti,“ segir í skýrslunni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár