Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Siv fékk 13 milljónir frá ráðuneyti Eyglóar án samnings um þjónustukaup

„Rík­is­end­ur­skoð­un gagn­rýn­ir það verklag sem er ekki í sam­ræmi við lög um op­in­ber inn­kaup eða góða starfs­hætti,“ seg­ir í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um kaup ráðu­neyta á sér­fræði­þjón­ustu.

Siv fékk 13 milljónir frá ráðuneyti Eyglóar án samnings um þjónustukaup

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingkona Framsóknarflokksins til margra ára, fékk samtals 13 milljóna greiðslur frá velferðarráðuneytinu án þess að gerður væri samningur um þjónustukaup á árunum 2014 og 2015.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu sem send var Alþingi í gær. Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklagið og segir það ekki í samræmi við lög um opinber innkaup eða góða starfshætti. Ótal aðrar athugasemdir eru gerðar við þjónustukaup ráðuneyta á undanförnum árum í skýrslunni og mun Stundin fjalla áfram um málið.

Fram kemur að á tímabilinu 2013 til 2015, meðan Eygló Harðardóttir var félags- og húsnæðismálaráðherra, hafi velferðarráðuneytið verið það ráðuneyti sem varði mestum fjármunum til kaupa á því sem kallað er „önnur sérfræðiþjónusta“.

Hluti þeirra viðskipta hafi verið viðvarandi verkefna á vegum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun kannaði greiðslur til Sivjar Friðleifsdóttur, fyrrum ráðherra, eftir að Eygló Harðardóttir skipaði hana sem formann Velferðarvaktarinnar, samráðs- og samstarfsvettvangs og álitsgjafa á sviði velferðarmála.

„Hún fékk greiddar 6 m.kr. 2014 og 7 m.kr. 2015 án þess að gerður væri samningur um þau þjónustukaup. Ríkisendurskoðun gagnrýnir það verklag sem er ekki í samræmi við lög um opinber innkaup eða góða starfshætti,“ segir í skýrslunni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár