Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Siv fékk 13 milljónir frá ráðuneyti Eyglóar án samnings um þjónustukaup

„Rík­is­end­ur­skoð­un gagn­rýn­ir það verklag sem er ekki í sam­ræmi við lög um op­in­ber inn­kaup eða góða starfs­hætti,“ seg­ir í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um kaup ráðu­neyta á sér­fræði­þjón­ustu.

Siv fékk 13 milljónir frá ráðuneyti Eyglóar án samnings um þjónustukaup

Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingkona Framsóknarflokksins til margra ára, fékk samtals 13 milljóna greiðslur frá velferðarráðuneytinu án þess að gerður væri samningur um þjónustukaup á árunum 2014 og 2015.

Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup ráðuneyta á sérfræðiþjónustu sem send var Alþingi í gær. Ríkisendurskoðun gagnrýnir verklagið og segir það ekki í samræmi við lög um opinber innkaup eða góða starfshætti. Ótal aðrar athugasemdir eru gerðar við þjónustukaup ráðuneyta á undanförnum árum í skýrslunni og mun Stundin fjalla áfram um málið.

Fram kemur að á tímabilinu 2013 til 2015, meðan Eygló Harðardóttir var félags- og húsnæðismálaráðherra, hafi velferðarráðuneytið verið það ráðuneyti sem varði mestum fjármunum til kaupa á því sem kallað er „önnur sérfræðiþjónusta“.

Hluti þeirra viðskipta hafi verið viðvarandi verkefna á vegum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun kannaði greiðslur til Sivjar Friðleifsdóttur, fyrrum ráðherra, eftir að Eygló Harðardóttir skipaði hana sem formann Velferðarvaktarinnar, samráðs- og samstarfsvettvangs og álitsgjafa á sviði velferðarmála.

„Hún fékk greiddar 6 m.kr. 2014 og 7 m.kr. 2015 án þess að gerður væri samningur um þau þjónustukaup. Ríkisendurskoðun gagnrýnir það verklag sem er ekki í samræmi við lög um opinber innkaup eða góða starfshætti,“ segir í skýrslunni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
5
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu