Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur uppsker stuðning og úthrópanir: „Lokaðu hurðinni almennilega á eftir þér“

Færsla Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, þar sem hann boð­ar kosn­ing­ar ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn styðji hann ekki áfram, vek­ur mis­jöfn við­brögð.

Sigmundur uppsker stuðning og úthrópanir: „Lokaðu hurðinni almennilega á eftir þér“

Viðbrögð fólks við uppgjörsfærslu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar einkennast ýmist af ánægju, ótta og reiði. Sigmundur boðar að hann muni boða til kosninga ef Sjálfstæðisflokkurinn styður hann ekki sem forsætisráðherra. Hann segist stoltur af verkum sínum og að hann muni halda áfram, hljóti hann stuðning til þess.

Forseti Íslands hefur hins vegar stoppað Sigmund Davíð af og synjað honum um heimild til að boða til kosninga.

„Lokaðu hurðinni almennilega á eftir þér. Viljum ekki trekk á eftir. Bless,“ segir Lilja Líndal Sigurðardóttir.

„Gangi þér vel. Þú mátt ekki bugast. Því ef það yðri kosið nú yrði ringulreið. Klárum kjörtímabilið og kjósum svo þannig virkar lýðræðið,“ segir Einar Magnússon.

Það verður að klára málið og leiðrétta kjör aldraða og öryrkja,“ segir Sigrún Ellen Einarsdóttir, honum til stuðnings. „Gangi þér sem allra best og alls ekki segja upp þú ert sá eini sem hefur talað fyrir bændastéttina i sambandi við Haga og fleira ... það hafa allir sínar skoðanir á þessu máli mér finst bara að þetta sé rætt mál búið að gera grein fyrir þessu skattar borgaðir þá finst mer að þeir í þinghúsinu sem eru að kasta steinum ur glerhúsi megi aðeins hægja á og líta á sjálfan sig,“ segir Sylvia Magnúsdóttir.

„Stuðningsmannahópur þinn er miklu stærri en þig grunar“

Kári S. Lárusson, harður stuðningsmaður Sigmundar, sem vill leggja niður Ríkisútvarpið þar sem það sé „verulega ógeðfelld stofnun“ þar sem „vinstri menn af verri sortinni [hafi] hreiðrað þar um sig eins og búrhænur í arfagarði og stunda þaðan heiftúðugar árásir á gott fólk sem skarar fram úr eða er til sóma fyrir land sitt og þjóð“, hvetur Sigmund áfram. 

„Sigmundur, - haltu þínu striki og hafðu engar áhyggjur af hávaðafólki. Þú hefur staðið þig afburða vel í starfi fyrir land og þjóð. Atburðir síðustu daga hafa í engu breitt þeirri skoðun minni. Mér er slétt sama hvar þið hjónin geymið fjármuni ykkar og hef meira en fullan skilning á því að fólk hafi peninga sína ekki í íslenzkum bönkum. Þeir hafa ekki hagað sér með þeim hætti undanfarin áratug að nokkur minnsta ástæða sé til að eiga við þá viðskipti. Ég er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og er verulega óánægður með minn gamla flokk. Þess vegna var það fagnaðarefni þegar loksins kom forsætisráðherra til starfa sem hafði dug og þor til að láta til sín taka. Og þú mátt bóka það, að stuðningsmannahópur þinn er miklu stærri en þig grunar. Og hafðu í huga, - að stundum er sókn bezta vörnin.“

„Er ekki lengur reiður út í þig“

„Gerðu þér og öðrum sóma og segðu upp,“ segir Guðlaugur Jónsson í vinsælustu ummælunum við færslu Sigmundar.

Þú ert svo veruleikafyrtur að maður er ekki lengur reiður út í þig, þvert á móti vorkenni ég þeirri persónu sem þú hefur að geyma! segir Sverrir Gauti Hilmarsson.

„Þegiðu,“ segir annar. Enn annar bendir á að árangur ríkisstjórnarinnar sé óháður því hvort hann eigi að segja af sér eða ekki. „Sigmundur, burt séð því hvernig þessi ríkisstjórn hefur staðið sig og hvaða góðu málum hún vill koma í gegn: Drullaðu þér.“

Vík burt Satan !!!!“ hrópar Páll Helmut Guðjónsson.

Ester Bibi heldur því fram að Sigmundur hafi lítið efnt af loforðum sínum. „Flest kosningaloforð, sem þú varst kosinn út á, komust nákvæmlega ekkert áleiðis. Þar má nefna stóra verðtryggingarmálið sem beið þess að vera tekið fyrir á þingi í óratíma og þegar það mál var loksins tekið fyrir (að frumkvæði stjórnarandstöðu) fórst þú fram og tókst ekki þátt! Ég vil biðja þig eins vinsamlega og ég á til að segja af þér. Þú hefur svikið alla þjóðina en mest þína eigin kjósendur!“

Sigmundur hlýðir á vantraust
Sigmundur hlýðir á vantraust Í gær mættu yfir 20 þúsund manns á mótmæli gegn skattaskjólsmálsins og hlustaði Sigmundur á umræður þingmanna um vantraust.

Hefði átt að gera þetta fyrr

Vilhjálmur Ingi Sigurðarson bendir á að Sigmundur hefði átt að grípa fyrr til heiðarlegrar umræðu: „Þetta hefðirðu mátt gera fyrir löngu að tjá þig svona heiðarlega um málið. Held bara að það sé of seint fyrir þig að ávinna þér traust gagnvart almenning sem hefur látið heldur betur í sér heyra og er óánægt. Ykkur í ríkisstjórninni hefur tekist margt gott og unnið vel í mörgum málum en heiðarleiki og hreinskilni er það sem þjóðin vill og krefst af stjórnmálamönnum eftir hrun. Þú hefur því miður leynt upplýsingum og ekki komið hreint fram og fólki svíður það. Sýndu þá drengskap og segðu af þér sem forsætisráðherra.. Má ég svo biðja fólk um að sýna kurteisi og aðgát í nærveru sálar. Þið mynduð örugglega ekki sýna þessa hegðun við hann face 2 face. Kurteisi kostar ekkert...“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár