Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur stoppaður af með eitt af sínum síðustu verkum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, teikn­aði nýtt út­lit á ný­bygg­ingu við Lækj­ar­götu, en teikn­ing­in sam­ræmd­ist ekki deili­skipu­lagi.

Sigmundur stoppaður af með eitt af sínum síðustu verkum
Teikningar Sigmundar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson teiknaði sína eigin tillögu ofan á tillögu PK arkitekta, en hún stóðst ekki deiliskipulag. Mynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Eitt síðasta verk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra var að teikna 19. aldar útlit á nýbyggingu sem reist verður við Lækjargötu, en breytingartillögum hans hefur verið hafnað.

Sigmundur fór fram á að útliti húss, sem byggja átti við svokallað Hafnartorg við Lækjargötu í Reykjavík, yrði breytt. Hann sagði að húsið yrði „álitið mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð,“ ef það yrði byggt samkvæmt teikningum PK arkitekta. Sigmundur sendi því sína eigin tillögu á eigendur lóðarinnar, Reykjavík Development, en þær samræmdust ekki deiliskipulagi. 

Forsætisráðuneytið og Reykjavík Development sendu frá sér tilkynningu í janúar um að ráðuneytið fengi að hafa aðkomu að endurhönnun hússins. Í kjölfarið sýndi Sigmundur tvær myndir með nýju útliti.

Turn Sigmundar gerði húsið of hátt

Guðni Rafn Eiríksson, einn eigenda Reykjavík Development, segir í samtali við Stundina að ófært hafi verið að verða við tillögum forsætisráðuneytisins. „Við vissum aldrei neitt fyrr en við sáum þessar myndir. Við sögðum bara: Þetta gengur of langt,“ segir hann.

„Þeir voru ekkert búnir að kynna sér þetta deiliskipulag“

Meðal þess sem kom í ljós var að í tillögu Sigmundar var turn sem gerði bygginguna hærri en heimilt var. Að auki áttu tvær efstu hæðir hússins að vera inndregnar, samkvæmt deiliskipulagi, með þeim hætti að þeir sem stæðu við húsið sæu aðeins fjórar hæðir, en tillaga Sigmundar samræmdist því ekki. „Þeir voru ekkert búnir að kynna sér þetta deiliskipulag,“ segir Guðni. „Það tekur ár að breyta deiliskipulagi. Við getum ekkert verið á hold í eitt ár af því að hann hefur áhuga á þessu.“

Gerði inngrip vegna hafnargarðsins

Forsætisráðuneytið hefur fengið aukin völd yfir ásýnd byggðar, eftir lög sem samþykkt voru á Alþingi síðasta sumar. Í krafti þeirra tók Sigrún Magnúsdóttir, sem starfandi forsætisráðherra, ákvörðun um að friða gamlan hafnargarð á lóð Hafnartorgs. Niðurstaðan var að Reykjavík Development þurfti að fjarlægja hafnargarðinn stein fyrir stein og mun setja hann aftur upp síðar. Kostnaðurinn var metinn hálfur milljarður króna af lóðaeigandanum og hefur hann lýst því yfir að skaðabætur verði sóttar til ríkissjóðs vegna hans.

Tillaga sem unnið verður eftir
Tillaga sem unnið verður eftir PK arkitektar teiknuðu útlitið á húsið sem rísa mun við Hafnartorg. Framkvæmdir hefjast líklega síðar í þessum mánuði.

Hugmynd Sigmundar
Hugmynd Sigmundar Sigmundur vildi taka yfir hönnun á húsinu við Hafnartorg og móta það í 19. aldar stíl.

Byggingarleyfi veitt

Byggingarleyfi hefur nú verið veitt fyrir framkvæmdunum. Áætlað er að þær hefjist síðar í mánuðinum. Verslunarrými hefur verið selt til Regins, fasteignafélags.

Guðni Rafn segir því útlit fyrir að útlitsbreytingar forsætisráðuneytisins verði ekki innleiddar.

„Menn ætluðu að skoða þetta betur hjá þeim og svo bara höfum við ekkert heyrt meira í þeim. Mér sýnist ekkert verða úr þessu frekar hjá þeim.“

Sigurður Ingi gjörbreytir ekki útlitinu

Spurður hvort Reykjavík Development muni veita Sigurði Inga Jóhannssyni, nýjum forsætisráðherra, tækifæri til að teikna húsið segir Guðni Rafn: „Við erum bara tilbúnir til viðræðna við hvern þann sem er áhugasamur um að leigja af okkur skrifstofuhúsnæði um einhverja aðlögun að þeirra þörfum. Það er eðlilegt í fasteignaviðskiptum. Við erum að aðlaga helling fyrir Reginn. En ekki kannski endurhanna allt verkefnið í nítjándu aldar stíl.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár