Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur stoppaður af með eitt af sínum síðustu verkum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, teikn­aði nýtt út­lit á ný­bygg­ingu við Lækj­ar­götu, en teikn­ing­in sam­ræmd­ist ekki deili­skipu­lagi.

Sigmundur stoppaður af með eitt af sínum síðustu verkum
Teikningar Sigmundar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson teiknaði sína eigin tillögu ofan á tillögu PK arkitekta, en hún stóðst ekki deiliskipulag. Mynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Eitt síðasta verk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra var að teikna 19. aldar útlit á nýbyggingu sem reist verður við Lækjargötu, en breytingartillögum hans hefur verið hafnað.

Sigmundur fór fram á að útliti húss, sem byggja átti við svokallað Hafnartorg við Lækjargötu í Reykjavík, yrði breytt. Hann sagði að húsið yrði „álitið mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð,“ ef það yrði byggt samkvæmt teikningum PK arkitekta. Sigmundur sendi því sína eigin tillögu á eigendur lóðarinnar, Reykjavík Development, en þær samræmdust ekki deiliskipulagi. 

Forsætisráðuneytið og Reykjavík Development sendu frá sér tilkynningu í janúar um að ráðuneytið fengi að hafa aðkomu að endurhönnun hússins. Í kjölfarið sýndi Sigmundur tvær myndir með nýju útliti.

Turn Sigmundar gerði húsið of hátt

Guðni Rafn Eiríksson, einn eigenda Reykjavík Development, segir í samtali við Stundina að ófært hafi verið að verða við tillögum forsætisráðuneytisins. „Við vissum aldrei neitt fyrr en við sáum þessar myndir. Við sögðum bara: Þetta gengur of langt,“ segir hann.

„Þeir voru ekkert búnir að kynna sér þetta deiliskipulag“

Meðal þess sem kom í ljós var að í tillögu Sigmundar var turn sem gerði bygginguna hærri en heimilt var. Að auki áttu tvær efstu hæðir hússins að vera inndregnar, samkvæmt deiliskipulagi, með þeim hætti að þeir sem stæðu við húsið sæu aðeins fjórar hæðir, en tillaga Sigmundar samræmdist því ekki. „Þeir voru ekkert búnir að kynna sér þetta deiliskipulag,“ segir Guðni. „Það tekur ár að breyta deiliskipulagi. Við getum ekkert verið á hold í eitt ár af því að hann hefur áhuga á þessu.“

Gerði inngrip vegna hafnargarðsins

Forsætisráðuneytið hefur fengið aukin völd yfir ásýnd byggðar, eftir lög sem samþykkt voru á Alþingi síðasta sumar. Í krafti þeirra tók Sigrún Magnúsdóttir, sem starfandi forsætisráðherra, ákvörðun um að friða gamlan hafnargarð á lóð Hafnartorgs. Niðurstaðan var að Reykjavík Development þurfti að fjarlægja hafnargarðinn stein fyrir stein og mun setja hann aftur upp síðar. Kostnaðurinn var metinn hálfur milljarður króna af lóðaeigandanum og hefur hann lýst því yfir að skaðabætur verði sóttar til ríkissjóðs vegna hans.

Tillaga sem unnið verður eftir
Tillaga sem unnið verður eftir PK arkitektar teiknuðu útlitið á húsið sem rísa mun við Hafnartorg. Framkvæmdir hefjast líklega síðar í þessum mánuði.

Hugmynd Sigmundar
Hugmynd Sigmundar Sigmundur vildi taka yfir hönnun á húsinu við Hafnartorg og móta það í 19. aldar stíl.

Byggingarleyfi veitt

Byggingarleyfi hefur nú verið veitt fyrir framkvæmdunum. Áætlað er að þær hefjist síðar í mánuðinum. Verslunarrými hefur verið selt til Regins, fasteignafélags.

Guðni Rafn segir því útlit fyrir að útlitsbreytingar forsætisráðuneytisins verði ekki innleiddar.

„Menn ætluðu að skoða þetta betur hjá þeim og svo bara höfum við ekkert heyrt meira í þeim. Mér sýnist ekkert verða úr þessu frekar hjá þeim.“

Sigurður Ingi gjörbreytir ekki útlitinu

Spurður hvort Reykjavík Development muni veita Sigurði Inga Jóhannssyni, nýjum forsætisráðherra, tækifæri til að teikna húsið segir Guðni Rafn: „Við erum bara tilbúnir til viðræðna við hvern þann sem er áhugasamur um að leigja af okkur skrifstofuhúsnæði um einhverja aðlögun að þeirra þörfum. Það er eðlilegt í fasteignaviðskiptum. Við erum að aðlaga helling fyrir Reginn. En ekki kannski endurhanna allt verkefnið í nítjándu aldar stíl.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár