Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur stoppaður af með eitt af sínum síðustu verkum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, teikn­aði nýtt út­lit á ný­bygg­ingu við Lækj­ar­götu, en teikn­ing­in sam­ræmd­ist ekki deili­skipu­lagi.

Sigmundur stoppaður af með eitt af sínum síðustu verkum
Teikningar Sigmundar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson teiknaði sína eigin tillögu ofan á tillögu PK arkitekta, en hún stóðst ekki deiliskipulag. Mynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Eitt síðasta verk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra var að teikna 19. aldar útlit á nýbyggingu sem reist verður við Lækjargötu, en breytingartillögum hans hefur verið hafnað.

Sigmundur fór fram á að útliti húss, sem byggja átti við svokallað Hafnartorg við Lækjargötu í Reykjavík, yrði breytt. Hann sagði að húsið yrði „álitið mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð,“ ef það yrði byggt samkvæmt teikningum PK arkitekta. Sigmundur sendi því sína eigin tillögu á eigendur lóðarinnar, Reykjavík Development, en þær samræmdust ekki deiliskipulagi. 

Forsætisráðuneytið og Reykjavík Development sendu frá sér tilkynningu í janúar um að ráðuneytið fengi að hafa aðkomu að endurhönnun hússins. Í kjölfarið sýndi Sigmundur tvær myndir með nýju útliti.

Turn Sigmundar gerði húsið of hátt

Guðni Rafn Eiríksson, einn eigenda Reykjavík Development, segir í samtali við Stundina að ófært hafi verið að verða við tillögum forsætisráðuneytisins. „Við vissum aldrei neitt fyrr en við sáum þessar myndir. Við sögðum bara: Þetta gengur of langt,“ segir hann.

„Þeir voru ekkert búnir að kynna sér þetta deiliskipulag“

Meðal þess sem kom í ljós var að í tillögu Sigmundar var turn sem gerði bygginguna hærri en heimilt var. Að auki áttu tvær efstu hæðir hússins að vera inndregnar, samkvæmt deiliskipulagi, með þeim hætti að þeir sem stæðu við húsið sæu aðeins fjórar hæðir, en tillaga Sigmundar samræmdist því ekki. „Þeir voru ekkert búnir að kynna sér þetta deiliskipulag,“ segir Guðni. „Það tekur ár að breyta deiliskipulagi. Við getum ekkert verið á hold í eitt ár af því að hann hefur áhuga á þessu.“

Gerði inngrip vegna hafnargarðsins

Forsætisráðuneytið hefur fengið aukin völd yfir ásýnd byggðar, eftir lög sem samþykkt voru á Alþingi síðasta sumar. Í krafti þeirra tók Sigrún Magnúsdóttir, sem starfandi forsætisráðherra, ákvörðun um að friða gamlan hafnargarð á lóð Hafnartorgs. Niðurstaðan var að Reykjavík Development þurfti að fjarlægja hafnargarðinn stein fyrir stein og mun setja hann aftur upp síðar. Kostnaðurinn var metinn hálfur milljarður króna af lóðaeigandanum og hefur hann lýst því yfir að skaðabætur verði sóttar til ríkissjóðs vegna hans.

Tillaga sem unnið verður eftir
Tillaga sem unnið verður eftir PK arkitektar teiknuðu útlitið á húsið sem rísa mun við Hafnartorg. Framkvæmdir hefjast líklega síðar í þessum mánuði.

Hugmynd Sigmundar
Hugmynd Sigmundar Sigmundur vildi taka yfir hönnun á húsinu við Hafnartorg og móta það í 19. aldar stíl.

Byggingarleyfi veitt

Byggingarleyfi hefur nú verið veitt fyrir framkvæmdunum. Áætlað er að þær hefjist síðar í mánuðinum. Verslunarrými hefur verið selt til Regins, fasteignafélags.

Guðni Rafn segir því útlit fyrir að útlitsbreytingar forsætisráðuneytisins verði ekki innleiddar.

„Menn ætluðu að skoða þetta betur hjá þeim og svo bara höfum við ekkert heyrt meira í þeim. Mér sýnist ekkert verða úr þessu frekar hjá þeim.“

Sigurður Ingi gjörbreytir ekki útlitinu

Spurður hvort Reykjavík Development muni veita Sigurði Inga Jóhannssyni, nýjum forsætisráðherra, tækifæri til að teikna húsið segir Guðni Rafn: „Við erum bara tilbúnir til viðræðna við hvern þann sem er áhugasamur um að leigja af okkur skrifstofuhúsnæði um einhverja aðlögun að þeirra þörfum. Það er eðlilegt í fasteignaviðskiptum. Við erum að aðlaga helling fyrir Reginn. En ekki kannski endurhanna allt verkefnið í nítjándu aldar stíl.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár