Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur stoppaður af með eitt af sínum síðustu verkum

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra, teikn­aði nýtt út­lit á ný­bygg­ingu við Lækj­ar­götu, en teikn­ing­in sam­ræmd­ist ekki deili­skipu­lagi.

Sigmundur stoppaður af með eitt af sínum síðustu verkum
Teikningar Sigmundar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson teiknaði sína eigin tillögu ofan á tillögu PK arkitekta, en hún stóðst ekki deiliskipulag. Mynd: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Eitt síðasta verk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra var að teikna 19. aldar útlit á nýbyggingu sem reist verður við Lækjargötu, en breytingartillögum hans hefur verið hafnað.

Sigmundur fór fram á að útliti húss, sem byggja átti við svokallað Hafnartorg við Lækjargötu í Reykjavík, yrði breytt. Hann sagði að húsið yrði „álitið mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð,“ ef það yrði byggt samkvæmt teikningum PK arkitekta. Sigmundur sendi því sína eigin tillögu á eigendur lóðarinnar, Reykjavík Development, en þær samræmdust ekki deiliskipulagi. 

Forsætisráðuneytið og Reykjavík Development sendu frá sér tilkynningu í janúar um að ráðuneytið fengi að hafa aðkomu að endurhönnun hússins. Í kjölfarið sýndi Sigmundur tvær myndir með nýju útliti.

Turn Sigmundar gerði húsið of hátt

Guðni Rafn Eiríksson, einn eigenda Reykjavík Development, segir í samtali við Stundina að ófært hafi verið að verða við tillögum forsætisráðuneytisins. „Við vissum aldrei neitt fyrr en við sáum þessar myndir. Við sögðum bara: Þetta gengur of langt,“ segir hann.

„Þeir voru ekkert búnir að kynna sér þetta deiliskipulag“

Meðal þess sem kom í ljós var að í tillögu Sigmundar var turn sem gerði bygginguna hærri en heimilt var. Að auki áttu tvær efstu hæðir hússins að vera inndregnar, samkvæmt deiliskipulagi, með þeim hætti að þeir sem stæðu við húsið sæu aðeins fjórar hæðir, en tillaga Sigmundar samræmdist því ekki. „Þeir voru ekkert búnir að kynna sér þetta deiliskipulag,“ segir Guðni. „Það tekur ár að breyta deiliskipulagi. Við getum ekkert verið á hold í eitt ár af því að hann hefur áhuga á þessu.“

Gerði inngrip vegna hafnargarðsins

Forsætisráðuneytið hefur fengið aukin völd yfir ásýnd byggðar, eftir lög sem samþykkt voru á Alþingi síðasta sumar. Í krafti þeirra tók Sigrún Magnúsdóttir, sem starfandi forsætisráðherra, ákvörðun um að friða gamlan hafnargarð á lóð Hafnartorgs. Niðurstaðan var að Reykjavík Development þurfti að fjarlægja hafnargarðinn stein fyrir stein og mun setja hann aftur upp síðar. Kostnaðurinn var metinn hálfur milljarður króna af lóðaeigandanum og hefur hann lýst því yfir að skaðabætur verði sóttar til ríkissjóðs vegna hans.

Tillaga sem unnið verður eftir
Tillaga sem unnið verður eftir PK arkitektar teiknuðu útlitið á húsið sem rísa mun við Hafnartorg. Framkvæmdir hefjast líklega síðar í þessum mánuði.

Hugmynd Sigmundar
Hugmynd Sigmundar Sigmundur vildi taka yfir hönnun á húsinu við Hafnartorg og móta það í 19. aldar stíl.

Byggingarleyfi veitt

Byggingarleyfi hefur nú verið veitt fyrir framkvæmdunum. Áætlað er að þær hefjist síðar í mánuðinum. Verslunarrými hefur verið selt til Regins, fasteignafélags.

Guðni Rafn segir því útlit fyrir að útlitsbreytingar forsætisráðuneytisins verði ekki innleiddar.

„Menn ætluðu að skoða þetta betur hjá þeim og svo bara höfum við ekkert heyrt meira í þeim. Mér sýnist ekkert verða úr þessu frekar hjá þeim.“

Sigurður Ingi gjörbreytir ekki útlitinu

Spurður hvort Reykjavík Development muni veita Sigurði Inga Jóhannssyni, nýjum forsætisráðherra, tækifæri til að teikna húsið segir Guðni Rafn: „Við erum bara tilbúnir til viðræðna við hvern þann sem er áhugasamur um að leigja af okkur skrifstofuhúsnæði um einhverja aðlögun að þeirra þörfum. Það er eðlilegt í fasteignaviðskiptum. Við erum að aðlaga helling fyrir Reginn. En ekki kannski endurhanna allt verkefnið í nítjándu aldar stíl.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár