Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigmundur sagði ósatt í gær - boðað til þingflokksfundar

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, hélt því fram í kapp­ræð­um Rík­is­sjón­varps­ins að hann hefði aldrei átt af­l­ands­fé­lag­ið Wintris. Papp­ír­ar sýna að það var rangt.

Sigmundur sagði ósatt í gær - boðað til þingflokksfundar
Sigmundur Davíð Afneitaði því að hafa átt Wintris, þótt skjal sýni annað, og afneitaði því að kosningum hefði verið flýtt vegna afsagnar hans, þótt það hafi verið tilkynnt opinberlega. Mynd: RÚV

Þingflokkur Framsóknarflokksins boðaði til fundar í dag klukkan 13.

Þingflokksformaður og þingmaður flokksins neituðu að svara því hvort fundurinn varðaði stöðu formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en sú var þó raunin. 

„Ekkert komment um hann,“ sagði Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður þegar Stundin ræddi við hann. Stundin náði tali af Þórunni Egilsdóttur, varaformanni þingflokksins, og spurði um efni fundarins. „Ég er ekki með fundarboðið fyrir framan mig þannig ég get ekki gefið það upp,“ svaraði hún. Spurð hvort það væri rétt sem fram kæmi í frétt RÚV af málinu, að hluti þingflokksins hefði boðað til fundarins vegna óánægju með formann flokksins, sagði Þórunn: „Ég get ekki staðfest það.“

Eftir fundinn lýsti þingflokkurinn yfir stuðningi við Sigmund Davíð sem formann. Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður hefur hins vegar lýst yfir mótframboð í formannsstól á flokksþinginu 1. október. 

Sigmundur afneitaði öllu málinu

Sigmundur hóf fyrstu kappræður kosningabaráttunar í gær á því að afneita Wintris-málinu, stærsta pólitíska fréttamáli ársins, sem vakti heimsathygli og leiddi til afsagnar hans sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennra mótmæla.

Í kappræðunum í gær sagðist Sigmundur aldrei hafa átt félagið Wintris Inc á Tortólu. Skjöl sem birt hafa verið opinberlega sýna hins vegar að hann var skráður eigandi ásamt eiginkonu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur. Sigmundur var skráður eigandi Wintris þegar félagið gerði kröfu upp á rúmlega hálfan milljarð króna í þrotabú bankanna, en Sigmundur hefur sem stjórnmálamaður haft ríka aðkomu að málefnum sem tengjast kröfuhöfum. 

SkjaliðSýnir eignarhald Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Wintris, sem hann afneitaði aftur í gær.

Sigmundur gaf ekki upp eignarhald sitt á Wintris, jafnvel þótt siðareglur ráðherra kveði skýrt á um að hann beri að upplýsa um tilfelli þegar persónulegir hagsmunir hans stangist á við almannahagsmuni, hvort sem um er að ræða hann sjálfan eða fjölskyldumeðlim hans.

Staða Sigmundar braut gegn siðareglum ráðherra

Í siðareglum ráðherra, sem settar voru til að forðast spillingu, segir: 

„Ráðherra forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar og gætir þess að persónuleg tengsl hafi ekki áhrif á störf sín. Takist honum ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“

Auk þess segir að ráðherra beiti sér fyrir því innan ráðuneytis og stofnana sem heyra undir hann að „tekið sé á hagsmunaárekstrum strax og þeir koma upp og hann fær vitneskju þar um.“ Þá „skal hann beita sér fyrir því að starfsfólk sé sér meðvitað um mögulega hagsmunaárekstra og leiðir til að koma í veg fyrir þá.“

Loks gefa siðareglurnar forsætisráðherranum, í þessu tilfelli Sigmundi Davíðs, það hlutverk að kalla eftir upplýsingum um hagsmunaárekstra eins og þá sem Sigmundur var í. „Ráðherra upplýsir um fjárhagsleg hagsmunatengsl eða önnur slík tengsl sem valdið geta hagsmunaárekstum ... Forsætisráðherra getur í samráði við ríkisstjórn ákveðið að kalla með skipu­lögðum hætti eftir frekari upplýsingum um hagsmunatengsl ráðherra sem birtar yrðu almenningi.“

Sigmundur Davíð var því í rúmlega 500 milljóna króna hagsmunaárekstri við almannahag án þess að láta vita af því, þótt hann hefði þá skyldu að gera það og sjá til þess að aðrir geri það.

Eignarhald SigmundarMyndræn útskýring alþjóðlegu blaðamannasamtakanna ICIJ á tengslum Sigmundar Davíðs við Wintris.

Sigmundur var spurður í gær út í siðferðislegu hliðina: „Þér finnst sem sagt ekkert athugavert við það að forsætisráðherra eigi eignir á aflandssvæðum?“

„Ég á ekki og hef aldrei átt aflandsfélag.“

Sigmundur var minntur á að hann hefði átt félag með eiginkonu sinni, þar til hún keypti það af honum á einn Bandaríkjadal, eða rúmlega 100 krónur daginn áður en ný skattalög tóku gildi sem tóku á aflandsfélögum. 

Þegar hagsmunaárekstur Sigmundar var afhjúpaður í þætti Jóhannesar Kr. Kristjánssonar sagði Sigmundur ósatt og gekk út úr viðtalinu. Upptaka úr þættinum sést hér fyrir neðan ásamt yfirlýsingum Sigmundar í gær.

Afneitaði orsök flýtingu kosninganna

Í kappræðunum í gær afneitaði Sigmundur því einnig að kosningum hefði verið flýtt vegna afsagnar hans. Þá sagðist hann einungis hafa stigið til hliðar tímabundið. 

Sigmundur var spurður að því í gær hvers vegna hann hefði aldrei beðist afsökunar á Wintris-málinu. Hann byrjaði á því að leiðrétta spyrilinn. 

„Í fyrsta lagi verð ég nú að gera athugasemd við það að það sé verið að kjósa snemma vegna þessa máls sem þú rekur. Ég steig til hliðar á meðan að það mál var að skýrast. Sem það hefur svo sannarlega gert núna.“

Athugasemd Sigmundar í gær, um að ekki væri verið að kjósa vegna Wintris-málsins, gengur gegn yfirlýsingu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í kjölfar tilkynningar á afsögn Sigmundar í apríl síðastliðnum. Bjarni sagði stjórnarflokkana hafa brugðist við með sögulegum hætti með því að forsætisráðherra segði af sér. „Í hans stól mun setj­ast Sig­urður Ingi í sam­ræmi við fyrri verka­skipt­ingu flokk­anna ...En við ætl­um að stíga viðbót­ar­skref til þess að mæta kröf­um um að virkja lýðræðið í land­inu og til að koma til móts við þá stöðu sem hef­ur mynd­ast þá hyggj­umst við stefna að því að halda kosn­ing­ar í haust og stytta þar með kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­arþing.“

Síðar átti Sigmundur Davíð eftir að berjast gegn því að kosningum yrði flýtt, eins og kynnt hafði verið við afsögn hans. 

Sagði ósatt um vinnubrögð RÚV

Sigmundur kvartaði undan því að hafa ekki fengið tækifæri til að útskýra mál sitt. 

„Það er gott eftir alla þessa mánuði að þið skulið loksins gefa tækifæri til þess að láta hið rétta koma fram í þessu.“

Bogi Ágústsson, fréttamaður RÚV, hefur hins vegar útskýrt hvernig Sigmundur forðaðist ítrekað að svara þegar eftir því var leitað. „Ég hef verið að velta því fyrir mér, vegna þess að ég starfa nú á fréttastofu, sem burtséð frá deginum í dag, tekur sig býsna alvarlega, og reynir að segja eins sannar og réttar fréttir og mögulegt er, hvernig hefði það gengið í Bretlandi, ef eitthvað svipað hefði komið fyrir David Cameron, og hann hefði neitað BBC um viðtal, í allan þennan tíma sem hann hefur gert. Við höfum á hverjum einasta degi reynt að ná í hann og fáum alltaf afsvar.“

Sigmundur var loks spurður í gærkvöldi hvort hann sæi enga ástæðu til að biðjast afsökunar.

„Við ætlum kannski bara að koma því á hreint. Þú, sem sagt, eftir allt sem á undan er gengið, alla þá atburðarás sem við lýstum hér áðan, og atburði sumarsins, þú sérð enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á Wintris-málinu?“

„Jú, jú, ég nefndi það, ég gæti beðist afsökunar á mörgum hlutum, en ég get ekki beðist afsökunar á því með hvaða hætti ákveðnir aðilar, meðal annars á vegum ykkar stofnunar, gengu fram í þessu máli.“

Þá endurtók Sigmundur, sem greindi aldrei frá hagsmunaárekstri sínum þrátt fyrir skýr tilmæli siðareglna um það og sagði ósatt í viðtali um málið, að hann hefði ekki falið neitt. „Í engu var reynt að fela nokkurn hlut.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár