Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sigmundur rauk út – öskrað á Eygló

Eft­ir tap í for­manns­kjöri yf­ir­gaf Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son flokks­þing Fram­sókn­ar­manna í snatri án þess að taka í hend­ur sam­flokks­manns, eins og formað­ur­inn Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son bað um. Gerð voru köll að Eygló Harð­ar­dótt­ur í ræðu henn­ar í kjöl­far­ið.

Sigmundur rauk út – öskrað á Eygló
Eygló heldur ræðu Gestur á flokksþinginu öskraði á Eygló að hún væri „ömurleg“. Mynd:

Um það leyti sem Sigurður Ingi Jóhannsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, bað flokksmenn á flokksþingi Framsóknar að haldast í hendur og láta „strauma framsóknarmennskunnar“ streyma um salinn í Háskólabíói fyrir skemmstu, svo þeir færu þaðan sem samstíga fjölskylda, yfirgaf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi formaður, salinn í nokkrum flýti. Á eftir honum hélt Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður hans.

AðstoðarmaðurinnJóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, leitaði hans eftir tapið í formannskjörinu.

Sigmundur Davíð sagði við fréttamenn að hann hefði ekki búist við því að tapa kjörinu um formennsku í Framsóknarflokknum. 

„Við sjáum bara til,“ svaraði hann, þegar hann var spurður hvað hann myndi gera í kjölfarið.Sigmundur tók því ekki þátt í hópefli því sem Sigurður Ingi lagði til í sigurræðu sinni. Þess í stað hélt hann áleiðis að Hótel Sögu og fór þangað inn. Á eftir honum stefndi Jóhannes Þór, aðstoðarmaður hans, sem hafði þó misst sjónar á honum fyrir utan Háskólabíó. „Veit einhver hvert húsbóndi minn fór?“ spurði Jóhannes fyrir utan.

Augnablik tapsinsSigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, risu ekki á fætur þegar hinn nýi formaður, Sigurður Ingi Jóhannsson, hvatti framsóknarmenn til að taka höndum saman. Faðir Sigmundar, Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, horfir á son sinn tveimur sætaröðum aftar.

 

Hróp gerð að Eygló

Strax í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson hafði sigrað Sigmund Davíð Gunnlaugsson í formannskjörinu var tilkynnt að frambjóðendur til varaformennsku myndu halda ræður. Eygló Harðardóttir, einn þriggja frambjóðenda, sem studdi Sigurð Inga til formennsku, bað um að fá að halda ræðu á undan Lilju Dögg Alfreðsdóttur, sem studdi Sigmund Davíð. 

„Eins og oft vill verða þegar einstaklingar takast á um embætti, þá eigum við til að láta tilfinningarnar bera rökhyggjuna ofurliði. Það er því mjög eðlilegt að hér inni sé fólk sem finnur nú fyrir reiði og vonbrigðum,“ sagði Eygló í ræðu sinni. Skömmu síðar hrópaði flokksþingsgestur yfir salinn að Eygló: „Kjaftæði, þú ert ömurleg!“

Samkvæmt frásögn þingflokksformannsins Ásmundar Einars Daðasonar gekk Eygló á eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á fundi framkvæmdastjórnar flokksins í fyrradag eftir að Sigmundur hafði slitið fundinum einhliða og sýnt „einræði“ og „hroka“ í umræðu um dagskrá flokksþingsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár