Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur flytur í hús Boga Pálssonar

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands, er flutt­ur í hús sem var í eigu mágs hans, Boga Ósk­ars Páls­son­ar, fyrr­um stjórn­ar­manns Ex­ista. Bogi af­sal­aði hús­inu til for­eldra sinna ári eft­ir hrun.

Sigmundur flytur í hús Boga Pálssonar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er nú að flytja í glæsihöll í Garðabæ við Skrúðás 7 ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttir, og dóttur þeirra. Vísir greindi frá þessu þann 13. desember. Áður hefur Sigmundur búið í Seljahverfinu í Breiðholti.

Samkvæmt fasteignaskrá eiga foreldrar Önnu Sigurlaugar, Páll Samúelsson og Elín Sigrún Jóhannesdóttir, húsið við Skrúðás sem metið er á 115 milljónir króna. En húsið á sér sögu líkt og flest hús. Fyrri eigandi hússins var eignarhaldsfélagið Stofn sem Stundin fjallaði nokkuð ítarlega um í september stuttu eftir að félagið var formlega úrskurðað gjaldþrota. Lýstar kröfur í búið voru tæplega 308 milljónir króna. Ríflega sex milljarða króna skuldir félagsins voru færðar niður eftir hrun.

Nýtt heimili forsætisráðherra
Nýtt heimili forsætisráðherra Samkvæmt frétt Vísis er þetta nýtt heimili Sigmundar Davíðs.

Stofn var í eigu Boga Óskars Pálssonar, fyrrverandi stjórnarmanns Exista og mágs Sigmundar Davíðs. Bogi keypti húsið árið 2005 þegar allt lék í lyndi hjá honum en árið áður greiddi hann næst mest allra Reykvíkinga í opinber gjöld. Í aprílmánuði 2009 var húsið flutt yfir á félagið Stofn. Óljóst er hvað félag Boga borgaði Boga fyrir húsið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár