Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur flytur í hús Boga Pálssonar

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands, er flutt­ur í hús sem var í eigu mágs hans, Boga Ósk­ars Páls­son­ar, fyrr­um stjórn­ar­manns Ex­ista. Bogi af­sal­aði hús­inu til for­eldra sinna ári eft­ir hrun.

Sigmundur flytur í hús Boga Pálssonar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er nú að flytja í glæsihöll í Garðabæ við Skrúðás 7 ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttir, og dóttur þeirra. Vísir greindi frá þessu þann 13. desember. Áður hefur Sigmundur búið í Seljahverfinu í Breiðholti.

Samkvæmt fasteignaskrá eiga foreldrar Önnu Sigurlaugar, Páll Samúelsson og Elín Sigrún Jóhannesdóttir, húsið við Skrúðás sem metið er á 115 milljónir króna. En húsið á sér sögu líkt og flest hús. Fyrri eigandi hússins var eignarhaldsfélagið Stofn sem Stundin fjallaði nokkuð ítarlega um í september stuttu eftir að félagið var formlega úrskurðað gjaldþrota. Lýstar kröfur í búið voru tæplega 308 milljónir króna. Ríflega sex milljarða króna skuldir félagsins voru færðar niður eftir hrun.

Nýtt heimili forsætisráðherra
Nýtt heimili forsætisráðherra Samkvæmt frétt Vísis er þetta nýtt heimili Sigmundar Davíðs.

Stofn var í eigu Boga Óskars Pálssonar, fyrrverandi stjórnarmanns Exista og mágs Sigmundar Davíðs. Bogi keypti húsið árið 2005 þegar allt lék í lyndi hjá honum en árið áður greiddi hann næst mest allra Reykvíkinga í opinber gjöld. Í aprílmánuði 2009 var húsið flutt yfir á félagið Stofn. Óljóst er hvað félag Boga borgaði Boga fyrir húsið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár