Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur Davíð um kjaradeilurnar: „Fólk skynjar að loksins er eitthvað til skiptanna“

For­sæt­is­ráð­herra og formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins fór um víð­an völl í yf­ir­lits­ræðu sinni á setn­ing­ar­at­höfn flokks­þings fram­sókn­ar­manna sem hófst í dag. Vill upp­byggi­legri um­ræðu, boð­ar af­nám verð­trygg­ing­ar og sak­ar borg­ar­yf­ir­völd um að beita brögð­um í flug­vall­ar­mál­inu.

Sigmundur Davíð um kjaradeilurnar: „Fólk skynjar að loksins er eitthvað til skiptanna“

„Það má ekki gleyma því að staðan á vinnumarkaði nú er til komin vegna þess að fólk skynjar að loksins er eitthvað til skiptanna, menn sjá að árangur hefur náðst og óttast að sinn hópur fái ekki sanngjarna hlutdeild í þeim ávinningi.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins meðal annars í yfirlitsræðu sinni á setningarathöfn flokksþings framsóknarmanna sem hófst í dag. Hann sagði lausnina í kjaradeilunum því felast í því að launþegar og atvinnurekendur nái saman um sanngjarna skiptingu. Þá teldur hann skynsamlegast að huga sérstaklega að þeim hópum sem eru með lægri- og meðaltekjur fremur en að láta prósentuhækkanir ganga upp allan launastigann. „Það má ekki henda að við Íslendingar glötum því einstaka tækifæri sem nú blasir við til að verja stöðugleikann og ná áframhaldandi raunverulegum kjarabótum með verulega auknum kaupmætti,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti því við að fari verðbólgan hins vegar aftur á skrið brenna allir launahækkanir upp á verðbólgubálinu og það bitni verst á launþegum. 

Unnið að afnámi verðtryggingarinnar

Forsætisráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni. Hann lagði í upphafi áherslu á góðan árangur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, kaupmáttur landsmanna sé nú meiri en nokkru sinni fyrr og gangi spár eftir séu Íslendingar nú staddir í lengsta samfellda hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar. Þá sagði hann leiðréttinguna einstaka á heimsvísu. Hún hafi verið efnahagslega skynsamlega aðgerð og að hún hafi verið réttlætismál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár