Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sigmundur Davíð um kjaradeilurnar: „Fólk skynjar að loksins er eitthvað til skiptanna“

For­sæt­is­ráð­herra og formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins fór um víð­an völl í yf­ir­lits­ræðu sinni á setn­ing­ar­at­höfn flokks­þings fram­sókn­ar­manna sem hófst í dag. Vill upp­byggi­legri um­ræðu, boð­ar af­nám verð­trygg­ing­ar og sak­ar borg­ar­yf­ir­völd um að beita brögð­um í flug­vall­ar­mál­inu.

Sigmundur Davíð um kjaradeilurnar: „Fólk skynjar að loksins er eitthvað til skiptanna“

„Það má ekki gleyma því að staðan á vinnumarkaði nú er til komin vegna þess að fólk skynjar að loksins er eitthvað til skiptanna, menn sjá að árangur hefur náðst og óttast að sinn hópur fái ekki sanngjarna hlutdeild í þeim ávinningi.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins meðal annars í yfirlitsræðu sinni á setningarathöfn flokksþings framsóknarmanna sem hófst í dag. Hann sagði lausnina í kjaradeilunum því felast í því að launþegar og atvinnurekendur nái saman um sanngjarna skiptingu. Þá teldur hann skynsamlegast að huga sérstaklega að þeim hópum sem eru með lægri- og meðaltekjur fremur en að láta prósentuhækkanir ganga upp allan launastigann. „Það má ekki henda að við Íslendingar glötum því einstaka tækifæri sem nú blasir við til að verja stöðugleikann og ná áframhaldandi raunverulegum kjarabótum með verulega auknum kaupmætti,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti því við að fari verðbólgan hins vegar aftur á skrið brenna allir launahækkanir upp á verðbólgubálinu og það bitni verst á launþegum. 

Unnið að afnámi verðtryggingarinnar

Forsætisráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni. Hann lagði í upphafi áherslu á góðan árangur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, kaupmáttur landsmanna sé nú meiri en nokkru sinni fyrr og gangi spár eftir séu Íslendingar nú staddir í lengsta samfellda hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar. Þá sagði hann leiðréttinguna einstaka á heimsvísu. Hún hafi verið efnahagslega skynsamlega aðgerð og að hún hafi verið réttlætismál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár