Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sigmundur Davíð einn áhrifamesti karlfemínisti í heimi

Fin­ancial Times býð­ur les­end­um sín­um að kjósa fremstu karlfemín­ista í heimi. For­sæt­is­ráð­herra er á með­al þeirra tíu sem val­ið stend­ur um.

Sigmundur Davíð einn áhrifamesti karlfemínisti í heimi

Breska dagblaðið Financial Times telur Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vera meðal topp tíu karlkyns femínista í heiminum. Rafræn kosning fer fram á vef blaðsins þar sem lesendum er boðið að kjósa einn þeirra sem fremsta karlkyns femínista í heimi. Í umfjöllun blaðsins frá 15. september er sagt að hann sé kyndilberi fyrir HeForShe átak Sameinuðu þjóðanna. „Hann áætlar að geta náð fram kynjajöfnuði í íslenskum fjölmiðlum fyrir árið 2020 og afnema með öllu kynbundinn launamun fyrir árið 2022,“ segir í umfjöllun Financial Times. Ásamt Sigmundi á listanum eru menn á borð við Richard Branson, eiganda Virgin flugfélagsins, og Matt Groening, höfund sjónvarpsþáttanna the Simpsons, á lista dagblaðsins.
 
Óvíst er hvaða heimildir blaðið hefur fyrir því að Sigmundur Davíð ætli sér að fjölga kvenkyns blaðamönnum á Íslandi. Sömuleiðis er óvíst hvernig hann ætli sér að framkvæmda það en samkvæmt skýrslu Jafnréttisstofu frá árinu 2012 þá voru konur 35,9 prósent meðlima í Blaðamannafélagi Íslands.

Í síðustu viku flutti Sigmundur Davíð ávarp á leiðtogafundi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York sem haldinn var í tilefni af 20 ára afmæli Peking yfirlýsingarinnar og framkvæmdaáætlunar um réttindi og valdeflingu kvenna. Sigmundur Davíð var á meðal þjóðarleiðtoga sem stýrðu fundinum. Í ávarpi forsætisráðherra kom fram að jafnréttismál skipti alla máli og að karlmenn þurfi að taka þátt í umræðunni til jafns við konur. Þá fjallaði hann um mikilvægi kvenna í stjórnmálum og um nauðsyn IMPACT 10x10x10 verkefnisins sem er liður í HeForShe verkefni UN Women. Sigmundur Davíð er einn tíu þjóðarleiðtoga sem leiðir verkefnið en það mun leiða saman tíu stjórnmálaleiðtoga, tíu alþjóðleg fyrirtæki og tíu háskólastofnanir með það að markmiði að stuðla að jafnrétti kynjanna með aukinni þátttöku karla í umræðu um jafnrétti. Þátttaka Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar felur í sér skuldbindingu stjórnvalda um að vinna að jafnrétti með ýmsu móti. Þannig mun forsætisráðherra kynna og styðja almenn markmið HeForShe verkefnisins á Íslandi ásamt því að leiða sérstök verkefni á sviði jafnréttismála. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár